Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 16:47 Viktor, til vinstri, er hér í titilbardaga sínum. mynd/mjölnir Keppendur úr Mjölni stóðu í ströngu um síðustu helgi þegar fjórir þeirra tóku þátt í Goliath Fight Series MMA keppninni í Skotlandi á laugardagskvöldið. Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið. MMA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið.
MMA Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira