Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 09:02 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Guðlaugur Victor var leikmaður Liverpool. Hann mætir fyrrum félagi sínu í dag. Vísir/Samsett Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Sjá meira
Guðlaugur hefur leikið með Plymouth síðan í sumar en liðið lagði Hákon Rafn Valdimarsson og félaga í Brentford til að komast áfram í fjórðu umferð bikarsins. Liðið dróst gegn Liverpool og spennan töluverð. Fjölskylda Guðlaugs mun mæta á Home Park í dag. „Það er meiri spenna. Menn eru að biðja um fleiri miða, fjölskylda og vinir eru öll að koma. Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þjálfarinn segir okkur að njóta en leikurinn á miðvikudaginn við Millwall sé mikilvægari. Hann er bara að hugsa um deildina,“ segir Guðlaugur í samtali við Stöð 2 og vísar þar til Bosníumannsins Miron Muslic sem er þjálfari Plymouth. „Það sem gerist mun gerast í bikarnum. Liverpool mun örugglega ekki mæta með sitt sterkasta lið, spiluðu við Tottenham á fimmtudaginn og mæta Everton á miðvikudaginn. En þeir munu auðvitað samt koma með lið sem er geggjað og þetta verður ótrúlega erfitt,“ „Við erum búnir að undirbúa okkur vel og auðvitað viljum við vinna en við þurfum að njóta þess líka að spila á móti besta liði í heimi. Ég held þetta sé meiri tilhlökkun en eitthvað annað,“ segir Guðlaugur Victor. Var fyrirliði fram yfir Gerrard Leikurinn er sérstakur fyrir Guðlaug sjálfan enda var hann á mála hjá Liverpool sem ungur leikmaður fyrir rúmum 15 árum. Ein minning stendur upp úr á tíma hans í Bítlaborginni. Guðlaugur ásamt Steven Gerrard fyrir um 15 árum síðan.Úr einkasafni „Ég held skemmtilegasta minningin mín haafi verið þegar við spiluðum æfingaleik á móti Tranmere Rovers og Steven Gerrard spilaði með okkur í varaliðinu. Við vorum saman á miðjunni og ég var fyrirliði. Fyrir leikinn var ég svo stressaður að ég varð að spyrja hann: „Er í lagi að ég sé fyrirliði?“ Hann sagði bara „Já, já,“ „Við spiluðum einhverjar sextíu mínútur saman á miðjunni. Ég held að það sé skemmtilegasta minningin,“ segir Guðlaugur Victor. Plymouth og Liverpool mætast klukkan 15:00 í dag og leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Sjá meira