Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 09:52 Russell Vought, yfirmaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins og einn aðalhöfunda Project 2025. AP/Jacquelyn Martin Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum í öldungadeildinni, 53-47. AP fréttaveitan segir þingmenn Demókrataflokksins hafa reynt að tjá sig um tilnefningu Vought á þingfundi í gær en Repúblikaninn Ashley Moody, sem stýrði þingfundi, hafi komið í veg fyrir það. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram höfðu Demókratar gert það sem þeir gátu til að tefja hana með því að halda ræður allan daginn og fyrrinótt þar sem þeir vöruðu við því að Vought væri mögulega „hættulegasti“ maðurinn sem Trump hefði tilnefnt í embætti. Hefur fylgt Project 2025 fyrstu vikurnar Project 2025 er í raun áherslulisti og leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps sem skrifaður var fyrir samtökin Heritage Foundation. Project 2025 hefur verið lýst sem óskalista öfgafullra, kristinna íhaldsmanna og vakti mikla athygli í aðdraganda forsetakosninganna. Að miklu leyti snýst leiðarvísirinn að því að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Sjá einnig: Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Í ræðu sem Vought flutti árið 2023 sagði hann til að mynda að „við viljum taka embættismenn á taugum.“ Hann sagði embættismenn eiga að vilja ekki mæta í vinnuna á morgnanna vegna þess að litið væri á þá sem óvini bandarísku þjóðarinnar. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Vought hefur einnig talað ítrekað fyrir því að kristin trú eigi að spila mun stærri rullu innan stjórnsýslu Bandaríkjanna. Í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra staðhæfði Trump ítrekað að hann tengdist Project 2025 ekki á nokkurn hátt. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn hans framfylgt línunum sem þar eru lagðar að miklu leyti, frá því hann tók við embætti forseta fyrir tveimur og hálfri viku síðan. Trump skrifaði í gær undir forsetatilskipun um að stofna sérstaka starfsnefnd til að berjast gegn fordómum í garð kristni innan hins opinbera kerfis Bandaríkjanna. Þá sagðist hann ætla að stofna sérstaka skrifstofu um trúfrelsi í Hvíta húsinu. „Fáum trúna til að snúa aftur, færum guð aftur í líf okkar,“ sagði Trump á viðburði í Washington D.C. í gær. Taugakerfi Hvíta hússins Fjárlagaskrifstofa forsetaembættisins, eða Office of management and budget (OMB), er mjög áhrifamikil, þó lítið fari fyrir henni. Hún er sérstaklega mikilvæg þegar kemur að því að framfylgja vilja forsetans og er henni lýst af AP sem taugakerfi Hvíta hússins. Vought sjálfur hefur lýst embættinu sem hann situr í sem „flugumferðarstjóra“ forseta Bandaríkjanna og sagt það eiga að vera það valdamikið að hann geti komið vilja sínum yfir opinberar stofnanir ríkisins. Þar var þetta embætti sem sendi út umdeilt minnisblað á dögunum sem fjallaði um að stöðva allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum og leiddi til gífurlegrar óreiðu þar til það var dregið til baka innan við tveimur sólarhringum síðar. Sjá einnig: Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Vought hefur einnig sagt að forsetar Bandaríkjanna eigi að geta stöðvað fjárútlát sem þingið samþykkir, sem Trump hefur ítrekað gert frá því hann tók við embætti. Líklegt þykir að á næstunni muni Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að segja til um hvort Trump hafi heimild til þess. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06 Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum í öldungadeildinni, 53-47. AP fréttaveitan segir þingmenn Demókrataflokksins hafa reynt að tjá sig um tilnefningu Vought á þingfundi í gær en Repúblikaninn Ashley Moody, sem stýrði þingfundi, hafi komið í veg fyrir það. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram höfðu Demókratar gert það sem þeir gátu til að tefja hana með því að halda ræður allan daginn og fyrrinótt þar sem þeir vöruðu við því að Vought væri mögulega „hættulegasti“ maðurinn sem Trump hefði tilnefnt í embætti. Hefur fylgt Project 2025 fyrstu vikurnar Project 2025 er í raun áherslulisti og leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps sem skrifaður var fyrir samtökin Heritage Foundation. Project 2025 hefur verið lýst sem óskalista öfgafullra, kristinna íhaldsmanna og vakti mikla athygli í aðdraganda forsetakosninganna. Að miklu leyti snýst leiðarvísirinn að því að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Sjá einnig: Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Í ræðu sem Vought flutti árið 2023 sagði hann til að mynda að „við viljum taka embættismenn á taugum.“ Hann sagði embættismenn eiga að vilja ekki mæta í vinnuna á morgnanna vegna þess að litið væri á þá sem óvini bandarísku þjóðarinnar. Sjá einnig: Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Vought hefur einnig talað ítrekað fyrir því að kristin trú eigi að spila mun stærri rullu innan stjórnsýslu Bandaríkjanna. Í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra staðhæfði Trump ítrekað að hann tengdist Project 2025 ekki á nokkurn hátt. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn hans framfylgt línunum sem þar eru lagðar að miklu leyti, frá því hann tók við embætti forseta fyrir tveimur og hálfri viku síðan. Trump skrifaði í gær undir forsetatilskipun um að stofna sérstaka starfsnefnd til að berjast gegn fordómum í garð kristni innan hins opinbera kerfis Bandaríkjanna. Þá sagðist hann ætla að stofna sérstaka skrifstofu um trúfrelsi í Hvíta húsinu. „Fáum trúna til að snúa aftur, færum guð aftur í líf okkar,“ sagði Trump á viðburði í Washington D.C. í gær. Taugakerfi Hvíta hússins Fjárlagaskrifstofa forsetaembættisins, eða Office of management and budget (OMB), er mjög áhrifamikil, þó lítið fari fyrir henni. Hún er sérstaklega mikilvæg þegar kemur að því að framfylgja vilja forsetans og er henni lýst af AP sem taugakerfi Hvíta hússins. Vought sjálfur hefur lýst embættinu sem hann situr í sem „flugumferðarstjóra“ forseta Bandaríkjanna og sagt það eiga að vera það valdamikið að hann geti komið vilja sínum yfir opinberar stofnanir ríkisins. Þar var þetta embætti sem sendi út umdeilt minnisblað á dögunum sem fjallaði um að stöðva allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum og leiddi til gífurlegrar óreiðu þar til það var dregið til baka innan við tveimur sólarhringum síðar. Sjá einnig: Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Vought hefur einnig sagt að forsetar Bandaríkjanna eigi að geta stöðvað fjárútlát sem þingið samþykkir, sem Trump hefur ítrekað gert frá því hann tók við embætti. Líklegt þykir að á næstunni muni Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að segja til um hvort Trump hafi heimild til þess.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06 Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00
Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. 7. febrúar 2025 06:54
Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06
Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01