Tími Aaron Rodgers hjá Jets á enda: Óska honum góðs gengis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 18:03 Aaron Rodgers náði ekki að leiða lið New York Jets til alvöru árangurs á þessum tveimur árum og vera hans þar voru mikil vonbrigði að mati flestra. Getty/Luke Hales Aaron Rodgers spilar ekki áfram með New York Jets í NFL-deildinni. Félagið tilkynnti leikmanninum það að félagið óskaði ekki eftir þjónustu hans á næstu leiktíð. „Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
„Í síðustu viku hitti ég Aaron og lét hann vita af áætlunum okkar að fara aðra leið með leikstjórnandastöðuna okkar,“ sögðu þjálfarinn Aaron Glenn og framkvæmdastjórinn Darren Mougey í sameiginlegri yfirlýsingu. „Það var mikilvægt að taka þessa ákvörðun strax svo að allt væri á hreinu með framhaldið og bæði við og hann gætum skipulagt framtíðina. Við viljum þakka honum fyrir leiðtogahæfileikana, ástríðuna og hollustuna sem hann sýndi félaginu á þessum tíma sínum hér. Við óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum.“ Eigandinn Woody Johnson vildi líka þakka Aaron Rodgers persónulega fyrir tíma hans hjá New York Jets. Fyrra tímabilið entist bara í nokkrar mínútur því Rodgers sleit hásin snemma í fyrsta leik. Liðið vann sex af átján leikjum sínum með hann innanborðs og Rodgers var bara í 25. sæti meðal leikstjórnanda deildarinnar í leikstjórnendaeinkunn. Frammistaða hins 41 árs gamla Rodgers var því langt undir væntingum og liðið náði ekki að komast í úrslitakeppnina með hann í forystuhlutverkinu. Hvort þetta verði síðustu leikir hans á ferlinum verður að koma í ljós en Rodgers er ótútreiknanleg týpa sem gæti tekið upp á því að spila eitt tímabil í viðbót og enda ferilinn á betri nótum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira