Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 12:30 Remy Martin og Pétur Ingvarsson glaðbeittir eftir bikarmeistaratitilinn fyrir ári síðan. Pétur hætti sem þjálfari Keflavíkur fyrir rúmri viku og Martin er ekki að fara að spila fyrir Keflavík á þessari leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Það verður ekkert af því að Remy Martin snúi aftur í lið Keflavíkur á þessari leiktíð, þó að hann hafi ekki verið skráður í annað félag síðan hann sleit hásin í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar í körfubolta á síðasta ári. Vangaveltur hafa verið um það hvort að Martin myndi mögulega mæta í lið Keflavíkur sem valdið hefur miklum vonbrigðum í vetur og situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar. Þessi möguleiki var til að mynda nefndur í nýjasta þætti GAZins en með þeim fyrirvara að menn væru ekki vissir um hvort það væri leyfilegt. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, staðfesti við Vísi í dag að Remy gæti ekki spilað með Keflavík á þessari leiktíð. Til þess hefði þurft að skrá hann aftur í félagið áður en félagaskiptaglugginn lokaðist um síðustu mánaðamót. Martin hefur ekki spilað síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. Fram að því hafði hann farið á kostum með Keflavík og til að mynda átt ríkan þátt í því að liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tólf ár. Umtalsverðar breytingar hafa orðið hjá Keflavík á síðustu dögum því Sigurður Ingimundarson er orðinn nýr þjálfari liðsins og þeir Jarell Reischel og Marek Dolezaj hafa verið kvaddir. Eftir standa þó sex erlendir atvinnumenn í liðinu og þar á meðal er Callum Lawson sem kom á lokadegi félagaskiptagluggans. Keflavík hefur tapað fjórum leikjum í röð og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Haukum á fimmtudagskvöld. Þegar fimm umferðir eru eftir eru Keflvíkingar með 14 stig í 10. sæti, þó aðeins tveimur stigum á eftir næstu fjórum liðum og fjórum stigum frá 4. sæti. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Vangaveltur hafa verið um það hvort að Martin myndi mögulega mæta í lið Keflavíkur sem valdið hefur miklum vonbrigðum í vetur og situr aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar. Þessi möguleiki var til að mynda nefndur í nýjasta þætti GAZins en með þeim fyrirvara að menn væru ekki vissir um hvort það væri leyfilegt. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, staðfesti við Vísi í dag að Remy gæti ekki spilað með Keflavík á þessari leiktíð. Til þess hefði þurft að skrá hann aftur í félagið áður en félagaskiptaglugginn lokaðist um síðustu mánaðamót. Martin hefur ekki spilað síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. Fram að því hafði hann farið á kostum með Keflavík og til að mynda átt ríkan þátt í því að liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tólf ár. Umtalsverðar breytingar hafa orðið hjá Keflavík á síðustu dögum því Sigurður Ingimundarson er orðinn nýr þjálfari liðsins og þeir Jarell Reischel og Marek Dolezaj hafa verið kvaddir. Eftir standa þó sex erlendir atvinnumenn í liðinu og þar á meðal er Callum Lawson sem kom á lokadegi félagaskiptagluggans. Keflavík hefur tapað fjórum leikjum í röð og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Haukum á fimmtudagskvöld. Þegar fimm umferðir eru eftir eru Keflvíkingar með 14 stig í 10. sæti, þó aðeins tveimur stigum á eftir næstu fjórum liðum og fjórum stigum frá 4. sæti.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira