Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 10:41 Alfreð Erling sagðist vera á leiðinni í Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu. Vísir/vilhelm Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira