Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 20:59 Valdímír Pútín og Donald Trump funduðu saman árið 2019. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump segir samband Rússa og Bandaríkjamanna fara batnandi. Mikhail Svetlov/Getty Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur). Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur).
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59