Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Snæbjörn Guðmundsson, Friðleifur E. Guðmundsson, Snorri Hallgrímsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Elvar Örn Friðriksson skrifa 14. febrúar 2025 09:31 Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Snæbjörn Guðmundsson Björg Eva Erlendsdóttir Árni Finnsson Elvar Örn Friðriksson Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun