Sport

Dag­skráin: Meistaradeildin og ein­vígi NBA leik­manna í Bónus deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin James er að skora yfir 24 stig í leik með Álftanesliðinu.
Justin James er að skora yfir 24 stig í leik með Álftanesliðinu. Vísir/Anton Brink

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á miðvikudögum

Umspilið um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar er komið af stað en liðin sem lentu í 9. til 24. sæti keppa þar um átta laus sæti.

Útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hófst í gær og heldur áfram í kvöld með fjórum leikjum og þeir verða allir sýndir beint.

Það er flottur leikur í Bónus deildinni þar sem Grindavíkingar taka á móti Álftanesi í Smáranum en bæði lið tefla fram leikmanni sem spilaði einu sinni í NBA deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.15 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Álftaness í Bónus deild karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.55 hefst útsending frá leik Midtjylland og Manchester City í unglingadeild UEFA.

Klukkan 14.55 hefst útsending frá leik Real Madrid og Dortmund í unglingadeild UEFA.

Klukkan 19.25 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Celtic og Bayern München í umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Klukkan 22.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið er yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 12.55 hefst útsending frá leik Sporting og Mónakó í unglingadeild UEFA.

Klukkan 14.55 hefst útsending frá leik Trabzonspor og Juventus í unglingadeild UEFA.

Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Club Brugge og Atalanta í umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Sporting og Dortmund í umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Feyenoord og AC Milan í umspili Meistaradeildarinnar í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×