Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Aron Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2025 09:27 Þjálfaraleit HSÍ á sínum tíma var til umræðu í framlengingunni á RÚV þar sem að nýafstaðið heimsmeistaramótið í handbolta var gert upp Vísir/Samsett mynd Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar. Það vakti athygli á sínum tíma hversu harðorður Dagur var í garð HSÍ eftir að hafa rætt við forráðamenn sambandsins um stöðu landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins en þjálfaraleit stóð þá yfir eftir að samstarfinu við Guðmund Þórð Guðmundsson lauk: „Ég skil alveg að Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin. Maður hefur eiginlega áhyggjur af stöðunni þarna,“ sagði Dagur í samtali við Vísi á þeim tíma árið 2023 og lýsti því hvernig hann hafði fundað með forráðamönnum HSÍ á kaffihúsi en síðan hafi ekkert heyrst frá þeim í fimm vikur: „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma,“ bætti Dagur við á sínum tíma.“ „Hægt að setja það alveg feitt á HSÍ“ Umræða um akkúrat þetta spratt upp í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta var gert upp hjá íslenska landsliðinu. Helga Margrét Höskuldsdóttir stýrði þættinum og fyrrverandi landsliðsmennirnir Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson lögðu sitt matt á mótið þar sem Ísland fór heim eftir keppni í milliriðlum á meðan að Dagur fór með króatíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn og vann til silfurverðlauna. Ísland tapaði aðeins einum leik á mótinu. Vitað er að Dagur var opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu með núverandi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni en Dagur var á þessum tíma landsliðsþjálfari Japan. Snorri Steinn á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Króatíu í Zagreb í milliriðlum HM í handboltaVísir/Vilhelm Gunnarsson „Við tökum áhættuna þegar að við ráðum ungan þjálfara því oftast verða þeir betri þeim mun meira sem þeir hafa lent í. Snorri er rétt að stíga þessi skref sem þjálfari. Og það er okkar ákvörðun sem HSÍ, sem landslið, að taka hann,“ segir Ólafur Stefánsson. Dagur hefur gert magnaða hluti á sínum þjálfaraferli, meðal annars gert þýska landsliðið að Evrópumeisturum, unnið til verðlauna á Ólympíuleikunum og nú heimsmeistaramóti sem og unnið titla sem þjálfari félagsliða. Hann var tilbúin að taka við íslenska landsliðinu en viðræðurnar, sem voru skýrðar út hér fyrir ofan, gáfu ekki góð fyrirheit. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ bætti Ólafur við og Logi tók boltann: „Þeir hittu hann og síðan liðu fimm vikur. Hann sagði sjálfur að hann hefði áhuga á því að taka við liðinu…Hann vildi losna frá Japan, vildi taka við Íslandi en þeir vildu bara ekki fá hann. Og fólk er að spyrja mig núna hvað hafi eiginlega gengið á, af hverju var hann ekki ráðinn?“ „Eru það menn með handbolta innsýn? Þá tók Kári Kristján til máls: „Hver tekur þessar ákvarðanir? Hver er að ræða við Dag? Er það framkvæmdastjórinn og formaðurinn? Þá segi ég: Ef það eru framkvæmdastjórinn og formaðurinn, eru það menn með handbolta innsýn? Til þess að taka ákvörðun um það hvort þú ætlir að ráða þennan landsliðsþjálfara eða ekki.“ Kári segir þetta bara vera dýrt. „Við erum bara það fá, en erum samt að framleiða ótrúlegt magn af færum þjálfurum. En höfum samt ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki.“ „Nei, nei það er þannig,“ svaraði Ólafur og tók undir með Kára. Sérfræðingarnir þrír hafa hins vegar bullandi trú á Snorra Steini, núverandi landsliðsþjálfara. „Ég hef trú á Snorra,“ segir Ólafur. „Hann mun dreyma þennan leik við Króatíu núna hverja nótt. Kom með ef og hefði og allt það. Hann kemur reynslunni ríkari og fer inn í allt árið núna. Það er bæði Snorra að taka þessa punkta en einnig leikmanna að halda trúnni á að þeir séu medalíuhópur innan tveggja til þriggja ára.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Það vakti athygli á sínum tíma hversu harðorður Dagur var í garð HSÍ eftir að hafa rætt við forráðamenn sambandsins um stöðu landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins en þjálfaraleit stóð þá yfir eftir að samstarfinu við Guðmund Þórð Guðmundsson lauk: „Ég skil alveg að Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin. Maður hefur eiginlega áhyggjur af stöðunni þarna,“ sagði Dagur í samtali við Vísi á þeim tíma árið 2023 og lýsti því hvernig hann hafði fundað með forráðamönnum HSÍ á kaffihúsi en síðan hafi ekkert heyrst frá þeim í fimm vikur: „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma,“ bætti Dagur við á sínum tíma.“ „Hægt að setja það alveg feitt á HSÍ“ Umræða um akkúrat þetta spratt upp í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta var gert upp hjá íslenska landsliðinu. Helga Margrét Höskuldsdóttir stýrði þættinum og fyrrverandi landsliðsmennirnir Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson lögðu sitt matt á mótið þar sem Ísland fór heim eftir keppni í milliriðlum á meðan að Dagur fór með króatíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn og vann til silfurverðlauna. Ísland tapaði aðeins einum leik á mótinu. Vitað er að Dagur var opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu með núverandi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni en Dagur var á þessum tíma landsliðsþjálfari Japan. Snorri Steinn á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Króatíu í Zagreb í milliriðlum HM í handboltaVísir/Vilhelm Gunnarsson „Við tökum áhættuna þegar að við ráðum ungan þjálfara því oftast verða þeir betri þeim mun meira sem þeir hafa lent í. Snorri er rétt að stíga þessi skref sem þjálfari. Og það er okkar ákvörðun sem HSÍ, sem landslið, að taka hann,“ segir Ólafur Stefánsson. Dagur hefur gert magnaða hluti á sínum þjálfaraferli, meðal annars gert þýska landsliðið að Evrópumeisturum, unnið til verðlauna á Ólympíuleikunum og nú heimsmeistaramóti sem og unnið titla sem þjálfari félagsliða. Hann var tilbúin að taka við íslenska landsliðinu en viðræðurnar, sem voru skýrðar út hér fyrir ofan, gáfu ekki góð fyrirheit. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ bætti Ólafur við og Logi tók boltann: „Þeir hittu hann og síðan liðu fimm vikur. Hann sagði sjálfur að hann hefði áhuga á því að taka við liðinu…Hann vildi losna frá Japan, vildi taka við Íslandi en þeir vildu bara ekki fá hann. Og fólk er að spyrja mig núna hvað hafi eiginlega gengið á, af hverju var hann ekki ráðinn?“ „Eru það menn með handbolta innsýn? Þá tók Kári Kristján til máls: „Hver tekur þessar ákvarðanir? Hver er að ræða við Dag? Er það framkvæmdastjórinn og formaðurinn? Þá segi ég: Ef það eru framkvæmdastjórinn og formaðurinn, eru það menn með handbolta innsýn? Til þess að taka ákvörðun um það hvort þú ætlir að ráða þennan landsliðsþjálfara eða ekki.“ Kári segir þetta bara vera dýrt. „Við erum bara það fá, en erum samt að framleiða ótrúlegt magn af færum þjálfurum. En höfum samt ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki.“ „Nei, nei það er þannig,“ svaraði Ólafur og tók undir með Kára. Sérfræðingarnir þrír hafa hins vegar bullandi trú á Snorra Steini, núverandi landsliðsþjálfara. „Ég hef trú á Snorra,“ segir Ólafur. „Hann mun dreyma þennan leik við Króatíu núna hverja nótt. Kom með ef og hefði og allt það. Hann kemur reynslunni ríkari og fer inn í allt árið núna. Það er bæði Snorra að taka þessa punkta en einnig leikmanna að halda trúnni á að þeir séu medalíuhópur innan tveggja til þriggja ára.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða