„Púsluspilið gekk ekki upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 15:57 Sölvi Geir Ottesen segir ekki hafa verið hægt að koma leikjum Víkings í Lengjubikarnum fyrir. Huga þurfi að leikmönnum liðsins sem eru að koma undan lengsta tímabili í sögu íslensks fótboltaliðs. vísir/Aron Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, segir lið hans ekki hafa haft annan kost en að segja sig úr Lengjubikar karla í fótbolta vegna anna þess í Sambandsdeild Evrópu. Leikirnir hafi einfaldlega ekki komist fyrir. Líkt og greint var frá á Vísi síðdegis drógu Víkingar lið sitt úr keppni í Lengjubikarnum í dag. Víkingur átti að spila næsta leik í keppninni um helgina, en þá verður liðið erlendis vegna einvígisins við Panathinaikos. Æfingaferð er einnig á dagskrá hjá liðinu og það gekk einfaldlega ekki upp að troða inn fjórum leikjum næsta mánuðinn. „Við erum ekki vön því að vera í þessari stöðu, að komast áfram í Evrópukeppninni, og ekki að spila á þessum tíma, svona stóra leiki. Að reyna að koma inn Lengjubikarnum og æfingaferð innan um Panathinaikos-leikina, það var bara of mikið. Púsluspilið gekk ekki upp,“ segir Sölvi Geir í samtali við Vísi. „Við höfum reynt að koma þessum leikjum að og okkar vilji var að spila þessa leiki en tíminn gafst ekki. Við þurfum að passa upp á leikmennina okkar og að keyra þá ekki út. Þeir eru að koma úr mjög krefjandi tímabili, þar sem ekkert íslenskt lið hefur spilað eins marga leiki og við gerðum í fyrra. Til að passa upp á líkamlegan og andlegan þátt leikmanna og starfsfólks var ekki sniðugt fyrir okkur að halda áfram í Lengjubikarnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingar spila sögulega leiki við Panathinaikos á morgun og á fimmtudaginn næsta en þeir eru fyrsta íslenska félagsliðið sem spilar Evrópuleiki á þessum tíma. Lengjubikarinn og uppsetning hans geri einfaldlega ekki ráð fyrir að lið nái svo langt í Evrópu. „Við þurfum í raun og veru að finna leið fyrir lið sem komast þessa leið, áfram í úrslitakeppnina í Evrópu, svo að þau geti tekið þátt í öllum þessum keppnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri leik liðanna á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Lengjubikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi síðdegis drógu Víkingar lið sitt úr keppni í Lengjubikarnum í dag. Víkingur átti að spila næsta leik í keppninni um helgina, en þá verður liðið erlendis vegna einvígisins við Panathinaikos. Æfingaferð er einnig á dagskrá hjá liðinu og það gekk einfaldlega ekki upp að troða inn fjórum leikjum næsta mánuðinn. „Við erum ekki vön því að vera í þessari stöðu, að komast áfram í Evrópukeppninni, og ekki að spila á þessum tíma, svona stóra leiki. Að reyna að koma inn Lengjubikarnum og æfingaferð innan um Panathinaikos-leikina, það var bara of mikið. Púsluspilið gekk ekki upp,“ segir Sölvi Geir í samtali við Vísi. „Við höfum reynt að koma þessum leikjum að og okkar vilji var að spila þessa leiki en tíminn gafst ekki. Við þurfum að passa upp á leikmennina okkar og að keyra þá ekki út. Þeir eru að koma úr mjög krefjandi tímabili, þar sem ekkert íslenskt lið hefur spilað eins marga leiki og við gerðum í fyrra. Til að passa upp á líkamlegan og andlegan þátt leikmanna og starfsfólks var ekki sniðugt fyrir okkur að halda áfram í Lengjubikarnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingar spila sögulega leiki við Panathinaikos á morgun og á fimmtudaginn næsta en þeir eru fyrsta íslenska félagsliðið sem spilar Evrópuleiki á þessum tíma. Lengjubikarinn og uppsetning hans geri einfaldlega ekki ráð fyrir að lið nái svo langt í Evrópu. „Við þurfum í raun og veru að finna leið fyrir lið sem komast þessa leið, áfram í úrslitakeppnina í Evrópu, svo að þau geti tekið þátt í öllum þessum keppnum,“ segir Sölvi Geir. Víkingur mætir Panathinaikos í fyrri leik liðanna á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Lengjubikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira