Líklegra að komið verði á vopnahléi en friðarsamningum Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 22:23 Albert segir heri beggja landa að niðurlotum komna. Vísir/Arnar Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum telur líklegra að vopnahlé taki gildi á milli Úkraínu og Rússlands en að gerðir verði friðarsamningar þeirra á milli. Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum í dag og í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi talað við bæði Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að koma á friði þeirra á milli. Albert fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Albert segir Trump hafa lýst því yfir í kosningabaráttu sinni að hann ætlaði að leysa deiluna en hafi aðeins dregið úr yfirlýsingum sínum þegar leið á baráttuna. Þá hafi hann líka sagt að þetta stríð hefði ekki átt sér stað hefði hann verið forseta. Það megi liggja á milli hluta hvað sé rétt í því. Nú vinni hann að því að koma á viðræðum um lok á þessu stríði. „Það eru að skapast forsendur fyrir viðræðum eða tilraun á því að minnsta kosti. Þær lúta einkum að því að herir beggja eru að niðurlotum komnir,“ segir Albert og að það eigi mögulega frekar um Úkraínu en Rússland. Hann segir Rússa ráða um tuttugu prósent lands Úkraínu en Úkraínumenn séu á sama tíma inni í Kúrsk, héraði í Rússlandi, en það sé lítið landsvæði. „Friður kemst ekki á fyrr en annar eða báðir líta svo á að það sé betra að reyna að fara að klára.“ Landsvæði og NATO-aðild Albert segir að í umræðu um Úkraínu sé annars vegar rætt um landsvæði og hvort Úkraína muni endurheimta það svæði sem Rússar hafa tekið og hins vegar umsókn þeirra um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Hann segir Úkraínu ekki leið í NATO eins og er. Það sé langt í það. Hvað varðar landsvæðið segir Albert Selenskíj sjálfan hafa viðurkennt að her Úkraínu hafi ekki burði til að endurheimta þetta landsvæði ein. Hann vonist þó til þess að fá landsvæðið aftur og gefi ekki þá kröfu frá sér. „Þarna förum við að koma að kjarna málsins. Það er ekki mikil von á friðarsamningum í þessu máli, ekki í bili og ekki um margra ára skeið. Það er kannski sjéns að ná fram vopnahléi,“ segir Albert. Í friðarsamningum þurfi að gera upp alls konar mál, stríðsglæpi, skaðabætur og slíkt. Vopnahlé sé einfaldara að því leytinu til að það þarf að finna vopnahléslínu og stöðva átökin. Hann segir miklu líklegra, að hans mati, og fleiri aðila, að þetta verði niðurstaðan í Úkraínu. Það verði samið um vopnahléslínu, bil á milli þeirra og friðargæsluliði hleypt inn. Hann segir varaforseta Bandaríkjanna, JD Vance, sem dæmi hafa nefnt Suður-Kóreu sem dæmi þar sem álíka fyrirkomulagi var komið upp og það haldið. „Menn stöðvuðu Kóreustríðið 1953 með vopnahléi og það vopnahlé gildir enn,“ segir hann. Þetta sé þannig möguleiki. Frekari hernaður í Evrópu Viðtalið var lengra og er hægt að hlusta á það í heild sinni að ofan. Þar ræddi Albert líka yfirlýsingar landvarnarráðherra Bandaríkjanna á fundi NATO í dag um að evrópskir bandamenn þurfi að taka sér tak og standa undir miklu stærri hluta kostnaðar við að halda bandalaginu gangandi. Hann segir að það verði fróðlegt að sjá hvernig NATO ætlar að bregðast við þessu. Þá ræddi hann einnig fréttir um frekari hernað Rússa í Evrópu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin NATO Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. 12. febrúar 2025 18:02 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Fjallað hefur verið um það í fjölmiðlum í dag og í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi talað við bæði Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að koma á friði þeirra á milli. Albert fór yfir þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Albert segir Trump hafa lýst því yfir í kosningabaráttu sinni að hann ætlaði að leysa deiluna en hafi aðeins dregið úr yfirlýsingum sínum þegar leið á baráttuna. Þá hafi hann líka sagt að þetta stríð hefði ekki átt sér stað hefði hann verið forseta. Það megi liggja á milli hluta hvað sé rétt í því. Nú vinni hann að því að koma á viðræðum um lok á þessu stríði. „Það eru að skapast forsendur fyrir viðræðum eða tilraun á því að minnsta kosti. Þær lúta einkum að því að herir beggja eru að niðurlotum komnir,“ segir Albert og að það eigi mögulega frekar um Úkraínu en Rússland. Hann segir Rússa ráða um tuttugu prósent lands Úkraínu en Úkraínumenn séu á sama tíma inni í Kúrsk, héraði í Rússlandi, en það sé lítið landsvæði. „Friður kemst ekki á fyrr en annar eða báðir líta svo á að það sé betra að reyna að fara að klára.“ Landsvæði og NATO-aðild Albert segir að í umræðu um Úkraínu sé annars vegar rætt um landsvæði og hvort Úkraína muni endurheimta það svæði sem Rússar hafa tekið og hins vegar umsókn þeirra um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Hann segir Úkraínu ekki leið í NATO eins og er. Það sé langt í það. Hvað varðar landsvæðið segir Albert Selenskíj sjálfan hafa viðurkennt að her Úkraínu hafi ekki burði til að endurheimta þetta landsvæði ein. Hann vonist þó til þess að fá landsvæðið aftur og gefi ekki þá kröfu frá sér. „Þarna förum við að koma að kjarna málsins. Það er ekki mikil von á friðarsamningum í þessu máli, ekki í bili og ekki um margra ára skeið. Það er kannski sjéns að ná fram vopnahléi,“ segir Albert. Í friðarsamningum þurfi að gera upp alls konar mál, stríðsglæpi, skaðabætur og slíkt. Vopnahlé sé einfaldara að því leytinu til að það þarf að finna vopnahléslínu og stöðva átökin. Hann segir miklu líklegra, að hans mati, og fleiri aðila, að þetta verði niðurstaðan í Úkraínu. Það verði samið um vopnahléslínu, bil á milli þeirra og friðargæsluliði hleypt inn. Hann segir varaforseta Bandaríkjanna, JD Vance, sem dæmi hafa nefnt Suður-Kóreu sem dæmi þar sem álíka fyrirkomulagi var komið upp og það haldið. „Menn stöðvuðu Kóreustríðið 1953 með vopnahléi og það vopnahlé gildir enn,“ segir hann. Þetta sé þannig möguleiki. Frekari hernaður í Evrópu Viðtalið var lengra og er hægt að hlusta á það í heild sinni að ofan. Þar ræddi Albert líka yfirlýsingar landvarnarráðherra Bandaríkjanna á fundi NATO í dag um að evrópskir bandamenn þurfi að taka sér tak og standa undir miklu stærri hluta kostnaðar við að halda bandalaginu gangandi. Hann segir að það verði fróðlegt að sjá hvernig NATO ætlar að bregðast við þessu. Þá ræddi hann einnig fréttir um frekari hernað Rússa í Evrópu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin NATO Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. 12. febrúar 2025 18:02 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. 12. febrúar 2025 18:02
McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49