Innlent

Á­kvörðun Einars eins og þruma úr heið­skíru lofti

Lovísa Arnardóttir skrifar
Heiða Björg segir ákvörðun Einars vonbrigði. 
Heiða Björg segir ákvörðun Einars vonbrigði.  Vísir/Arnar

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokks koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hún segir ákvörðunina algjörlega einhliða og mikil vonbrigði. 

„Ekkert í samstarfinu gaf tilefni til þessa, engar kröfur eða samtöl hafa farið fram innan meirihlutans um mikilvægi þess að breyta um kúrs fram að þessu. Ákvörðun Einars er vonbrigði enda var meirihlutasamstarfið farsælt og mörg mikilvæg verkefni í fullum gangi þar sem við vinnum að heilum hug fyrir hag borgarbúa. Óvissa um stefnu og rekstur Reykjavíkurborgar er hættuspil sem og kúvendingar í mikilvægum málaflokkum þegar svo langt er liðið á kjörtímabilið,“ segir Heiða Björg í tilkynningu á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu.

Einar kallaði oddvita á fund í gærkvöldi og tilkynnti að hann ætlaði að slíta samstarfi. Fram kom í fréttum í gær að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksing og Viðreisn hafi hafið meirihlutaviðræður. Ekki liggur fyrir hvar eða hvenær verður fundað í dag en formlegar viðræður eru hafnar. 

Heiða Björg segist ekki trúa því að meirihluti borgarfulltrúa muni blessa þessa „hönnuðu atburðarás sem nú er hafin og virðist hafa það helst að markmiði að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný.“

Hún segir borgarfulltrúa Samfylkingarinnar halda sínu striki. „Borgin okkar á betra skilið,“ segir hún að lokum.


Tengdar fréttir

„Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“

Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og  ekki „um einhvern helvítis flugvöll.“

Ekkert breyst nema fylgi flokkanna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“

Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×