Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 14:00 Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér. Þessi rannsókn skapar enga hættu fyrir einstakt lífríki Hvalfjarðar. Magn og styrkur basans sem notast verður við er afar lítill við blöndun í sjó og er t.d. lægri en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa að staðaldri. Hjá þeim er starfsemin allan ársins hring en í okkar tilviki er um að ræða tímabundin áhrif á litlu svæði sem standa mun yfir í að hámarki fjóra daga. Við munum vakta áhrifin með samfelldum mælingum og sýnatökum. Þá er það fyrsta mat Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt viðtali sem birtist á Vísi í dag, að ekkert bendi til að rannsóknin geti valdið skaða á firðinum. Fram í viðtalinu að stofnunin hyggist leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga við vinnslu á endanlegri umsögn sinni um veitingu rannsóknarleyfis til verkefnisins og er það vel. Í áðurnefndri grein er varpað fram efasemdum um aðkomu Hafrannsóknastofnunar að grunnrannsóknum í firðinum sem styrktar voru af Röst. Sem óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun, þótti okkur eðlilegt að leitast eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda er þar að finna helstu sérfræðinga á sviði hafrannsókna hér á landi. Stofnunin er ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri en hefur eins og áður segir unnið mikilvægar grunnrannsóknir á haffræði og líffræði fjarðarins. Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem best er til þess fallin að framkvæma slíkar rannsóknir. Rannsóknir af þessu tagi eru kostnaðarsamar og það var af þeirri ástæðu sem Röst styrkti Hafrannsóknastofnun til þess að vinna þessa mikilvægu grunnvinnu. Greinarhöfundur bendir einnig á að Röst hafi nýlega ráðið til sín sérfræðing frá stofnuninni. Það er rétt og var send út fréttatilkynning vegna ráðningarinnar. Það eru ekki margir aðrir staðir sem vísindafólk á sviði sjávarrannsóknar getur starfað og byggt upp þekkingu sína. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar þekkir aðstæður við Íslandsstrendur betur en nokkur annar og það er dýrmætt að geta nýtt þekkingu þess. Rannsóknarleyfisumsókn Rastar er öllum opin og fjallað hefur verið um verkefnið í fjölda fréttatilkynninga sem birtar hafa verið í innlendum fjölmiðlum, á heimasíðu Rastar og með fræðslumyndböndum á YouTube. Samtöl við hagsmunaaðila hófust vorið 2024, rúmu ári áður en fyrirhugað er að rannsóknin fari fram, en síðan þá hafa verið haldnir fjölmargir kynningarfundir, m.a. annars með öllum viðeigandi ráðuneytum og leyfisveitingaraðilum, helstu náttúruverndarsamtökum, leigutökum Laxár í Kjós ásamt bæði sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, auk íbúafundar í maí sumarið 2024 og opinni málstofu með Háskóla Íslands. Til þess að auka aðkomu heimamanna var ákveðið að bjóða sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að tilnefna fulltrúa í stjórn Rastar. Okkur yfirsást hins vegar að bjóða sveitarfélaginu Kjósarhreppi að tilnefna fulltrúa. Á stjórnarfundi Rastar í byrjun janúar var því tekin sú ákvörðun að bjóða sveitarfélögunum báðum að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn. Sú breyting verður gerð á aðalfundi félagsins í vor. Að lokum er mikilvægt að fram komi að markmiðið með þessum rannsóknum öllum er að öðlast betri skilning á því hvort í framtíðinni verði hægt að magna upp náttúruleg ferli til auka getu hafsins til að taka upp koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Slíkt myndi þó ekki fara fram í Hvalfirði heldur líklega í úthöfunum. Aðeins er verið að vinna með hagstæðar aðstæður í Hvalfirði til rannsókna. Röst sjávarrannsóknarsetur er sjálft ekki með nein áform um að selja vöru, hvorki kolefniseiningar né upprunaskírteini, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að stunda vísindarannsóknir. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verða gerð aðgengileg opinberlega. Ef aðferðin reynist virka verður það ekki Röst sem mun hagnýta eða hagnast á henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Rastar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Leigutaki Laxár í Kjós skrifaði grein á Vísi í gær sem valdið hefur ákveðnum misskilningi sem ég vil leiðrétta. Þegar nefnd eru orð eins og eitrun og umhverfisslys er skiljanlegt að fólk leggi við hlustir. Það er hins vegar fjarri því sem fyrirhuguð vísindarannsókn felur í sér. Þessi rannsókn skapar enga hættu fyrir einstakt lífríki Hvalfjarðar. Magn og styrkur basans sem notast verður við er afar lítill við blöndun í sjó og er t.d. lægri en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa að staðaldri. Hjá þeim er starfsemin allan ársins hring en í okkar tilviki er um að ræða tímabundin áhrif á litlu svæði sem standa mun yfir í að hámarki fjóra daga. Við munum vakta áhrifin með samfelldum mælingum og sýnatökum. Þá er það fyrsta mat Hafrannsóknarstofnunar, samkvæmt viðtali sem birtist á Vísi í dag, að ekkert bendi til að rannsóknin geti valdið skaða á firðinum. Fram í viðtalinu að stofnunin hyggist leita ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga við vinnslu á endanlegri umsögn sinni um veitingu rannsóknarleyfis til verkefnisins og er það vel. Í áðurnefndri grein er varpað fram efasemdum um aðkomu Hafrannsóknastofnunar að grunnrannsóknum í firðinum sem styrktar voru af Röst. Sem óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun, þótti okkur eðlilegt að leitast eftir samstarfi við Hafrannsóknastofnun enda er þar að finna helstu sérfræðinga á sviði hafrannsókna hér á landi. Stofnunin er ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri en hefur eins og áður segir unnið mikilvægar grunnrannsóknir á haffræði og líffræði fjarðarins. Hafrannsóknastofnun er sú stofnun sem best er til þess fallin að framkvæma slíkar rannsóknir. Rannsóknir af þessu tagi eru kostnaðarsamar og það var af þeirri ástæðu sem Röst styrkti Hafrannsóknastofnun til þess að vinna þessa mikilvægu grunnvinnu. Greinarhöfundur bendir einnig á að Röst hafi nýlega ráðið til sín sérfræðing frá stofnuninni. Það er rétt og var send út fréttatilkynning vegna ráðningarinnar. Það eru ekki margir aðrir staðir sem vísindafólk á sviði sjávarrannsóknar getur starfað og byggt upp þekkingu sína. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar þekkir aðstæður við Íslandsstrendur betur en nokkur annar og það er dýrmætt að geta nýtt þekkingu þess. Rannsóknarleyfisumsókn Rastar er öllum opin og fjallað hefur verið um verkefnið í fjölda fréttatilkynninga sem birtar hafa verið í innlendum fjölmiðlum, á heimasíðu Rastar og með fræðslumyndböndum á YouTube. Samtöl við hagsmunaaðila hófust vorið 2024, rúmu ári áður en fyrirhugað er að rannsóknin fari fram, en síðan þá hafa verið haldnir fjölmargir kynningarfundir, m.a. annars með öllum viðeigandi ráðuneytum og leyfisveitingaraðilum, helstu náttúruverndarsamtökum, leigutökum Laxár í Kjós ásamt bæði sveitarstjórnum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, auk íbúafundar í maí sumarið 2024 og opinni málstofu með Háskóla Íslands. Til þess að auka aðkomu heimamanna var ákveðið að bjóða sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit að tilnefna fulltrúa í stjórn Rastar. Okkur yfirsást hins vegar að bjóða sveitarfélaginu Kjósarhreppi að tilnefna fulltrúa. Á stjórnarfundi Rastar í byrjun janúar var því tekin sú ákvörðun að bjóða sveitarfélögunum báðum að tilnefna áheyrnarfulltrúa í stjórn. Sú breyting verður gerð á aðalfundi félagsins í vor. Að lokum er mikilvægt að fram komi að markmiðið með þessum rannsóknum öllum er að öðlast betri skilning á því hvort í framtíðinni verði hægt að magna upp náttúruleg ferli til auka getu hafsins til að taka upp koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Slíkt myndi þó ekki fara fram í Hvalfirði heldur líklega í úthöfunum. Aðeins er verið að vinna með hagstæðar aðstæður í Hvalfirði til rannsókna. Röst sjávarrannsóknarsetur er sjálft ekki með nein áform um að selja vöru, hvorki kolefniseiningar né upprunaskírteini, ólíkt því sem haldið hefur verið fram. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknarfyrirtæki sem hefur það eitt að markmiði að stunda vísindarannsóknir. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verða gerð aðgengileg opinberlega. Ef aðferðin reynist virka verður það ekki Röst sem mun hagnýta eða hagnast á henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Rastar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun