Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Snæbjörn Guðmundsson, Friðleifur E. Guðmundsson, Snorri Hallgrímsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Elvar Örn Friðriksson skrifa 14. febrúar 2025 09:31 Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Snæbjörn Guðmundsson Björg Eva Erlendsdóttir Árni Finnsson Elvar Örn Friðriksson Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun