Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2025 21:31 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, á fundinum í gær um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Flugmálafélag Íslands Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. Þótt borgin hafi eignast landið fyrir tólf árum hafa ráðamenn flugvallarins lengi tregðast við að færa flugvallargirðinguna sem er forsenda þess að borgin geti byrjað að byggja. Á fundi Flugmálafélags Íslands í gær um framtíð flugvallarins sýndi Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, myndband af staðsetningu hins fyrirhugaða hverfis skammt frá brautamótum flugbrautanna. Íbúðahverfið er nefnt Nýi Skerjafjörður og sést ofarlega til vinstri.Isavia innanlands „Þarna er verið að byggja bara á krossinum. Allir þessir íbúar, sem þarna munu búa, munu verða fyrir áhrifum frá báðum flugbrautum,“ sagði Sigrún Björk. Hún sagði að girðing hverfisins yrði 167 metra frá miðlínu flugbrautar og taldi lækkun húsa eða breytta hönnun litlu breyta. Fyrirhugað íbúðahverfi séð úr suðri.Isavia innanlands „Þetta er ekki að ganga. Hollenska geimferðastofnunin, sem rýndi þetta verkefni fyrir skýrsluna hjá Eyjólfi Árna (Rafnssyni – innskot Vísis), hún sagði að þetta yrði aldrei leyft í Hollandi. Það yrði aldrei leyft að staðsetja íbúðir - þarna eru fyrstukaupa íbúðir, þetta eru lítil börn, jafnvel öldrunarheimili - það yrði aldrei leyft að staðsetja þetta þarna. Því meira sem ég skoða þetta verkefni, og því meira sem við getum sett þetta fram svona, þeim mun galnara er þetta. Ég verð bara að vera algerlega heiðarleg með það,“ sagði Sigrún Björk. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í viðtali við Stöð 2 á Loftleiðahótelinu í gær, sólarhring áður en hann sleit borgarstjórnarmeirhlutanum.Bjarni Einarsson Fréttastofa spurði Einar Þorsteinsson borgarstjóra á Loftleiðahótelinu síðdegis í gær í ljósi orða Sigrúnar hvort borgin ætlaði að knýja þetta fram: „Þetta er í deiliskipulagi. Það þarf ekki að koma á óvart að Sigrún Björk hafi skoðanir á því.“ -En mun borgin þrýsta á það að fá landið svo hægt sé að hefja þar uppbyggingu íbúðahverfis? Flugvallarlandið umdeilda í Skerjafirði.KMU „Það liggur fyrir að borgin á þetta land og um það var gerður samningur. Þannig að það er í sjálfu sér bara formsatriði,“ svaraði Einar en tók fram að fyrst þyrfti að hreinsa jarðveg á svæðinu og að uppbygging væri ekki handan við hornið. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra handsala samninginn um sölu flugvallarlandsins frá ríki til borgar árið 2013.Reykjavíkurborg „Mér finnst mikilvægt að hraða allri húsnæðisuppbyggingu og þarna er deiliskipulagt hverfi sem myndi styðja við húsnæðisuppbygginguna. En ég skal alveg viðurkenna það að ég hef smááhyggjur af stöðu flugvallarins,“ sagði borgarstjóri í viðtali sem tekið var í gær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Þótt borgin hafi eignast landið fyrir tólf árum hafa ráðamenn flugvallarins lengi tregðast við að færa flugvallargirðinguna sem er forsenda þess að borgin geti byrjað að byggja. Á fundi Flugmálafélags Íslands í gær um framtíð flugvallarins sýndi Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, myndband af staðsetningu hins fyrirhugaða hverfis skammt frá brautamótum flugbrautanna. Íbúðahverfið er nefnt Nýi Skerjafjörður og sést ofarlega til vinstri.Isavia innanlands „Þarna er verið að byggja bara á krossinum. Allir þessir íbúar, sem þarna munu búa, munu verða fyrir áhrifum frá báðum flugbrautum,“ sagði Sigrún Björk. Hún sagði að girðing hverfisins yrði 167 metra frá miðlínu flugbrautar og taldi lækkun húsa eða breytta hönnun litlu breyta. Fyrirhugað íbúðahverfi séð úr suðri.Isavia innanlands „Þetta er ekki að ganga. Hollenska geimferðastofnunin, sem rýndi þetta verkefni fyrir skýrsluna hjá Eyjólfi Árna (Rafnssyni – innskot Vísis), hún sagði að þetta yrði aldrei leyft í Hollandi. Það yrði aldrei leyft að staðsetja íbúðir - þarna eru fyrstukaupa íbúðir, þetta eru lítil börn, jafnvel öldrunarheimili - það yrði aldrei leyft að staðsetja þetta þarna. Því meira sem ég skoða þetta verkefni, og því meira sem við getum sett þetta fram svona, þeim mun galnara er þetta. Ég verð bara að vera algerlega heiðarleg með það,“ sagði Sigrún Björk. Einar Þorsteinsson borgarstjóri í viðtali við Stöð 2 á Loftleiðahótelinu í gær, sólarhring áður en hann sleit borgarstjórnarmeirhlutanum.Bjarni Einarsson Fréttastofa spurði Einar Þorsteinsson borgarstjóra á Loftleiðahótelinu síðdegis í gær í ljósi orða Sigrúnar hvort borgin ætlaði að knýja þetta fram: „Þetta er í deiliskipulagi. Það þarf ekki að koma á óvart að Sigrún Björk hafi skoðanir á því.“ -En mun borgin þrýsta á það að fá landið svo hægt sé að hefja þar uppbyggingu íbúðahverfis? Flugvallarlandið umdeilda í Skerjafirði.KMU „Það liggur fyrir að borgin á þetta land og um það var gerður samningur. Þannig að það er í sjálfu sér bara formsatriði,“ svaraði Einar en tók fram að fyrst þyrfti að hreinsa jarðveg á svæðinu og að uppbygging væri ekki handan við hornið. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra handsala samninginn um sölu flugvallarlandsins frá ríki til borgar árið 2013.Reykjavíkurborg „Mér finnst mikilvægt að hraða allri húsnæðisuppbyggingu og þarna er deiliskipulagt hverfi sem myndi styðja við húsnæðisuppbygginguna. En ég skal alveg viðurkenna það að ég hef smááhyggjur af stöðu flugvallarins,“ sagði borgarstjóri í viðtali sem tekið var í gær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03