Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 09:02 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Guðlaugur Victor var leikmaður Liverpool. Hann mætir fyrrum félagi sínu í dag. Vísir/Samsett Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira