Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 09:30 Sessegnon-tvíburarnir ólust upp hjá Fulham en núna spilar Steven með Wigan. Twitter Það verður tvíburaslagur í elstu fótboltakeppni heims, ensku bikarkeppninni, á morgun þegar Wigan og Fulham mætast í fjórðu umferð keppninnar. Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup Enski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup
Enski boltinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn