Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 09:30 Sessegnon-tvíburarnir ólust upp hjá Fulham en núna spilar Steven með Wigan. Twitter Það verður tvíburaslagur í elstu fótboltakeppni heims, ensku bikarkeppninni, á morgun þegar Wigan og Fulham mætast í fjórðu umferð keppninnar. Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira
Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup
Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira