„Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 12:00 Jón hefur tilkynnt framboð til formanns HSÍ. Jón Halldórsson ætlar að bjóða sig fram í formannsstól HSÍ. Hann telur nauðsynlegt að sameina hreyfinguna og horfa björtum augum á framtíðina. Rætt var við Jón í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón hefur verið formaður handknattleiksdeildar Vals í þónokkur ár og með mikla reynslu á þeim vettvangi. Hann er fyrsti frambjóðandi sem gefur kost á sér fyrir ársþing HSÍ 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur verið formaður HSÍ undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. „Ég hef alltaf haft trú á því að einn plús einn geti orðið þrír og það er svona það fyrsta hjá mér í þessu ferli. Svo eru þessir grunnhlutir eins og fjárhagur og rekstur sambandsins sem er flókinn og erfiður. Þetta er ekkert bara HSÍ heldur bara með alla íþróttahreyfinguna að fá fjármuni inn í hreyfingarnar. Við fáum peninga frá afrekssjóð og það eru að koma inn aukapeningar þar en við þurfum að sækja enn meiri pening,“ segir Jón og heldur áfram. „Mitt mat er að við þurfum meiri aðstoð frá ríki og sveitarfélögum en við erum líka háð styrkjum fyrirtækja.“ Nokkur erfið mál Jón segir að orðræðan í kringum sambandið hafi verið of neikvæð undanfarin misseri. „Það eru búin að koma upp nokkur erfið mál eins og til dæmis sjónvarpsmálin okkar sem hafa verið sem hafa verið svolítið erfið. Við förum af Sýn og yfir í Handboltapassann sem gekk brösuglega til að byrja með en er miklu betra núna og útbreiðslan þar að aukast. Svo eru alltaf svona hitamál eins og ég kringum landsliðsþjálfaramál og fleira en við ætlum að fara horfa fram á veginn og hætta að kíkja í baksýnisspegilinn,“ segir Jón og heldur áfram. „Það er alltaf hægt að fara til baka og hægt að skoða hvað væri hægt að gera betur. En ég hef alltaf haft það sem reglu í lífinu mínu og hjá fyrirtækinu mínu sem ég stjórna er að þú mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið,“ segir Jón en hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan. HSÍ Handbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Jón hefur verið formaður handknattleiksdeildar Vals í þónokkur ár og með mikla reynslu á þeim vettvangi. Hann er fyrsti frambjóðandi sem gefur kost á sér fyrir ársþing HSÍ 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur verið formaður HSÍ undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. „Ég hef alltaf haft trú á því að einn plús einn geti orðið þrír og það er svona það fyrsta hjá mér í þessu ferli. Svo eru þessir grunnhlutir eins og fjárhagur og rekstur sambandsins sem er flókinn og erfiður. Þetta er ekkert bara HSÍ heldur bara með alla íþróttahreyfinguna að fá fjármuni inn í hreyfingarnar. Við fáum peninga frá afrekssjóð og það eru að koma inn aukapeningar þar en við þurfum að sækja enn meiri pening,“ segir Jón og heldur áfram. „Mitt mat er að við þurfum meiri aðstoð frá ríki og sveitarfélögum en við erum líka háð styrkjum fyrirtækja.“ Nokkur erfið mál Jón segir að orðræðan í kringum sambandið hafi verið of neikvæð undanfarin misseri. „Það eru búin að koma upp nokkur erfið mál eins og til dæmis sjónvarpsmálin okkar sem hafa verið sem hafa verið svolítið erfið. Við förum af Sýn og yfir í Handboltapassann sem gekk brösuglega til að byrja með en er miklu betra núna og útbreiðslan þar að aukast. Svo eru alltaf svona hitamál eins og ég kringum landsliðsþjálfaramál og fleira en við ætlum að fara horfa fram á veginn og hætta að kíkja í baksýnisspegilinn,“ segir Jón og heldur áfram. „Það er alltaf hægt að fara til baka og hægt að skoða hvað væri hægt að gera betur. En ég hef alltaf haft það sem reglu í lífinu mínu og hjá fyrirtækinu mínu sem ég stjórna er að þú mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið,“ segir Jón en hægt er að horfa á viðtalið hér að neðan.
HSÍ Handbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira