Erlent

Tólf særðir eftir að hand­sprengju var kastað í Grenoble

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Viðbragðsaðilar á vettvangi árásarinnar.
Viðbragðsaðilar á vettvangi árásarinnar. Getty/Maxime Gruss

Tólf særðust, þar af sex alvarlega, þegar handsprengju var kastað inni á bar í borginni Grenoble í Frakklandi í gærkvöldi. 

Yfirvöld segjast ekki telja um hryðjuverk að ræða.

Barinn var þéttsetinn þegar árásarmaðurinn gekk inn og kastaði sprengjunni, án þess að segja orð. Að sögn lögregluyfirvalda sýndist viðstöddum hann hafa verið með sjálfvirkan riffil á sér.

Atvikið átti sér stað í gamla Ólympíuþorpinu sem var reist fyrir vetrarólympíuleikana árið 1968.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×