Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 12:41 Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. Á borgarstjórnarfundi á þriðjudag var rætt um málefni Reykjavíkurflugvallar og studdi Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnuuppbyggingu við flugvöllinn í Vatnsmýri. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á fundi borgarstjórnar á þriðjudag og gagnrýnt málflutning Framsóknar á hliðarfundi með oddvitum meirihlutans. Einar hefur ekki gefið kost á viðtali en sagði í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylking hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni borgarstjórnarfundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi. Hann segir undarlegt að oddvitar í meirihlutanum tali um að það hafi ekki verið neinn mælanlegur ágreiningur og að ákvörðun Framsóknar hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Upplifði taugaveiklun hjá samstarfsflokkum „Við höfum þurft að sitja undir ræðum borgarfulltrúa þessara flokka sem fjalla að fullkomnu ábyrgðarleysi um flugvöllinn, og um sjúkraflug, og það er dálítið hlegið að því ef einhver styður flugvöllinn. Ég kann bara ekki við svona pólitík. Við erum höfuðborg Íslands og berum ábyrgð gagnvart landsmönnum,“ sagði Einar jafnframt í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við fórum og sögðum okkar skoðun og þá brast mikil taugaveiklun í samstarfsflokkana okkar. Samfylkingin kallaði eftir fundarhléi sem var dramatískur fundur, á meðan aðrir flokkar biðu. Á þeim fundi vorum við sökuð um það að fara í árás gegn Samfylkingu og þarna er fyrst fært í orð að það séu slit á meirihlutasamstarfinu vegna þess hvernig Framsókn gekk fram og hagaði sínum málflutningi og vildi bóka um það,“ bætti Einar við. „Ég var sakaður um það tala ekki fyrir stefnu meirihlutans og þetta væri árás á Samfylkinguna. Það bara rann bara upp fyrir borgarstjórnarhópi Framsóknar að núna væri oddvitahópurinn þannig skipaður að við myndum ekki komast áfram með neitt af þeim málum sem við viljum komast fram með.“ Gaf lítið fyrir orðróm um viðræður til vinstri Eftir fundinn á þriðjudag hafi það verið mat borgarfulltrúa Framsóknar að þau kæmust ekki lengra í þessu samstarfi og þyrftu að standa á sinni sannfæringu. Í viðtalinu í Sprengisandi minnist Einar á að orðrómur hafi verið uppi um að Samfylkingin hafi viljað mynda nýjan meirihluta í borginni til vinstri áður en hann hafi slitið samstarfinu á föstudag. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík sagði það rangt í samtali við fréttastofu í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða slíka meirihlutamyndun. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það,“ sagði Líf. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hefur rætt við aðra oddvita og segir alla reyna að finna leið að nýjum meirihluta. 8. febrúar 2025 09:55 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi á þriðjudag var rætt um málefni Reykjavíkurflugvallar og studdi Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknar tillögu Sjálfstæðisflokksins um atvinnuuppbyggingu við flugvöllinn í Vatnsmýri. Einar sagði í Sprengisandi í dag að Samfylkingin hafi óskað eftir hléi á fundi borgarstjórnar á þriðjudag og gagnrýnt málflutning Framsóknar á hliðarfundi með oddvitum meirihlutans. Einar hefur ekki gefið kost á viðtali en sagði í samtali við fréttastofu að á umræddum fundi hafi Samfylking hótað meirihlutaslitum ef Framsókn legði fram bókun um málefni borgarstjórnarfundarins. Orðið slit hafi þannig fyrst komið upp í umræddu fundarhléi. Hann segir undarlegt að oddvitar í meirihlutanum tali um að það hafi ekki verið neinn mælanlegur ágreiningur og að ákvörðun Framsóknar hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Upplifði taugaveiklun hjá samstarfsflokkum „Við höfum þurft að sitja undir ræðum borgarfulltrúa þessara flokka sem fjalla að fullkomnu ábyrgðarleysi um flugvöllinn, og um sjúkraflug, og það er dálítið hlegið að því ef einhver styður flugvöllinn. Ég kann bara ekki við svona pólitík. Við erum höfuðborg Íslands og berum ábyrgð gagnvart landsmönnum,“ sagði Einar jafnframt í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við fórum og sögðum okkar skoðun og þá brast mikil taugaveiklun í samstarfsflokkana okkar. Samfylkingin kallaði eftir fundarhléi sem var dramatískur fundur, á meðan aðrir flokkar biðu. Á þeim fundi vorum við sökuð um það að fara í árás gegn Samfylkingu og þarna er fyrst fært í orð að það séu slit á meirihlutasamstarfinu vegna þess hvernig Framsókn gekk fram og hagaði sínum málflutningi og vildi bóka um það,“ bætti Einar við. „Ég var sakaður um það tala ekki fyrir stefnu meirihlutans og þetta væri árás á Samfylkinguna. Það bara rann bara upp fyrir borgarstjórnarhópi Framsóknar að núna væri oddvitahópurinn þannig skipaður að við myndum ekki komast áfram með neitt af þeim málum sem við viljum komast fram með.“ Gaf lítið fyrir orðróm um viðræður til vinstri Eftir fundinn á þriðjudag hafi það verið mat borgarfulltrúa Framsóknar að þau kæmust ekki lengra í þessu samstarfi og þyrftu að standa á sinni sannfæringu. Í viðtalinu í Sprengisandi minnist Einar á að orðrómur hafi verið uppi um að Samfylkingin hafi viljað mynda nýjan meirihluta í borginni til vinstri áður en hann hafi slitið samstarfinu á föstudag. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík sagði það rangt í samtali við fréttastofu í gær að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar hafi verið að skoða slíka meirihlutamyndun. „Þetta er úr einhverjum slúðurdálki í Viðskiptablaðinu og er rangt. Heiða getur ekki myndað meirihluta til vinstri nema að tala við mig eða Sósíalista og hún hefur ekki gert það,“ sagði Líf. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08 Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hefur rætt við aðra oddvita og segir alla reyna að finna leið að nýjum meirihluta. 8. febrúar 2025 09:55 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig „Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“ 9. febrúar 2025 11:08
Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún hefur rætt við aðra oddvita og segir alla reyna að finna leið að nýjum meirihluta. 8. febrúar 2025 09:55