Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 09:30 Sessegnon-tvíburarnir ólust upp hjá Fulham en núna spilar Steven með Wigan. Twitter Það verður tvíburaslagur í elstu fótboltakeppni heims, ensku bikarkeppninni, á morgun þegar Wigan og Fulham mætast í fjórðu umferð keppninnar. Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira