Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Aron Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2025 08:01 Agravanis bræðurnir leiða saman hesta sína í liði Tindastóls það sem eftir lifir tímabils Vísir/Samsett mynd Mikil spenna ríkir fyrir frumraun Dimitrios Agravanis með toppliði Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta. Ferilskrá hans ber þess merki að um gæðaleikmann sé að ræða og á Sauðárkróki hittir hann fyrir litla bróður sinn. Það ráku margir upp stór augu þegar að Tindastóll greindi frá komu Dimitrios Agravanis. Þar á ferð er leikmaður sem hefur átt afar farsælan feril hingað til og er enn á besta aldri, 30 ára gamall. Dimitrios hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, spilað þar með einum besta leikmanni í heimi, Giannis Antetokounmpo leikmanni NBA liðs Milwaukee Bucks, og þá hefur hann verið á mála hjá stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu í heimalandinu. Liðfélagi Agravanis bræðra í gríska landsliðinu er einn besti körfuboltamaður heimsVísir/Getty Dimitrios er tvöfaldur grískur meistari og var valinn í úrvalslið deildarinnar árið 2022. Hjá Tindastól hittir hann fyrir yngri bróður sinn Giannis sem hefur látið til sín taka á Sauðárkróki en bræðurnir ræddu við Ágúst Orra Arnarson eftir sigur gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. „Ég er mjög spenntur og glaður yfir því að fá tækifæri til þess að spila aftur með litla bróður mínum. Hann sagði mér frá Tindastóls liðinu, hvað allt væri gott hér sem og markmiðum liðsins sem snýr að því að verða Íslandsmeistarar. Ég var án samnings og er ánægður með að geta komið hingað, hjálpað liðinu að ná markmiði sínu,“ segir Dimitrios sem kemur hingað í toppstandi. „Síðustu átta mánuði hef ég verið 100% heill eftir að hafa áður glímt við meiðsli og vil nú halda áfram með minn feril. Þar sem umhverfið er gott og mér sýnd virðing, þar vil ég spila. Leikurinn er sá sami alls staðar og ég vil fara og vinna leiki.“ Munum sjá inn á vellinum hvor er betri bróðirinn Og yngri bróðirinn Giannis er himinlifandi með það að fá bróður sinn hingað til lands. Þeir hafa áður spilað saman með gríska landsliðinu en einnig með liði Promitheas Patras í heimalandinu. „Það er draumi líkast að fá tækifæri til þess að spila aftur saman. Við höfum reynslu af því frá fyrri tíð. Mjög ánægjulegt.“ En hvor bróðirinn er betri leikmaður? „Þið munuð sjá það inn á vellinum,“ segir sá yngri, Giannis, fljótt. „Við erum báðir í góðu formi og verðum að sanna það inn á vellinum. Reyna að ná inn eins mörgum sigurleikjum og við getum. Margir eru á því Dimitrios að þú komir inn og verðir besti leikmaður deildarinnar. Verður það raunin? „Ég horfi ekki á þetta þannig. Ég veit að ég er í frábæru formi og ætla að reyna hjálpa liðinu. Þannig hugsa ég hvert sem ég fer og þannig er mitt hugarfar hér. Ef ég næ að gera það og við vinnum titilinn, þá verð ég glaður.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu þegar að Tindastóll greindi frá komu Dimitrios Agravanis. Þar á ferð er leikmaður sem hefur átt afar farsælan feril hingað til og er enn á besta aldri, 30 ára gamall. Dimitrios hefur verið liðsmaður í gríska landsliðinu, spilað þar með einum besta leikmanni í heimi, Giannis Antetokounmpo leikmanni NBA liðs Milwaukee Bucks, og þá hefur hann verið á mála hjá stórliðum á borð við Olympiacos, Panathinaikos og AEK Aþenu í heimalandinu. Liðfélagi Agravanis bræðra í gríska landsliðinu er einn besti körfuboltamaður heimsVísir/Getty Dimitrios er tvöfaldur grískur meistari og var valinn í úrvalslið deildarinnar árið 2022. Hjá Tindastól hittir hann fyrir yngri bróður sinn Giannis sem hefur látið til sín taka á Sauðárkróki en bræðurnir ræddu við Ágúst Orra Arnarson eftir sigur gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum. „Ég er mjög spenntur og glaður yfir því að fá tækifæri til þess að spila aftur með litla bróður mínum. Hann sagði mér frá Tindastóls liðinu, hvað allt væri gott hér sem og markmiðum liðsins sem snýr að því að verða Íslandsmeistarar. Ég var án samnings og er ánægður með að geta komið hingað, hjálpað liðinu að ná markmiði sínu,“ segir Dimitrios sem kemur hingað í toppstandi. „Síðustu átta mánuði hef ég verið 100% heill eftir að hafa áður glímt við meiðsli og vil nú halda áfram með minn feril. Þar sem umhverfið er gott og mér sýnd virðing, þar vil ég spila. Leikurinn er sá sami alls staðar og ég vil fara og vinna leiki.“ Munum sjá inn á vellinum hvor er betri bróðirinn Og yngri bróðirinn Giannis er himinlifandi með það að fá bróður sinn hingað til lands. Þeir hafa áður spilað saman með gríska landsliðinu en einnig með liði Promitheas Patras í heimalandinu. „Það er draumi líkast að fá tækifæri til þess að spila aftur saman. Við höfum reynslu af því frá fyrri tíð. Mjög ánægjulegt.“ En hvor bróðirinn er betri leikmaður? „Þið munuð sjá það inn á vellinum,“ segir sá yngri, Giannis, fljótt. „Við erum báðir í góðu formi og verðum að sanna það inn á vellinum. Reyna að ná inn eins mörgum sigurleikjum og við getum. Margir eru á því Dimitrios að þú komir inn og verðir besti leikmaður deildarinnar. Verður það raunin? „Ég horfi ekki á þetta þannig. Ég veit að ég er í frábæru formi og ætla að reyna hjálpa liðinu. Þannig hugsa ég hvert sem ég fer og þannig er mitt hugarfar hér. Ef ég næ að gera það og við vinnum titilinn, þá verð ég glaður.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira