Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 14:44 Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ástandið í Goma í Austur-Kongó er verulega slæmt eftir að borgin féll á dögunum í hendur uppreisnarmanna en þar hafa tugir þúsunda barna búið á götum borgarinnar. Kynferðisofbeldi er algengt en konur og kannski sérstaklega börn eru gífurlega berskjölduð fyrir því. Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, hefur ferðast mikið til Goma, þar sem Barnaheill hafa frá 2022 og í samvinnu við Save the Children unnið að því að koma heimilislausum börnum til aðstoðar. Kolbrún segir að í fyrra hafi Save the Children áætlað að um 22 þúsund börn hafi búið á götunni í Goma. Síðan þá er talið að um 120 þúsund börn hafi flúið heimili sín vegna átaka á svæðinu og þar af flúðu mörg þeirra til Goma, þar sem öryggisástandið hafði lengi verið betra en annars staðar í héraðinu. Um tvær milljónir manna hafa búið í Goma en talið er að um milljón til viðbótar hafi flúið þangað á undanförnum mánuðum. Af þessum þremur milljónum er talið að rúmur helmingur séu á barnsaldri, samkvæmt Save the children. Borgin féll þó í hendur uppreisnarmanna M23, sem njóta stuðnings hers Rúanda, í lok janúar. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir stefnt til suðurs, í átt að borginni Bukavo, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Save the Children eru einnig með viðveru í því héraði, sunnar nærri landamærum Búrúndí. Her Búrúndí hefur sent liðsauka yfir landamærin, her Austur-Kongó til stuðnings. Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Reyna að koma fótum undir götubörn Eins og áður segir er mikið af götubörnum í Goma en þar hafa Barnaheill og Save the Children unnið að því að finna börn og reyna að finna fjölskyldur þeirra eða ættingja í Goma og sameina þau. Einnig snýr vinnan að því að koma þeim á skólabekk eða í starfsnám. „Þetta er tvítækt markmið,“ segir Kolbrún. „Að sameina þau við fjölskyldur sínar eða finna þeim skjól og hitt er að mennta þau og koma undir þau fótum.“ Kolbrún segir öllum leiðum frá Goma hafa verið lokað en borgin liggur á landamærum Austur-Kongó og Rúanda. Mikill friður hafi lengi ríkt Rúandamegin á meðan ástandið Kongómegin sé mun verra. Kolbrún var í borginni í apríl og fór þá yfir landamærin til Rúanda. „Þetta var eins og svart og hvítt.“ Erfitt að lýsa ástandinu svo fólk skilji Ekkert samband hefur náðst við starfsfólk Barnaheilla í borginni undanfarna daga en sprengja féll nærri skrifstofu samtakanna í síðustu viku og olli þar tjóni. „Ég er búin að senda fyrirspurn um stöðuna en það er ekki hægt að ná í neinn,“ segir Kolbrún. „Þau eru væntanlega bara á ferðinni og að reyna að halda lífi.“ Það sama er upp á teningnum varðandi börnin sem starfsmenn samtakanna hafa verið að aðstoða. Engar fregnir hafa borist af þeim. Hún sendi einnig fyrirspurn til útibúsins í Suður-Kivu en þar ríkir einnig töluverð óreiða vegna framsóknar M23. Þegar Kolbrún ferðaðist til Goma í fyrra segir hún að ástandið hafi verið hræðilegt. „Ég ferðast mjög mikið og sérstaklega um Afríku og þó ég lesi skýrslur um ástandið, var allt annað að koma þangað og sjá ástandið,“ segir hún. „Það er ekki hægt að lýsa þessu eða koma þessu í orð svo fólk skilji það raunverulega.“ Rætt var við Kolbrúnu um ástandið í Goma og götubörnin í Ísland í dag síðasta sumar. Ellefu ára stúlkur með eigin börn á götunni Eins og áður segir er kynferðisofbeldi á svæðinu algengt. Fregnir bárust af því í vikunni að hundruðum kvenfanga hefði verið nauðgað og þær brenndar lifandi í fangelsi í Goma þegar borgin féll í hendur uppreisnarmanna M23. Einn yfirmanna friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sagði í samtali við blaðamenn að nokkur hundruð konur hefðu verið í fangelsinu. Þeim hefði öllum verið nauðgað og í kjölfarið hafi þær dáið þegar kveikt var í fangelsinu. Kolbrún segir mikla þörf á því að aðstoða ungar stúlkur á götum Goma. Margar séu sjálfar orðnar mæður. „Þarna eru komnar tvær kynslóðir af götubörnum. Ellefu til tólf ára stúlkur með eigin börn á götunni,“ segir hún. „Konur og börn eru ótrúlega útsett fyrir kynferðisofbeldi. Það er engin miskunn.“ Austur-Kongó Hernaður Kynferðisofbeldi Rúanda Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Sjá meira
Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, hefur ferðast mikið til Goma, þar sem Barnaheill hafa frá 2022 og í samvinnu við Save the Children unnið að því að koma heimilislausum börnum til aðstoðar. Kolbrún segir að í fyrra hafi Save the Children áætlað að um 22 þúsund börn hafi búið á götunni í Goma. Síðan þá er talið að um 120 þúsund börn hafi flúið heimili sín vegna átaka á svæðinu og þar af flúðu mörg þeirra til Goma, þar sem öryggisástandið hafði lengi verið betra en annars staðar í héraðinu. Um tvær milljónir manna hafa búið í Goma en talið er að um milljón til viðbótar hafi flúið þangað á undanförnum mánuðum. Af þessum þremur milljónum er talið að rúmur helmingur séu á barnsaldri, samkvæmt Save the children. Borgin féll þó í hendur uppreisnarmanna M23, sem njóta stuðnings hers Rúanda, í lok janúar. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir stefnt til suðurs, í átt að borginni Bukavo, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Save the Children eru einnig með viðveru í því héraði, sunnar nærri landamærum Búrúndí. Her Búrúndí hefur sent liðsauka yfir landamærin, her Austur-Kongó til stuðnings. Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Reyna að koma fótum undir götubörn Eins og áður segir er mikið af götubörnum í Goma en þar hafa Barnaheill og Save the Children unnið að því að finna börn og reyna að finna fjölskyldur þeirra eða ættingja í Goma og sameina þau. Einnig snýr vinnan að því að koma þeim á skólabekk eða í starfsnám. „Þetta er tvítækt markmið,“ segir Kolbrún. „Að sameina þau við fjölskyldur sínar eða finna þeim skjól og hitt er að mennta þau og koma undir þau fótum.“ Kolbrún segir öllum leiðum frá Goma hafa verið lokað en borgin liggur á landamærum Austur-Kongó og Rúanda. Mikill friður hafi lengi ríkt Rúandamegin á meðan ástandið Kongómegin sé mun verra. Kolbrún var í borginni í apríl og fór þá yfir landamærin til Rúanda. „Þetta var eins og svart og hvítt.“ Erfitt að lýsa ástandinu svo fólk skilji Ekkert samband hefur náðst við starfsfólk Barnaheilla í borginni undanfarna daga en sprengja féll nærri skrifstofu samtakanna í síðustu viku og olli þar tjóni. „Ég er búin að senda fyrirspurn um stöðuna en það er ekki hægt að ná í neinn,“ segir Kolbrún. „Þau eru væntanlega bara á ferðinni og að reyna að halda lífi.“ Það sama er upp á teningnum varðandi börnin sem starfsmenn samtakanna hafa verið að aðstoða. Engar fregnir hafa borist af þeim. Hún sendi einnig fyrirspurn til útibúsins í Suður-Kivu en þar ríkir einnig töluverð óreiða vegna framsóknar M23. Þegar Kolbrún ferðaðist til Goma í fyrra segir hún að ástandið hafi verið hræðilegt. „Ég ferðast mjög mikið og sérstaklega um Afríku og þó ég lesi skýrslur um ástandið, var allt annað að koma þangað og sjá ástandið,“ segir hún. „Það er ekki hægt að lýsa þessu eða koma þessu í orð svo fólk skilji það raunverulega.“ Rætt var við Kolbrúnu um ástandið í Goma og götubörnin í Ísland í dag síðasta sumar. Ellefu ára stúlkur með eigin börn á götunni Eins og áður segir er kynferðisofbeldi á svæðinu algengt. Fregnir bárust af því í vikunni að hundruðum kvenfanga hefði verið nauðgað og þær brenndar lifandi í fangelsi í Goma þegar borgin féll í hendur uppreisnarmanna M23. Einn yfirmanna friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sagði í samtali við blaðamenn að nokkur hundruð konur hefðu verið í fangelsinu. Þeim hefði öllum verið nauðgað og í kjölfarið hafi þær dáið þegar kveikt var í fangelsinu. Kolbrún segir mikla þörf á því að aðstoða ungar stúlkur á götum Goma. Margar séu sjálfar orðnar mæður. „Þarna eru komnar tvær kynslóðir af götubörnum. Ellefu til tólf ára stúlkur með eigin börn á götunni,“ segir hún. „Konur og börn eru ótrúlega útsett fyrir kynferðisofbeldi. Það er engin miskunn.“
Austur-Kongó Hernaður Kynferðisofbeldi Rúanda Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Sjá meira