Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 10:41 Alfreð Erling sagðist vera á leiðinni í Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn á gatnamótum Snorrabrautar og Egilsgötu. Vísir/vilhelm Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Lögreglumaðurinn bar vitni fyrir dómi í morgun. Hans hlutverk hefði verið að leita að bíl hjónanna sem hafði verði lýst eftir. Hann sagði þá hafa borið kennsl á bílinn við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og fylgt honum eftir. Það hefði verið beðið eftir aðstoð sérsveitar til að koma að handtökunni. Þegar bíll hjónanna var kyrrstæður á beygjuakrein af Snorrabraut inn á Egilsgötu bar sérsveitina að garði. Maðurinn hefði verið handtekinn og færður í bíl lögreglumannsins. Þar hefðu þeir setið hlið við hlið í aftursætinu og rætt saman. „Hann var mjög rólegur og samvinnuþýður. Hann sagðist hafa verið á leiðinni að Hallgrímskirkju. Sagðist vera að fara að vinna eitthvað verk fyrir guð eða djöfulinn,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann hefði ætlað að kveikja á krossi fyrir framan Hallgrímskirkju. Lögreglumaðurinn sagðist hafa tekið eftir storknuðum blóðdropum á skóm Alfreðs og neðst á buxnaskálminni. Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins svo samtal þeirra er til á upptöku. Lögreglumaðurinn lýsti því að Alfreð hefði verið áfram samvinnuþýður á leiðinni á lögreglustöðina og áfram þar inni. Hann hefði áfram rætt furðulega hluti á borð við jesú, dauða og djöfulinn. Þeir hefðu aðeins talað um „anda“ inni á lögreglustöðinni og lögreglumaðurinn bent honum á að um væri að ræða eitt algengasta orðið í íslensku, sem viðbót við hin ýmsu orð á borð við stand-andi og sitj-andi.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira