Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Þar af er viðhaldsskuld vegakerfisins áætluð 265–290 milljarðar króna. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Íslenskt innviðakerfi hefur ekki fylgt vexti hagkerfisins sem nauðsynlegt væri. Þetta er okkur Íslendingum mikilvægt því að endingu mun há innviðaskuld draga úr lífskjörum. Hægur vöxtur innviða hamlar framtíðarvexti og hefur alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Fjarskiptainnviðir eru hvergi nefndir En það er einn hængur á skýrslugerðinni. Eins mikilvægir og fjarskiptainnviðir eru framtíð þjóðarinnar eru þeir hvergi nefndir, þrátt fyrir að hið opinbera reki mikilvæga fjarskiptainnviði og kemur með beinum hætti að uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Ég vil því vekja máls á mikilvægi fjarskiptainnviða fyrir samfélagið og framtíðarvöxt: Þeir þjóna þýðingarmiklu hlutverki fyrir virkni annarra innviða í landinu. Þeir leysa upp fjarlægðir, skapa tengdan heim upplýsinga á hraðan og skilvirkan hátt. Þeir eru mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Öflugra samskiptanet eykur framleiðni, skapar störf og ýtir undir nýsköpun. Þeir eru stjálbýlu landi mikilvægir vegna fjarvinnu og fjarnáms. Öflugir innviðir fjarskipta gerir fyrirtækjum og menntastofnunum kleift að starfa óháð staðsetningu. Þeir eru burðarás stafrænna umbreytinga, með framtíðartækni á borð við gervigreind, tölvuský og því sem kallað er internet hlutanna (IOT), það er net allra þeirra hluta sem tengjast og skiptast á gögnum og hafa áhrif á daglegt líf. Aðgangur að áreiðanlegri fjarskiptaþjónustu eykur lífsgæði og aðgangi að upplýsingum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Samandregið eru öflugi fjarskiptainnviðir ekki einungis símkerfi heldur skapa þeir og tengja vistkerfi sem styður nútímalíf og knýr framtíðarvöxt. Sameiginleg verkefni okkar allra Áframhaldandi uppbygging öflugra fjarskiptainnviða er á okkar ábyrgð. Öflug fjarskiptafyrirtæki á einkamarkaði hafa í samvinnu við ríkivaldið knúið þessa uppbyggingu og fjárfestingar. Ríkisvaldið hefur rekið öryggisfjarskipti fyrir sjó og land, orkufjarskipti og öflug flugfjarskipti. Og einkafyrirtækin hafa í mikilli samkeppni keppt um að byggja um framtíðarland á sviði fjarskipta. Ég fullyrði að það starfsfólk sem vinnur að íslenskum fjarskiptum stenst samanburð við þá sem fremst standa í heiminum. Tækniþekking er mikil sem og reynsla af uppbyggingu í harðbýlu landi. Fjarskiptainnviðir í góðum höndum Það fyrirtæki sem ég fer fyrir, Míla, er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Við viljum Ísland allt ljóstengt. Síðustu tvö árin höfum við fjárfest fyrir rúma 10 milljarða á landsbyggðinni. Við erum að leggja margþráða ljósleiðarastrengi langan veg um allt land til að tryggja varaleiðir fjarskipta sem auka öryggi stafrænna innviða Íslands. Og þétting farsímakerfis í strjálli byggðum í samstarfi við ríkisvaldið mun styrka viðnámsþrótt landsins alls. Míla er að auka nethraða heimila og atvinnulífs með svokölluðum 10x uppfærslum sem margfaldar upplifun og stórbætir netaðgang. Framtíðin kallar eftir auknum hraða netkerfa. Við þurfum að fylgjast vel með byltingarkenndum tækniframförum næstu ára og vera óhrædd við nýsköpun. Íslenskir fjarskiptainnviðir eru í góðum höndum. Þá innviðaskuld sem við sjáum í vegagerð, höfnum, vatnsveitum og flugvöllum birtast ekki þar. Hún er mun lægri í fjarskiptum. Ætla má hana u.þ.b. 12 milljarða króna til að tvítengja þau sveitarfélög sem eftir eru, ljúka við ljósleiðaravæðingu og endurnýja svokallaðan Nato-streng. Það er þó betri staða en annarra innviða. En það er engu að síður mikilvægt verkefni allra, einkaaðila sem hins opinbera að halda áfram að byggja upp fjarskiptainnviði af krafti. Að halda þar vöku sinni veit á gott fyrir Ísland. Höfundur er forstjóri Mílu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Þar af er viðhaldsskuld vegakerfisins áætluð 265–290 milljarðar króna. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Íslenskt innviðakerfi hefur ekki fylgt vexti hagkerfisins sem nauðsynlegt væri. Þetta er okkur Íslendingum mikilvægt því að endingu mun há innviðaskuld draga úr lífskjörum. Hægur vöxtur innviða hamlar framtíðarvexti og hefur alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Fjarskiptainnviðir eru hvergi nefndir En það er einn hængur á skýrslugerðinni. Eins mikilvægir og fjarskiptainnviðir eru framtíð þjóðarinnar eru þeir hvergi nefndir, þrátt fyrir að hið opinbera reki mikilvæga fjarskiptainnviði og kemur með beinum hætti að uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Ég vil því vekja máls á mikilvægi fjarskiptainnviða fyrir samfélagið og framtíðarvöxt: Þeir þjóna þýðingarmiklu hlutverki fyrir virkni annarra innviða í landinu. Þeir leysa upp fjarlægðir, skapa tengdan heim upplýsinga á hraðan og skilvirkan hátt. Þeir eru mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Öflugra samskiptanet eykur framleiðni, skapar störf og ýtir undir nýsköpun. Þeir eru stjálbýlu landi mikilvægir vegna fjarvinnu og fjarnáms. Öflugir innviðir fjarskipta gerir fyrirtækjum og menntastofnunum kleift að starfa óháð staðsetningu. Þeir eru burðarás stafrænna umbreytinga, með framtíðartækni á borð við gervigreind, tölvuský og því sem kallað er internet hlutanna (IOT), það er net allra þeirra hluta sem tengjast og skiptast á gögnum og hafa áhrif á daglegt líf. Aðgangur að áreiðanlegri fjarskiptaþjónustu eykur lífsgæði og aðgangi að upplýsingum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Samandregið eru öflugi fjarskiptainnviðir ekki einungis símkerfi heldur skapa þeir og tengja vistkerfi sem styður nútímalíf og knýr framtíðarvöxt. Sameiginleg verkefni okkar allra Áframhaldandi uppbygging öflugra fjarskiptainnviða er á okkar ábyrgð. Öflug fjarskiptafyrirtæki á einkamarkaði hafa í samvinnu við ríkivaldið knúið þessa uppbyggingu og fjárfestingar. Ríkisvaldið hefur rekið öryggisfjarskipti fyrir sjó og land, orkufjarskipti og öflug flugfjarskipti. Og einkafyrirtækin hafa í mikilli samkeppni keppt um að byggja um framtíðarland á sviði fjarskipta. Ég fullyrði að það starfsfólk sem vinnur að íslenskum fjarskiptum stenst samanburð við þá sem fremst standa í heiminum. Tækniþekking er mikil sem og reynsla af uppbyggingu í harðbýlu landi. Fjarskiptainnviðir í góðum höndum Það fyrirtæki sem ég fer fyrir, Míla, er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Við viljum Ísland allt ljóstengt. Síðustu tvö árin höfum við fjárfest fyrir rúma 10 milljarða á landsbyggðinni. Við erum að leggja margþráða ljósleiðarastrengi langan veg um allt land til að tryggja varaleiðir fjarskipta sem auka öryggi stafrænna innviða Íslands. Og þétting farsímakerfis í strjálli byggðum í samstarfi við ríkisvaldið mun styrka viðnámsþrótt landsins alls. Míla er að auka nethraða heimila og atvinnulífs með svokölluðum 10x uppfærslum sem margfaldar upplifun og stórbætir netaðgang. Framtíðin kallar eftir auknum hraða netkerfa. Við þurfum að fylgjast vel með byltingarkenndum tækniframförum næstu ára og vera óhrædd við nýsköpun. Íslenskir fjarskiptainnviðir eru í góðum höndum. Þá innviðaskuld sem við sjáum í vegagerð, höfnum, vatnsveitum og flugvöllum birtast ekki þar. Hún er mun lægri í fjarskiptum. Ætla má hana u.þ.b. 12 milljarða króna til að tvítengja þau sveitarfélög sem eftir eru, ljúka við ljósleiðaravæðingu og endurnýja svokallaðan Nato-streng. Það er þó betri staða en annarra innviða. En það er engu að síður mikilvægt verkefni allra, einkaaðila sem hins opinbera að halda áfram að byggja upp fjarskiptainnviði af krafti. Að halda þar vöku sinni veit á gott fyrir Ísland. Höfundur er forstjóri Mílu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar