Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2025 22:01 Þessir létu rauða viðvörun ekki stoppa sig í dag. Vísir/Bjarni Þrátt fyrir rauða veðurviðvörun voru þónokkrir á ferð um miðbæ Reykjavíkur í dag. Ferðamenn í stuttu stoppi sem vildu ekki eyða deginum inni á hótelherbergi, fólk á leið heim úr vinnu og einn hlaupari sem þurfti að klára æfingu dagsins. „Það er æfing í dag. Það er ekkert hægt að sleppa þeim,“ segir Tómas Gíslason. Þú lætur rauða viðvörun ekkert stoppa þig? „Nei, ég spila þetta frekar öruggt. Ég er ekkert að fara í neina hættu. Ætlaði bara að klára þetta áður en versta veðrið kæmi.“ Tómas var klæddur í stuttbuxur þrátt fyrir allt. „Það eru alltaf stuttbuxur hjá mér. Ég held ég eigi ekki síðar buxur. Ef ég hreyfi mig nógu hratt, þá verður mér ekki kalt,“ segir Tómas. Tómas var viðbúinn í allt.Vísir/Bjarni Vissi ekki af rauðri viðvörun „Ég frétti í gær að það yrði appelsínugul viðvörun. Ferðunum mínum var aflýst en ég vildi skoða Reykjavík. Ég ákvað því að fara í gönguferð,“ segir Jeremy frá Belgíu. Hann vissi ekki að viðvaranirnar væru rauðar þegar fréttastofa náði tali af honum. Þú röltir þá bara um í þessu? „Já.“ Jeremy vildi ekki hanga á hótelinu því hann á flug af landi brott í fyrramálið.Vísir/Bjarni Hvernig var það? „Bara fínt.“ Ekki aðdáandi vindsins Remy frá Spáni kvartaði ekki yfir rigningunni. Hins vegar er vindurinn ekki hans besti vinur. „Vindurinn er slæmur því hann fer í augun á mér. Hann lemur í andlitið en það er allt í lagi,“ segir Remy. Remy er frá Spáni og kann vel við rigninguna.Vísir/Bjarni Er þér ekki kalt? „Nei, mér er ekki kalt. Nei, alls ekki.“ Veður Reykjavík Ferðaþjónusta Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Það er æfing í dag. Það er ekkert hægt að sleppa þeim,“ segir Tómas Gíslason. Þú lætur rauða viðvörun ekkert stoppa þig? „Nei, ég spila þetta frekar öruggt. Ég er ekkert að fara í neina hættu. Ætlaði bara að klára þetta áður en versta veðrið kæmi.“ Tómas var klæddur í stuttbuxur þrátt fyrir allt. „Það eru alltaf stuttbuxur hjá mér. Ég held ég eigi ekki síðar buxur. Ef ég hreyfi mig nógu hratt, þá verður mér ekki kalt,“ segir Tómas. Tómas var viðbúinn í allt.Vísir/Bjarni Vissi ekki af rauðri viðvörun „Ég frétti í gær að það yrði appelsínugul viðvörun. Ferðunum mínum var aflýst en ég vildi skoða Reykjavík. Ég ákvað því að fara í gönguferð,“ segir Jeremy frá Belgíu. Hann vissi ekki að viðvaranirnar væru rauðar þegar fréttastofa náði tali af honum. Þú röltir þá bara um í þessu? „Já.“ Jeremy vildi ekki hanga á hótelinu því hann á flug af landi brott í fyrramálið.Vísir/Bjarni Hvernig var það? „Bara fínt.“ Ekki aðdáandi vindsins Remy frá Spáni kvartaði ekki yfir rigningunni. Hins vegar er vindurinn ekki hans besti vinur. „Vindurinn er slæmur því hann fer í augun á mér. Hann lemur í andlitið en það er allt í lagi,“ segir Remy. Remy er frá Spáni og kann vel við rigninguna.Vísir/Bjarni Er þér ekki kalt? „Nei, mér er ekki kalt. Nei, alls ekki.“
Veður Reykjavík Ferðaþjónusta Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira