Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 07:02 Elena Rybakina ætlaði að ráða þjálfarann aftur inn í teymið sitt og segist vera ósátt með dóm um brot á henni sjálfri. Getty/Francois Nel Yfirmenn atvinnumótaraðar kvenna í tennis hafa tekið á slæmri framkomu tennisþjálfara við skjólstæðing sinn sem er tenniskona í fremstu röð. Hún sjálf segist þó vera vonsvikin með niðurstöðuna. Tennisþjálfarinn Stefano Vukov hefur verið settur í bann hjá WTA fyrir brot á agareglum. Hann fer í bannið fyrir illa meðferð á tenniskonunni Elenu Rybakina. Hún er sjöunda besta tenniskona heims. Það sérstaka við þetta mál er að hún sjálf vildi ekki að hann yrði dæmdur í bann. Þess í stað vildi hún fá hann aftur inn í þjálfarateymi sitt en með þessum dómi er það úr sögunni. Hann má ekki koma nálægt tennisíþróttinni á næstunni. „Ég er vonsvikin með stöðu mála og hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég ætla samt ekki að segja meira um þetta,“ sagði Elena Rybakina eftir leik á Opna katarska mótinu. Rannsakendur á vegum WTA komust að því að Vukov smánaði hana og fór mjög illa með hana þegar hann var þjálfari hennar. Vukov var áður dæmdur í bann og nú hefur áfrýjun hans verið tekin fyrir með sömu niðurstöðu. Það kemur þó ekki fram hversu langt bannið er. Vukov kallaði Rybakinu meðal annars heimska og sagði að hún hefði verið enn í Rússlandi að taka upp kartöflur ef að það væri ekki fyrir hann. Samkvæmt rannsókninni þá grét hún undan honum, hann ýtti henni yfir öll líkamleg mörk sín og hann sá til þess að hún veiktist eftir mikið andlegt og líkamlegt álag. Eftir að hún lét hann fara sem þjálfara sinn þá hélt hann áfram að reyna að áreita hana þótt að hún hafi lokað á samskipti þeirra. Þrátt fyrir þetta vill hún nú að hann þjálfi hana á ný. Elena Rybakina er 25 ára gömul og fædd í Rússlandi. Hún hefur keppt fyrir Kasakstan frá árinu 2018. Rybakina er sjöunda besta tenniskona heims í dag samkvæmt heimslistanum en fór hæst upp í þriðja sæti listans í júní 2023. Hún hefur unnið eitt risamót en það gerði hún á Wimbledon mótinu árið 2022. Hún tapaði úrslitaleik á Opna ástralska mótinu árið 2023. Vukov þjálfaði hana þegar hún vann Wimbledon. View this post on Instagram A post shared by Tennis (@underarmserve) Tennis Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira
Tennisþjálfarinn Stefano Vukov hefur verið settur í bann hjá WTA fyrir brot á agareglum. Hann fer í bannið fyrir illa meðferð á tenniskonunni Elenu Rybakina. Hún er sjöunda besta tenniskona heims. Það sérstaka við þetta mál er að hún sjálf vildi ekki að hann yrði dæmdur í bann. Þess í stað vildi hún fá hann aftur inn í þjálfarateymi sitt en með þessum dómi er það úr sögunni. Hann má ekki koma nálægt tennisíþróttinni á næstunni. „Ég er vonsvikin með stöðu mála og hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég ætla samt ekki að segja meira um þetta,“ sagði Elena Rybakina eftir leik á Opna katarska mótinu. Rannsakendur á vegum WTA komust að því að Vukov smánaði hana og fór mjög illa með hana þegar hann var þjálfari hennar. Vukov var áður dæmdur í bann og nú hefur áfrýjun hans verið tekin fyrir með sömu niðurstöðu. Það kemur þó ekki fram hversu langt bannið er. Vukov kallaði Rybakinu meðal annars heimska og sagði að hún hefði verið enn í Rússlandi að taka upp kartöflur ef að það væri ekki fyrir hann. Samkvæmt rannsókninni þá grét hún undan honum, hann ýtti henni yfir öll líkamleg mörk sín og hann sá til þess að hún veiktist eftir mikið andlegt og líkamlegt álag. Eftir að hún lét hann fara sem þjálfara sinn þá hélt hann áfram að reyna að áreita hana þótt að hún hafi lokað á samskipti þeirra. Þrátt fyrir þetta vill hún nú að hann þjálfi hana á ný. Elena Rybakina er 25 ára gömul og fædd í Rússlandi. Hún hefur keppt fyrir Kasakstan frá árinu 2018. Rybakina er sjöunda besta tenniskona heims í dag samkvæmt heimslistanum en fór hæst upp í þriðja sæti listans í júní 2023. Hún hefur unnið eitt risamót en það gerði hún á Wimbledon mótinu árið 2022. Hún tapaði úrslitaleik á Opna ástralska mótinu árið 2023. Vukov þjálfaði hana þegar hún vann Wimbledon. View this post on Instagram A post shared by Tennis (@underarmserve)
Tennis Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Sjá meira