Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Aron Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2025 08:01 Agravanis bræðurnir leiða saman hesta sína í liði Tindastóls það sem eftir lifir tímabils Vísir/Samsett mynd Mikil spenna ríkir fyrir frumraun Dimitrios Agravanis með toppliði Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta. Ferilskrá hans ber þess merki að um gæðaleikmann sé að ræða og á Sauðárkróki hittir hann fyrir litla bróður sinn. Það ráku margir upp stór augu þegar að Tindastóll greindi frá komu Dimitrios Agravanis. Þar á ferð er leikmaður sem hefur átt afar farsælan feril hingað til og er enn á besta aldri, 30 ára gamall. Dimitrios hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, spilað þar með einum besta leikmanni í heimi, Giannis Antetokounmpo leikmanni NBA liðs Milwaukee Bucks, og þá hefur hann verið á mála hjá stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu í heimalandinu. Liðfélagi Agravanis bræðra í gríska landsliðinu er einn besti körfuboltamaður heimsVísir/Getty Dimitrios er tvöfaldur grískur meistari og var valinn í úrvalslið deildarinnar árið 2022. Hjá Tindastól hittir hann fyrir yngri bróður sinn Giannis sem hefur látið til sín taka á Sauðárkróki en bræðurnir ræddu við Ágúst Orra Arnarson eftir sigur gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. „Ég er mjög spenntur og glaður yfir því að fá tækifæri til þess að spila aftur með litla bróður mínum. Hann sagði mér frá Tindastóls liðinu, hvað allt væri gott hér sem og markmiðum liðsins sem snýr að því að verða Íslandsmeistarar. Ég var án samnings og er ánægður með að geta komið hingað, hjálpað liðinu að ná markmiði sínu,“ segir Dimitrios sem kemur hingað í toppstandi. „Síðustu átta mánuði hef ég verið 100% heill eftir að hafa áður glímt við meiðsli og vil nú halda áfram með minn feril. Þar sem umhverfið er gott og mér sýnd virðing, þar vil ég spila. Leikurinn er sá sami alls staðar og ég vil fara og vinna leiki.“ Munum sjá inn á vellinum hvor er betri bróðirinn Og yngri bróðirinn Giannis er himinlifandi með það að fá bróður sinn hingað til lands. Þeir hafa áður spilað saman með gríska landsliðinu en einnig með liði Promitheas Patras í heimalandinu. „Það er draumi líkast að fá tækifæri til þess að spila aftur saman. Við höfum reynslu af því frá fyrri tíð. Mjög ánægjulegt.“ En hvor bróðirinn er betri leikmaður? „Þið munuð sjá það inn á vellinum,“ segir sá yngri, Giannis, fljótt. „Við erum báðir í góðu formi og verðum að sanna það inn á vellinum. Reyna að ná inn eins mörgum sigurleikjum og við getum. Margir eru á því Dimitrios að þú komir inn og verðir besti leikmaður deildarinnar. Verður það raunin? „Ég horfi ekki á þetta þannig. Ég veit að ég er í frábæru formi og ætla að reyna hjálpa liðinu. Þannig hugsa ég hvert sem ég fer og þannig er mitt hugarfar hér. Ef ég næ að gera það og við vinnum titilinn, þá verð ég glaður.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu þegar að Tindastóll greindi frá komu Dimitrios Agravanis. Þar á ferð er leikmaður sem hefur átt afar farsælan feril hingað til og er enn á besta aldri, 30 ára gamall. Dimitrios hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, spilað þar með einum besta leikmanni í heimi, Giannis Antetokounmpo leikmanni NBA liðs Milwaukee Bucks, og þá hefur hann verið á mála hjá stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu í heimalandinu. Liðfélagi Agravanis bræðra í gríska landsliðinu er einn besti körfuboltamaður heimsVísir/Getty Dimitrios er tvöfaldur grískur meistari og var valinn í úrvalslið deildarinnar árið 2022. Hjá Tindastól hittir hann fyrir yngri bróður sinn Giannis sem hefur látið til sín taka á Sauðárkróki en bræðurnir ræddu við Ágúst Orra Arnarson eftir sigur gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. „Ég er mjög spenntur og glaður yfir því að fá tækifæri til þess að spila aftur með litla bróður mínum. Hann sagði mér frá Tindastóls liðinu, hvað allt væri gott hér sem og markmiðum liðsins sem snýr að því að verða Íslandsmeistarar. Ég var án samnings og er ánægður með að geta komið hingað, hjálpað liðinu að ná markmiði sínu,“ segir Dimitrios sem kemur hingað í toppstandi. „Síðustu átta mánuði hef ég verið 100% heill eftir að hafa áður glímt við meiðsli og vil nú halda áfram með minn feril. Þar sem umhverfið er gott og mér sýnd virðing, þar vil ég spila. Leikurinn er sá sami alls staðar og ég vil fara og vinna leiki.“ Munum sjá inn á vellinum hvor er betri bróðirinn Og yngri bróðirinn Giannis er himinlifandi með það að fá bróður sinn hingað til lands. Þeir hafa áður spilað saman með gríska landsliðinu en einnig með liði Promitheas Patras í heimalandinu. „Það er draumi líkast að fá tækifæri til þess að spila aftur saman. Við höfum reynslu af því frá fyrri tíð. Mjög ánægjulegt.“ En hvor bróðirinn er betri leikmaður? „Þið munuð sjá það inn á vellinum,“ segir sá yngri, Giannis, fljótt. „Við erum báðir í góðu formi og verðum að sanna það inn á vellinum. Reyna að ná inn eins mörgum sigurleikjum og við getum. Margir eru á því Dimitrios að þú komir inn og verðir besti leikmaður deildarinnar. Verður það raunin? „Ég horfi ekki á þetta þannig. Ég veit að ég er í frábæru formi og ætla að reyna hjálpa liðinu. Þannig hugsa ég hvert sem ég fer og þannig er mitt hugarfar hér. Ef ég næ að gera það og við vinnum titilinn, þá verð ég glaður.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira