Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 11:32 Fjölskyldan saman á góðri stundu. Selma Hafsteinsdóttir er 35 ára móðir. Hún kynntist manninum sínum í Kvennaskólanum og þegar leið á sambandið fóru þau að reyna eignast saman barn. „Þetta er rosalega skemmtilegt ball þangað til þetta er alltaf að mistakast og þetta verður að algjörri kvöð,“ segir Selma. Hún sagði sögu þeirra hjóna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parinu gekk illa að fara hina hefðbundnu leið í barneign. „Maður nennir þessu einhvern veginn engan veginn en ég fann alltaf á mér að það væri eitthvað að,“ segir Selma. Tilfinningin hafði fylgt henni allt frá menntaskólaaldri. Vissi þetta alltaf innst inni „Innst inni hafði ég þá tilfinningu og í raun vitneskju að ég myndi ættleiða barn,“ segir Selma. „En við fórum í tæknisæðingar, glasafrjóvgun og létum setja upp frosna fósturvísa og það fór alltaf. Þetta er svona óútskýrð ófrjósemi. Við tókum þetta með trompi í heilt ár og þetta var rosalegur hormónatími fyrir mig. Ég man að þetta var bara ógeðslegur tími. Þetta kostaði pening en manni var alltaf skítsama um peningana. Svo er maður að dæla í sig hormónadæmi og maður er rosalega óléttur en aldrei með barn.“ Þau hjónin hafa gengið í gegnum margt saman. Hún segist hafa gengið í gegnum þunglyndi á þessum tíma. „Ég var rosalega leiðinleg og Steini þekkti mig bara ekki á þessum tíma. Ég forðaðist aðstæður og vildi ekki hitta fólk. Ég var það grilluð í hausnum að einu sinni var mágkonan mín kasólétt og ég bara tók ekki eftir því, ég bara neitaði að sjá það. Ég neitaði að fara í barnaafmæli og hataði jólin,“ segir Selma og hlær. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónabandið? „Þetta gerði okkur sterkari og hann stóð með mér eins og klettur. Ég var ógeðslega leiðinleg á þessum tíma en við höfum alltaf verið þannig að þegar það koma erfiðleikar þá stöndum við svo ógeðslega vel saman. Það er okkar styrkur sem hjón. Þegar hann lendir í einhverju þá gríp ég hann og svo öfugt. Þarna þurfti hann að setja mig í bómull og passa vel upp á mig.“ Eins og að frelsast Eftir að hafa gefist upp á tæknifrjóvgun þá var ákveðið að fara aðra leið og reyna við ættleiðingaferlið. „Við ákváðum í framhaldinu að fara á fund með Íslenskri ættleiðingu og ég fann strax að þetta var okkar leið og ég varð ógeðslega glöð. Steini var alveg glaður en ekki eins og ég. Síðan förum við í framhaldinu á námskeið sem kallast Er ættleiðing fyrir mig? Og þá var eins og við hefðum frelsast.“ Þau fengu að ættleiða dreng frá Tékklandi en frá því að þau fóru inn í kerfið árið 2014 liðu tvö ár þar til að símtalið kom. Þegar þau hittu Martin í fyrsta sinn. „Það var hringt í vinnusímann hjá mér og það kom einhver hlaupandi til mín og sagði að það væri síminn til mín. Heilinn á mér fer í eitthvað shutdown og ég vildi bara ekki trúa þessu. Svo segir hann við mig að það bíði okkur upplýsingar um barn og við þyrftum að drífa okkur upp á skrifstofu. Þarna var hann alveg að verða tveggja ára og heitir Martin Már í dag. Við bættum við nafninu Már.“ Þau þekkja bakgrunn drengsins en það er hans að ákveða hvað verður í þeim málum í framtíðinni. Þau voru úti í sex vikur og komu heim rétt fyrir jól árið 2016. Hann tók foreldrum sínum strax vel. Þegar heim var komið tók við fæðingarorlof. Selma opnaði sig um ófrjósemi og ættleiðingarferlið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Maður upplifði sig svolítið einan og það skilur enginn hvað maður er að ganga í gegnum. Ég fékk í kjölfarið ættleiðingarþunglyndi eða meira svona ættleiðingarkvíða. Ég elska strákinn meira en allt en þetta var einmanalegt. Sama hvort þú fæðir barnið eða ættleiðir það þá veistu ekkert hvernig það er að vera foreldri. Það var rosalega mikil skömm því maður er að fara þessa leið og þetta er það sem þig langar mest í í heiminum. Af hverju líður mér svona? Ég er með drauminn minn hérna við hliðina á mér,“ segir Selma og segist hafa þurft að fá sálfræðiaðstoð í kjölfarið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ættleiðingar Fjölskyldumál Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Þetta er rosalega skemmtilegt ball þangað til þetta er alltaf að mistakast og þetta verður að algjörri kvöð,“ segir Selma. Hún sagði sögu þeirra hjóna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parinu gekk illa að fara hina hefðbundnu leið í barneign. „Maður nennir þessu einhvern veginn engan veginn en ég fann alltaf á mér að það væri eitthvað að,“ segir Selma. Tilfinningin hafði fylgt henni allt frá menntaskólaaldri. Vissi þetta alltaf innst inni „Innst inni hafði ég þá tilfinningu og í raun vitneskju að ég myndi ættleiða barn,“ segir Selma. „En við fórum í tæknisæðingar, glasafrjóvgun og létum setja upp frosna fósturvísa og það fór alltaf. Þetta er svona óútskýrð ófrjósemi. Við tókum þetta með trompi í heilt ár og þetta var rosalegur hormónatími fyrir mig. Ég man að þetta var bara ógeðslegur tími. Þetta kostaði pening en manni var alltaf skítsama um peningana. Svo er maður að dæla í sig hormónadæmi og maður er rosalega óléttur en aldrei með barn.“ Þau hjónin hafa gengið í gegnum margt saman. Hún segist hafa gengið í gegnum þunglyndi á þessum tíma. „Ég var rosalega leiðinleg og Steini þekkti mig bara ekki á þessum tíma. Ég forðaðist aðstæður og vildi ekki hitta fólk. Ég var það grilluð í hausnum að einu sinni var mágkonan mín kasólétt og ég bara tók ekki eftir því, ég bara neitaði að sjá það. Ég neitaði að fara í barnaafmæli og hataði jólin,“ segir Selma og hlær. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónabandið? „Þetta gerði okkur sterkari og hann stóð með mér eins og klettur. Ég var ógeðslega leiðinleg á þessum tíma en við höfum alltaf verið þannig að þegar það koma erfiðleikar þá stöndum við svo ógeðslega vel saman. Það er okkar styrkur sem hjón. Þegar hann lendir í einhverju þá gríp ég hann og svo öfugt. Þarna þurfti hann að setja mig í bómull og passa vel upp á mig.“ Eins og að frelsast Eftir að hafa gefist upp á tæknifrjóvgun þá var ákveðið að fara aðra leið og reyna við ættleiðingaferlið. „Við ákváðum í framhaldinu að fara á fund með Íslenskri ættleiðingu og ég fann strax að þetta var okkar leið og ég varð ógeðslega glöð. Steini var alveg glaður en ekki eins og ég. Síðan förum við í framhaldinu á námskeið sem kallast Er ættleiðing fyrir mig? Og þá var eins og við hefðum frelsast.“ Þau fengu að ættleiða dreng frá Tékklandi en frá því að þau fóru inn í kerfið árið 2014 liðu tvö ár þar til að símtalið kom. Þegar þau hittu Martin í fyrsta sinn. „Það var hringt í vinnusímann hjá mér og það kom einhver hlaupandi til mín og sagði að það væri síminn til mín. Heilinn á mér fer í eitthvað shutdown og ég vildi bara ekki trúa þessu. Svo segir hann við mig að það bíði okkur upplýsingar um barn og við þyrftum að drífa okkur upp á skrifstofu. Þarna var hann alveg að verða tveggja ára og heitir Martin Már í dag. Við bættum við nafninu Már.“ Þau þekkja bakgrunn drengsins en það er hans að ákveða hvað verður í þeim málum í framtíðinni. Þau voru úti í sex vikur og komu heim rétt fyrir jól árið 2016. Hann tók foreldrum sínum strax vel. Þegar heim var komið tók við fæðingarorlof. Selma opnaði sig um ófrjósemi og ættleiðingarferlið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Maður upplifði sig svolítið einan og það skilur enginn hvað maður er að ganga í gegnum. Ég fékk í kjölfarið ættleiðingarþunglyndi eða meira svona ættleiðingarkvíða. Ég elska strákinn meira en allt en þetta var einmanalegt. Sama hvort þú fæðir barnið eða ættleiðir það þá veistu ekkert hvernig það er að vera foreldri. Það var rosalega mikil skömm því maður er að fara þessa leið og þetta er það sem þig langar mest í í heiminum. Af hverju líður mér svona? Ég er með drauminn minn hérna við hliðina á mér,“ segir Selma og segist hafa þurft að fá sálfræðiaðstoð í kjölfarið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ættleiðingar Fjölskyldumál Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp