Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 09:51 Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti á stefnumót í gær. Hún segir vanta samkomustaði fyrir eldra fólk. Vísir Fjölmargir eldri borgarar komu saman á hraðstefnumóti í Bíó paradís síðdegis í gær. Þeir segja vanta staði fyrir eldri borgara til að hittast og dansa og kynnast nýju fólki. Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“ Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Katrín Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem mætti í Bíó Paradís. „Mér fannst þetta sniðug hugmynd og svo finnst mér gaman að fara í bíó þannig að ég sameinaði tvennt í einu,“ segir Katrín. „Það er eiginlega ekki út af efninu eða innihaldinu heldur út af forminu. Ég hef áður farið á svona hraðstefnumót um allt annað efni. Mér fannst það svo skemmtilegt og forvitnilegt að mig langaði að koma aftur í það. En það væri alveg bónus að hitta einhvern,“ segir Björg Árnadóttir, sem var mætt með vinkonu sinni. Margir þjáist af eigin fordómum Tilefnið er frumsýning írönsku kvikmyndarinnar Eftirætis kakan mín, sem fjallar um ekkju á áttræðisaldri sem finnur ástina á ný eftir að hafa glímt við mikinn einmanaleika. Félagsráðgjafarnir Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, og Halldór S. Guðmundsson dósent við HÍ segja umræðu um þetta hafa verið litla á Íslandi og ljóst að það vanti staði fyrir eldra fólk til að hittast. „Það eru engir staðir fyrir fullorðið fólk til að hittast og dansa og mingla. Ég held að þetta geti verið ákveðin byrjun,“ segir Sigrún. „Fyrir þá sem vilja er þetta markhópur. Bara drífa í því,“ bætir Halldór við. Þau segja að margt eldra fólk þjáist fyrir eigin fordóma. „Það er þessi ótti við að vera óviðeigandi sem fylgir svo oft: „Þetta passar ekki fyrir þennan aldur,“ og „maður má ekki vera svona af því að maður er sjötugur eða áttræður.“ Þetta kemur allt hérna innan frá.“ Vantar samkomustaði fyrir eldri borgara Katrín tekur undir að það vanti samkomustaði fyrir eldra fólk. „Það vantar dansstað. Ég frétti það hérna í dag að það er staður upp í Stangarhyl en það vantar hljómsveit. Þannig ef það er einhver hljómsveit þarna úti sem vill spila tónlist fyrir eldri borgara þá væri það vel þegið. Eins væri gaman ef það opnaði einhver stað niðri í bæ sem væri fyrir allan aldur þess vegna,“ segir Katrín. Hún hvetur fólk til að vera hugrakkt. Það sé nóg af tækifærum þarna úti. „Ég skellti mér í vetur á tangónámskeið og hafði engan til að dansa við. Það er hægt að auglýsa inni á Facebook eftir dansfélaga og þar var maður sem óskaði eftir dansfélaga. Ég svaraði honum og við erum búin að vera að dansa saman í allan vetur.“ Ertu að vonast til að finna ástina hérna í dag? „Ég veit það ekki en þetta er mjög gott framtak og það verður vonandi framhald. Ég held að það séu allir mjög ánægðir.“
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Reykjavík Kvikmyndahús Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira