Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 18:33 Úr safni frá fundi deiluaðila með ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að verkfall Kennarasambandsins í Snæfellsbæ sé ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Kennarasambandið þurfi að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. „Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.“ Verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitenda Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands, en þau kröfðust þess að verkföllin yrðu dæmd ólögmæt. SÍS taldi að verkföllin brytu í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ákvæðinu felist að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. „Að mati Sambandsins eru verkfallsaðgerðirnar ólögmætar enda taka þær ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi sem starfa hjá sama sveitarfélagi.“ Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði einnig mál gegn Kennarasambandinu í október, en á öðrum forsendum en í þetta skipti. Þá töldu þau boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Félagsdómur dæmdi verkföllin þá lögmæt og sýknaði KÍ af kröfum SÍS. Sjá: Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Fréttin hefur verið uppfærð Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Snæfellsbær Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að verkfall Kennarasambandsins í Snæfellsbæ sé ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Kennarasambandið þurfi að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. „Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.“ Verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitenda Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands, en þau kröfðust þess að verkföllin yrðu dæmd ólögmæt. SÍS taldi að verkföllin brytu í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ákvæðinu felist að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. „Að mati Sambandsins eru verkfallsaðgerðirnar ólögmætar enda taka þær ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi sem starfa hjá sama sveitarfélagi.“ Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði einnig mál gegn Kennarasambandinu í október, en á öðrum forsendum en í þetta skipti. Þá töldu þau boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð lægi fyrir í kjaradeilunni. Félagsdómur dæmdi verkföllin þá lögmæt og sýknaði KÍ af kröfum SÍS. Sjá: Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Fréttin hefur verið uppfærð
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Snæfellsbær Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira