„Félagið setur mig í skítastöðu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2025 15:09 Arnór í leik með Blackburn Vísir/Getty Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knattspyrnuvöllinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leikmannahóp Blackburn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félagsskiptaglugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu. „Þetta kom mér virkilega á óvart,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“ Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra? „Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðarlegt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fagmaður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja.“ Það er ekkert í aðdragandanum sem að kveikti á einhverjum perum varðandi þetta? „Nei eiginlega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráðamenn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um umspilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið.“ Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á framhaldið næstu daga og vikur? Er einhver möguleiki fyrir þig að færa þig um set? „Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálfstraustið í líkamann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Einbeiting mín fer á þetta mars verkefni hjá landsliðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglulega og kominn með sjálfstraust í að geta spilað fótbolta aftur. Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“ Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum. Enski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knattspyrnuvöllinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leikmannahóp Blackburn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félagsskiptaglugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu. „Þetta kom mér virkilega á óvart,“ segir Arnór í samtali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrifstofu og mér tilkynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“ Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra? „Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðarlegt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fagmaður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félagskiptaglugginn lokar og tilkynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögulega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tímabilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endursemja.“ Það er ekkert í aðdragandanum sem að kveikti á einhverjum perum varðandi þetta? „Nei eiginlega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráðamenn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um umspilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfumuninn. En svo fær maður þetta í andlitið.“ Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á framhaldið næstu daga og vikur? Er einhver möguleiki fyrir þig að færa þig um set? „Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálfstraustið í líkamann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Einbeiting mín fer á þetta mars verkefni hjá landsliðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglulega og kominn með sjálfstraust í að geta spilað fótbolta aftur. Það eru einhverjir félagsskiptagluggar opnir en það er bara eitthvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“ Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira