Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 15:32 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið biðst velvirðingar á því að hafa ekki svarað erindi umboðsmanns. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur beðist velvirðingar á því að hafa ekki svarað erindi frá umboðsmanni Alþingis um réttindagæslu fatlaðs fólks sem ráðuneytinu barst frá umboðsmanni í apríl í fyrra sem aldrei var svarað. Í svari við nýju erindi umboðsmanns kveðst ráðuneytið hafa gripið til ráðstafana til að tryggja að öllum erindum verði svarað innan tilskilins frests. Þá er það mat ráðuneytisins að núverandi fyrirkomulag réttindagæslunnar, sem tók breytingum um áramót, sé fullnægjandi til að tryggja viðhlítandi samfellu í þjónustu við fatlað fólk Á dögunum sagði fréttastofa frá því að félagsmálaráðuneytið hafi trassað í marga mánuði að svara erindi umboðsmanns í tengslum við fyrirkomulag réttindagæslunnar. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa síðan gert alvarlegar athugasemdir við breytt fyrirkomulag réttindagæslunnar og framkvæmd breytingann, en um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum hennar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. Í svari ráðuneytisins við nýju erindi umboðsmanns sem fréttastofa hefur undir höndum er ítrekað að ráðstafanir ráðuneytisins séu viðbragð við ákvörðunum Alþingis. Það var Alþingi sem ákvað með lögum að leggja niður réttindagæsluna í þeirri mynd sem hún var og einnig að fresta gildistöku laga um Mannréttindastofnun Íslands sem annars á að taka við þeim verkefnum réttindagæslunnar sem ekki færast til sýslumanns. Fjögurra mánaða gat afleiðing ákvörðunar Alþingis Við ákvörðun Alþingis um að fresta lögum um Mannréttindastofnun fram á vor var áréttað af hálfu þingsins að störf réttindagæslumanna skildu engu að síður lögð niður um áramótin. Við þetta myndaðist fjögurra mánaða gat og var ráðuneytinu falið að tryggja að ekki yrði rof á þjónustu við fatlað fólk sem þarf á réttindagæslunni að halda. „Til að brúa bilið vegna frestunar Alþingis á gildistöku laganna réð félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tímabundið til starfa sérfræðinga hjá Samskiptastöðinni sem hafa þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks og menntun sem nýtist í starfi. Var það mat ráðuneytisins að slíkt fyrirkomulag yrði best til þess fallið að tryggja að þjónustan yrði samfelld og ekki yrði á henni rof,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins til umboðsmanns. Nánar er jafnframt fjallað um fyrirkomulagið í tilkynningu á vef ráðuneytisins sem birt var í síðustu viku. Meðal þess sem umboðsmaður kallaði einnig eftir svörum við er það hvernig svæðisbundinni þjónustu við skjólstæðinga réttindagæslunnar sé háttað. Ráðuneytið segir í svari sínu að þeir réttindagæslumenn sem nú starfa tímabundið sem slíkir veiti þjónustu um allt land og þeir færi starfsstöðvar sínar til ef þurfa þykir. Þá áréttar ráðuneytið jafnframt að í lögum um Mannréttindastofnun sé gert ráð fyrir að svæðisskiptin réttindagæslumanna skuli aflögð og ráðuneytið hafi unnið í samræmi við það. Ber fyrir sig tímaskort Meðal þess sem heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert athugasemdir við er ákvörðun ráðuneytisins um að ráða til sín starfsfólk frá Samskiptastöðinni, án auglýsingar, og hafa velt því upp hvernig ráðstöfunin samræmist lögum um auglýsingar starfa hjá hinu opinbera og fyrirmælum laga um þekkingu, reynslu og menntun þeirra sem gæta réttindagæslu fatlaðs fólks. Í þessu sambandi nefnir ráðuneytið í sínu svari til umboðsmanns að ein af þeim breytingum sem samþykkt laganna um Mannréttindastofnun feli í sér sé brottfall ákvæðis um að leita skuli umsagnar heildarsamtaka fatlaðs fólks í tengslum við ráðningar réttindagæslumanna. Þannig hafi það verið mat ráðuneytisins, einkum í ljósi þess að gildistöku laganna um Mannréttindastofnun hafi verið frestað með skömmum fyrirvara, að ekki hafi verið nægur tími fyrir hendi til að afla umsagnar heildarsamtaka fatlaðs fólks vegna tímabundinnar ráðningar nýrra réttindagæslumanna sem grípa þurfti til til að brúa tímabilið þar til Mannréttindastofnun tekur til starfa. „Í því sambandi var enn fremur litið til þess að ráðningum er ætlað að standa í skamman tíma, auk þess sem ráðuneytið hafði völ á sérfræðingum til stafa við réttindagæslu sem hafa bæði menntun, þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks líkt og lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 gera ráð fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Lítur ráðuneytið svo á að umræddar ráðningar starfsfólks Samskiptamiðstöðvarinnar samrýmist lögum. Áhersla á að svara samdægurs Fram kemur einnig í svarinu til umboðsmanns, sem og í tilkynningu ráðuneytisins, að frá því að breytt fyrirkomulag tók gildi í kringum áramót hafi starfandi réttindagæslumenn móttekið 68 erindi sem öll hafi verið sett í ferli. Áhersla sé lögð á að svara samdægurs eða við fyrsta tækifæri og þá sé öllum þeim málum sem fyrri réttindagæslumenn sinntu áður verið komið í hendur nýrra réttindagæslumanna. Fram kemur einnig að sumum erindum til réttindagæslu ljúki með leiðbeiningaskyldu eða fræðslu. Mál þar sem þjónustu er talið ábótavant eða þar sem grunur er um brot á réttindum fatlaðs fólks fá stöðu réttindagæslumáls. Slík mál voru 46 í málaskrá fyrir helgi og eru þau öll sögð í vinnslu hjá réttindagæslumönnum. Þá fylgist réttindagæslumenn einnig með málum eftir að þeim hafi verið vísað annað og voru 103 slík mál í eftirfylgd. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Stjórnsýsla Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Á dögunum sagði fréttastofa frá því að félagsmálaráðuneytið hafi trassað í marga mánuði að svara erindi umboðsmanns í tengslum við fyrirkomulag réttindagæslunnar. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa síðan gert alvarlegar athugasemdir við breytt fyrirkomulag réttindagæslunnar og framkvæmd breytingann, en um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum hennar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. Í svari ráðuneytisins við nýju erindi umboðsmanns sem fréttastofa hefur undir höndum er ítrekað að ráðstafanir ráðuneytisins séu viðbragð við ákvörðunum Alþingis. Það var Alþingi sem ákvað með lögum að leggja niður réttindagæsluna í þeirri mynd sem hún var og einnig að fresta gildistöku laga um Mannréttindastofnun Íslands sem annars á að taka við þeim verkefnum réttindagæslunnar sem ekki færast til sýslumanns. Fjögurra mánaða gat afleiðing ákvörðunar Alþingis Við ákvörðun Alþingis um að fresta lögum um Mannréttindastofnun fram á vor var áréttað af hálfu þingsins að störf réttindagæslumanna skildu engu að síður lögð niður um áramótin. Við þetta myndaðist fjögurra mánaða gat og var ráðuneytinu falið að tryggja að ekki yrði rof á þjónustu við fatlað fólk sem þarf á réttindagæslunni að halda. „Til að brúa bilið vegna frestunar Alþingis á gildistöku laganna réð félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tímabundið til starfa sérfræðinga hjá Samskiptastöðinni sem hafa þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks og menntun sem nýtist í starfi. Var það mat ráðuneytisins að slíkt fyrirkomulag yrði best til þess fallið að tryggja að þjónustan yrði samfelld og ekki yrði á henni rof,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins til umboðsmanns. Nánar er jafnframt fjallað um fyrirkomulagið í tilkynningu á vef ráðuneytisins sem birt var í síðustu viku. Meðal þess sem umboðsmaður kallaði einnig eftir svörum við er það hvernig svæðisbundinni þjónustu við skjólstæðinga réttindagæslunnar sé háttað. Ráðuneytið segir í svari sínu að þeir réttindagæslumenn sem nú starfa tímabundið sem slíkir veiti þjónustu um allt land og þeir færi starfsstöðvar sínar til ef þurfa þykir. Þá áréttar ráðuneytið jafnframt að í lögum um Mannréttindastofnun sé gert ráð fyrir að svæðisskiptin réttindagæslumanna skuli aflögð og ráðuneytið hafi unnið í samræmi við það. Ber fyrir sig tímaskort Meðal þess sem heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert athugasemdir við er ákvörðun ráðuneytisins um að ráða til sín starfsfólk frá Samskiptastöðinni, án auglýsingar, og hafa velt því upp hvernig ráðstöfunin samræmist lögum um auglýsingar starfa hjá hinu opinbera og fyrirmælum laga um þekkingu, reynslu og menntun þeirra sem gæta réttindagæslu fatlaðs fólks. Í þessu sambandi nefnir ráðuneytið í sínu svari til umboðsmanns að ein af þeim breytingum sem samþykkt laganna um Mannréttindastofnun feli í sér sé brottfall ákvæðis um að leita skuli umsagnar heildarsamtaka fatlaðs fólks í tengslum við ráðningar réttindagæslumanna. Þannig hafi það verið mat ráðuneytisins, einkum í ljósi þess að gildistöku laganna um Mannréttindastofnun hafi verið frestað með skömmum fyrirvara, að ekki hafi verið nægur tími fyrir hendi til að afla umsagnar heildarsamtaka fatlaðs fólks vegna tímabundinnar ráðningar nýrra réttindagæslumanna sem grípa þurfti til til að brúa tímabilið þar til Mannréttindastofnun tekur til starfa. „Í því sambandi var enn fremur litið til þess að ráðningum er ætlað að standa í skamman tíma, auk þess sem ráðuneytið hafði völ á sérfræðingum til stafa við réttindagæslu sem hafa bæði menntun, þekkingu og reynslu af málefnum og réttindum fatlaðs fólks líkt og lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 gera ráð fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Lítur ráðuneytið svo á að umræddar ráðningar starfsfólks Samskiptamiðstöðvarinnar samrýmist lögum. Áhersla á að svara samdægurs Fram kemur einnig í svarinu til umboðsmanns, sem og í tilkynningu ráðuneytisins, að frá því að breytt fyrirkomulag tók gildi í kringum áramót hafi starfandi réttindagæslumenn móttekið 68 erindi sem öll hafi verið sett í ferli. Áhersla sé lögð á að svara samdægurs eða við fyrsta tækifæri og þá sé öllum þeim málum sem fyrri réttindagæslumenn sinntu áður verið komið í hendur nýrra réttindagæslumanna. Fram kemur einnig að sumum erindum til réttindagæslu ljúki með leiðbeiningaskyldu eða fræðslu. Mál þar sem þjónustu er talið ábótavant eða þar sem grunur er um brot á réttindum fatlaðs fólks fá stöðu réttindagæslumáls. Slík mál voru 46 í málaskrá fyrir helgi og eru þau öll sögð í vinnslu hjá réttindagæslumönnum. Þá fylgist réttindagæslumenn einnig með málum eftir að þeim hafi verið vísað annað og voru 103 slík mál í eftirfylgd.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Stjórnsýsla Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira