Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 13:11 Samúel Jói, og tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hafa verið sakfelldir fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Stöð 2 Samúel Jói Björgvinsson hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin hlutu tveggja og hálfs árs dóm hvor. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði sagði fyrir dómi að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt væri því um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Sáust á upptöku Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan fékk upplýsingar um efnin, sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni. Jafnframt kom hún fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Hafi reynt að taka á sig sökina Samúel Jói sagði efnin hafa verið í sinni vörslu, en hann þó ekki verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Elías sagðist hafa vitað af því að Samúel væri að geyma efnin. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa haft neina vitneskju um þau fyrr en þeir sóttu þau í húsnæðið, kvöldið sem þeir voru handteknir. Karl Ingi sagði í málflutningi að Samúel Jói hefði verið margsaga. Hann hefði breytt framburði sínum hjá lögreglu og reynt að taka sökina alfarið á sig. Dómsmál Fíkn Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir að hafa í vörslum sínum 2,9 kíló af MDMA-kristöllum og 1781 MDMA-töflu. Sérfræðingur í lyfja- og eiturefnafræði sagði fyrir dómi að úr þessum tæpu þremur kílóum af MDMA-kristöllum væri hægt að framleiða um 23 þúsund MDMA-töflur. Samanlagt væri því um að ræða um það bil 25 þúsund neysluskammta. Sáust á upptöku Efnin voru geymd í skrifstofuhúsnæði sem bræðurnir höfðu einhver umráð yfir í Bæjarlind í Kópavogi. Lögreglan fékk upplýsingar um efnin, sem voru falin í lofti herbergis í húsnæðinu, og skipti þeim út fyrir gerviefni. Jafnframt kom hún fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október sóttu þremenningarnir gerviefnin og í kjölfarið voru þeir handteknir. Myndbandsupptökur lögreglu voru lykilsönnunargögn málsins, og voru brot úr þeim sýnd fyrir dómi. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins sem fór fram í lok janúar. Hafi reynt að taka á sig sökina Samúel Jói sagði efnin hafa verið í sinni vörslu, en hann þó ekki verið eigandi þeirra. Eigandinn væri einstaklingur sem væri ekki ákærður í málinu. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði verið í neyslu á þessum tíma og verið hræddur við að geyma efnin heima hjá sér. Hann hefði því fengið að geyma þau í húsnæðinu sem Elías og Jónas höfðu umráð yfir. Elías sagðist hafa vitað af því að Samúel væri að geyma efnin. Jónas sagðist hins vegar ekki hafa haft neina vitneskju um þau fyrr en þeir sóttu þau í húsnæðið, kvöldið sem þeir voru handteknir. Karl Ingi sagði í málflutningi að Samúel Jói hefði verið margsaga. Hann hefði breytt framburði sínum hjá lögreglu og reynt að taka sökina alfarið á sig.
Dómsmál Fíkn Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira