Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 17:16 Adam Haukur Baumruk hjó á hnútinn fyrir Hauka. Vísir/Diego Haukar unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-24. Leikurinn bauð upp á gríðarlegan hraða á upphafsmínútunum og liðin virtust skora af vild. Haukarnir voru þó hálfu skrefi framar og leiddu stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Haukar lentu þó í áfalli strax á 14. mínútu leiksins þegar Skarphéðinn Ívar Einarsson fékk að líta beint rautt spjald. Elís Þór Aðalsteinsson sótti þá hratt á vörn Hauka og Skarphéðinn fór með höndina í andlitið á honum. Óviljaverk, en reglurnar eru skýrar, og dómarar leiksins í engum vafa. Þrátt fyrir að missa Skarphéðinn út héldu Haukar forystu sinni og virtust frekar bæta í en að gefa eftir. Þegar Skarphéðinn var rekinn í sturtu leiddu Haukar með tveimur mörkum, en liðið jók forskot sitt jafnt og þétt það sem eftir lifði hálfleiksins. Mest náðu Haukar sex marka forskoti fyrir hlé og leiddu með fimm mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 18-13. Síðari hálfleikur bauð svo upp á eitthvað allt annað en sá fyrri. Haukar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum í netið og hægt og bítandi söxuðu Eyjamenn á forskot heimamanna. Sóknarleikur Hauka var ekki til útflutnings og í þau skipti sem liðið kom sér í góð færi virtust þau alltaf fara forgörðum. Eftir að hafa skorað fimm mörk á fyrstu sex mínútum fyrri hálfleiks þurftu Haukar rétt tæpar 22 mínútur til að skora fimm mörk í þeim síðari. Það er þó ekki þar með sagt að Eyjamenn hafi gengið á lagið. Vissulega söxuðu gestirnir á forskotið, en í hvert skipti sem ÍBV fékk tækifæri til að jafna metin virtist liðið lenda á vegg. Einskonar handboltaleg ritstífla. Eftir ógrynni tækifæra til að jafna metin misstu Eyjamenn loks trú á verkefninu. Adam Haukur Baumruk kom inn af bekknum og skoraði mikilvæg mörk fyrir Hauka til að koma liðinu af stað á ný og Haukar unnu að lokum fjögurra marka sigur 28-24. Atvik leiksins Skarphéðinn Ívar Einarsson fékk að líta beint rautt spjald í liði Hauka um miðjan fyrri hálfleik þegar hann fór í andlitið á Elísi Þór Aðalsteinssyni. Elís virtist sárþjáður eftir áreksturinn, en jafnaði sig sem betur fer eftir stutta stund. Haukar létu brottrekstur Skarphéðins ekki á sig fá, í það minnsta ekki í fyrri hálfleik, og héldu uppteknum hætti fram að hléi. Þó er spurning hvort liðið hafi saknað hans í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Andri Fannar Erlingsson átti virkilega góðan dag í horninu hjá Haukunum og skoraði átta mörk, þar af þrjú úr vítum, og var markahæsti maður heimamanna. Það var hins vegar Adam Haukur Baumruk sem hjó á hnútinn þegar Haukarnir voru í sem mestum vandræðum og þrjú mörk hans undir lok leiks áttu líklega stærstan þátt í að sigla sigrinum heim. Skúrkarnir eru hins vegar allir þeir Eyjamenn sem fengu tækifæri til að jafna metin fyrir gestina í kvöld. Og trúið mér, Eyjamenn fengu nóg af færum til að snúa þessum leik við. Hvort sem það voru tapaðir boltar, ótímabær skot eða misnotuð dauðafæri sem fóru með leikinn fyrir ÍBV þá er ljóst að Eyjamenn naga sig í handabökin í Herjólfi. Dómararnir Þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson höfðu góð tök á leik kvöldsins og leyfðu mönnum ekki að komast upp með neitt bull. Það komu upp nokkur atvik þar sem virtist ætla að sjóða upp úr, en dómarar kvöldsins leystu það vel. Stemning og umgjörð Það var langt frá því að vera þétt setið á pöllunum á Ásvöllum í kvöld, en stuðningsfólk Hauka lét þó heyra nokkuð vel í sér. Umgjörðin á Ásvöllum var svo, eins og oft áður, til fyrirmyndar. Olís-deild karla Haukar ÍBV
Haukar unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-24. Leikurinn bauð upp á gríðarlegan hraða á upphafsmínútunum og liðin virtust skora af vild. Haukarnir voru þó hálfu skrefi framar og leiddu stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Haukar lentu þó í áfalli strax á 14. mínútu leiksins þegar Skarphéðinn Ívar Einarsson fékk að líta beint rautt spjald. Elís Þór Aðalsteinsson sótti þá hratt á vörn Hauka og Skarphéðinn fór með höndina í andlitið á honum. Óviljaverk, en reglurnar eru skýrar, og dómarar leiksins í engum vafa. Þrátt fyrir að missa Skarphéðinn út héldu Haukar forystu sinni og virtust frekar bæta í en að gefa eftir. Þegar Skarphéðinn var rekinn í sturtu leiddu Haukar með tveimur mörkum, en liðið jók forskot sitt jafnt og þétt það sem eftir lifði hálfleiksins. Mest náðu Haukar sex marka forskoti fyrir hlé og leiddu með fimm mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 18-13. Síðari hálfleikur bauð svo upp á eitthvað allt annað en sá fyrri. Haukar áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum í netið og hægt og bítandi söxuðu Eyjamenn á forskot heimamanna. Sóknarleikur Hauka var ekki til útflutnings og í þau skipti sem liðið kom sér í góð færi virtust þau alltaf fara forgörðum. Eftir að hafa skorað fimm mörk á fyrstu sex mínútum fyrri hálfleiks þurftu Haukar rétt tæpar 22 mínútur til að skora fimm mörk í þeim síðari. Það er þó ekki þar með sagt að Eyjamenn hafi gengið á lagið. Vissulega söxuðu gestirnir á forskotið, en í hvert skipti sem ÍBV fékk tækifæri til að jafna metin virtist liðið lenda á vegg. Einskonar handboltaleg ritstífla. Eftir ógrynni tækifæra til að jafna metin misstu Eyjamenn loks trú á verkefninu. Adam Haukur Baumruk kom inn af bekknum og skoraði mikilvæg mörk fyrir Hauka til að koma liðinu af stað á ný og Haukar unnu að lokum fjögurra marka sigur 28-24. Atvik leiksins Skarphéðinn Ívar Einarsson fékk að líta beint rautt spjald í liði Hauka um miðjan fyrri hálfleik þegar hann fór í andlitið á Elísi Þór Aðalsteinssyni. Elís virtist sárþjáður eftir áreksturinn, en jafnaði sig sem betur fer eftir stutta stund. Haukar létu brottrekstur Skarphéðins ekki á sig fá, í það minnsta ekki í fyrri hálfleik, og héldu uppteknum hætti fram að hléi. Þó er spurning hvort liðið hafi saknað hans í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Andri Fannar Erlingsson átti virkilega góðan dag í horninu hjá Haukunum og skoraði átta mörk, þar af þrjú úr vítum, og var markahæsti maður heimamanna. Það var hins vegar Adam Haukur Baumruk sem hjó á hnútinn þegar Haukarnir voru í sem mestum vandræðum og þrjú mörk hans undir lok leiks áttu líklega stærstan þátt í að sigla sigrinum heim. Skúrkarnir eru hins vegar allir þeir Eyjamenn sem fengu tækifæri til að jafna metin fyrir gestina í kvöld. Og trúið mér, Eyjamenn fengu nóg af færum til að snúa þessum leik við. Hvort sem það voru tapaðir boltar, ótímabær skot eða misnotuð dauðafæri sem fóru með leikinn fyrir ÍBV þá er ljóst að Eyjamenn naga sig í handabökin í Herjólfi. Dómararnir Þeir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Ólafur Pétursson höfðu góð tök á leik kvöldsins og leyfðu mönnum ekki að komast upp með neitt bull. Það komu upp nokkur atvik þar sem virtist ætla að sjóða upp úr, en dómarar kvöldsins leystu það vel. Stemning og umgjörð Það var langt frá því að vera þétt setið á pöllunum á Ásvöllum í kvöld, en stuðningsfólk Hauka lét þó heyra nokkuð vel í sér. Umgjörðin á Ásvöllum var svo, eins og oft áður, til fyrirmyndar.
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik