Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að menntadagurinn sé sameiginlegt verkefni SA og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins séu í forgrunni.
„Meðal dagskrárliða er erindi Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, fögnuður 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna, umræður um stöðu menntunar við forseta Íslands og loks afhending menntaverðlauna atvinnulífsins,“ segir í tilkynningunni.
Hægt er að fylgjast með dagskránni í beinu streymi að neðan.