Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar 12. febrúar 2025 07:30 Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í fréttum á RÚV nýlega var fjallað um að stórt fyrirtæki í ræstingarþjónustu ætlar að lækka laun starfsfólks með einhverjum fáránlegum skýringum. Þetta er ekkert nýtt. Ég man þegar borgin var að spara einhvern tíma og byrjaði á að spara í ræstingunni og komst aldrei lengra nær toppunum en það. Mörg fleiri dæmi eru um þetta. Ef stofnanir og fyrirtæki þurfa að draga saman, þá eiga þau auðvitað að byrja á toppunum, en ekki á grunnþjónustunni! Ég efast um að fólk átti sig á því hvað ræstingar skipta gríðarlegu máli. Sjálf vann ég á menntaskólaárunum við ræstingar á Landspítala og hjá ríku fólki í heimahúsum. Ef ræstingarfólk færi í verkfall, þá myndi samfélagið stöðvast mjög fljótt! Enginn að þrífa sjúkrastofnanir, skóla, leikskóla, banka, strætisvagna, Kringluna...við bara gerum ráð fyrir að það sé snyrtilegt hvert sem við förum án þess að hugsa um hverjir sjá um það! Hver vill fara á sóðalegt klósett í Kringlunni? En vegna minnar reynslu þá hef ég alltaf átt notaleg samskipti við þá sem hafa þrifið mínar skrifstofur í gegnum tíðina og þakkað þeim fyrir. Oftast innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt, sem fara hjá sér þegar þeim er sýnt þakklæti! Og ég er t.d. búin að fara þrisvar í Hörpu undanfarið og í hvert sinn hugsa ég: ,,Ekki væri ég til í að þrífa hér''. Hvað þá í bíósölunum með popp og snakk út um allt! Enda eru engir Íslendingar í því að þrífa skítinn undan okkur. Og hvar værum við ef 20% Íslendinga væru ekki innflytjendur, sem vinna störfin sem við erum of fín til að vinna. Og í morgun heyrði ég eftir áreiðanlegum heimildum að Þjóðleikhús allra landsmanna gaf jólagjafir síðustu jól, en það fengu ekki allir það sama. Og auðvitað fékk starfsfólkið sem sér um mestu erfiðisvinnuna, að þrífa eftir hverja sýningu, langminnst. Nokkrar aðrar fréttir: Þjóðin frétti hjá Gísla Marteini að borgarstjórnin væri fallin sl. föstudag. Á sunnudag kom í ljós að kennaraverkfall var ólöglegt. Svo kom í ljós að einhver verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum Íslands tókst árum saman að falsa reikninga og reddaði 150 milljónum fyrir fjölskyldu sína. Og Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða 2024. Svo eru endalaus tjón á bílum vegna þess að við erum að nota ódýrt malbik! Fólk með alvarlega geðsjúkdóma og á að vera í gæslu drepur saklaust fólk. Kvótinn er minnkaður hjá litlum bæjarfélögum sem gæti sett þau á hausinn. Forseti sem þarf 120 milljónir til að flytja á Bessastaði, þar af 45 milljónir í innréttingar og er greinilega að bera sig saman við Jackie Kennedy er hún tók Hvíta húsið í gegn! Flugvöllurinn, sem ég ólst upp við í Skerjafirði, hefur verið deiluefni frá því ég var unglingur!.... Og af hverju er ekki hægt að skera trén í stað þess að fella þau? Og hvað....þarf bara eitt „lím“ til að halda saman ríkisstjórn (Katrín Jakobsdóttir) og annað ,,lím'' til halda saman borgarstjórn (Dagur B. Eggertsson)? Hvað með alla hina, eru þau bara dúfur? Árið 2017 var borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23. Sem var galið. Og þarna eru fulltrúar flokka sem eru ekki til lengur eins og Sósíalistaflokksins og Pírata. En eru ekki bara 14 mánuðir eftir í næstu sveitastjórnarkosningar? Og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vonast til að þar sem eru svo margir nýir þingmenn, þá kannski verði fólk kurteisara þessa 6 mánuði á ári sem er mætingarskylda. Þá er um að gera að fá Jón Gunnarsson, sem óvart slapp inn á þing fyrir Bjarna Ben, að kenna þeim mannasiði! Hann er búinn að hanga á Alþingi í 18 ár. Það er verulega pirrandi að vera réttlætissinni og óflokksbundinn í þessu landi Það væri gaman að geta hrósað einhverju, en skólakerfið, heilbrigðiskerfið og vegakerfið eru í tómu tjóni. Við vitum ekki í hvað skattarnir okkar fara, sem er ólíkt því sem gerist t.d. í Danmörku þar sem það kemur fram á launaseðlum! Og Danir eru sáttir við að borga skatta vegna þess. Sem betur fer verð ég lítið á landinu næstu mánuðina og ætla ekki að fylgjast með íslenskum fréttum, en ég er búin að fá mína útrás :) Höfundur er félagsráðgjafi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun