Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 14:32 Frá vettvangi slyssins þann 30. október 2023. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 30. janúar og birtur í dag. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa ekið vörubifreið með tengivagni suður Ásvelli í Hafnarfirði og beygt til hægri án þess að gefa ljósmerki og án nægjanlegrar aðgæslu inn á bifreiðastæði Ásvallalaugar að Ásvöllum 2 í Hafnarfirði, án þess að virða forgang hjólreiðamanna og víkja greiðlega fyrir þeim þannig að bifreiðin hafnaði á Ibrahim, sem var hjólandi. Hann lést af völdum höfuðáverka. Saksóknari krafðist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá fóru foreldrar hans fram á tíu milljóna króna í miskabætur hvor og faðir hans tæpa milljón vegna útfararkostnaðar. „Ég var búinn að ákveða að hætta“ Maðurinn krafðist sýknu í málinu, til vara að refsingu yrði frestað ef til sakfellingar kæmi og til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Við aðalmeðferð málsins sagði maðurinn að hann hafi ekki séð Ibrahim í aðdraganda slyssins. Hann hefði verið að flytja steypu fyrir vinnusvæði á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hann hefði keyrt að röngu vinnusvæði og verkstjórinn komið til hans og útskýrt fyrir honum að steypibíllinn ætti í raun að fara á annan stað. Í kjölfarið hefði hann verið í einhverju brasi með að snúa við, og endað á að bakka bílnum þaðan sem hann var kominn. Síðan hefði hann skyndilega verið búinn að keyra á drenginn. „Ég sá engan mann, eða neitt yfirleitt,“ sagði hann. Vísir greindi frá aðalmeðferð málsins á sínum tíma. Maðurinn sagðist hafa fjörutíu ára reynslu af því að aka ýmsum þungaflutningabílum. Málið hefði haft mikil áhrif á hann. Það hefði truflað svefn hans og hann væri búin að hugsa mikið um atvikið. „Ég var búinn að ákveða að hætta. Það var skelfilegt að enda ferilinn svona.“ Sást á upptöku Í niðurstöðukafla dómsins segir að á upptöku úr eftirlitsmyndavél í nágrenni vettvangsins sjáist slysið og aðdragandinn að því. Þar sjáist að maðurinn stöðvar vörubifreiðina sem hann ók, eftir að hafa bakkað henni, á götunni við hlið gangstígsins sem Ibrahim hjólar eftir. Þegar bifreiðinni hafi verið ekið aftur af stað hafi Ibrahim hjólað á gangstígnum við hægri hlið bifreiðarinnar. Bæði bifreiðin og Ibrahim eigi þá skammt eftir að innkeyrslunni að bifreiðastæðinu við Ásvelli 2. Bifreiðinni hafi síðan verið beygt inn innkeyrsluna og ekið viðstöðulaust áfram án þess að maðurinn gæfi stefnumerki. Í sama mund hafi Ibrahim hjólað út á innkeyrsluna og beygt til hægri eins og hann væri að reyna að komast hjá því að bifreiðin lenti á honum. Þrátt fyrir það hafi bifreiðin lent á hjóli hans með skelfilegum afleiðingum. Þetta sé í samræmi við skýrslur lögreglu um slysið og önnur rannsóknargögn málsins. Braut gegn fjölda varúðarreglna Í dóminum segir að í ákæru hafi brot mannsins verið heimfærð undir ákvæði almennra hegningarlaga þar sem segir að ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns varði það sektum eða fangelsi allt að sex árum. Þá hafi brotið verið heimfært undir brot á fjölda ákvæða umferðarlaga sem fela í sér varúðarreglur, meðal annars um að áður en ökumaður aki af stað frá vegarbrún, skipti um akrein eða aki á annan hátt til hliðar skuli hann ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæginda fyrir aðra, um að ökumaður skuli hafa sérstaka aðgát við vegamót og um að ökumaður skuli gefa stefnuljós. Ekkert hindraði útsýnið Þá segir að samkvæmt rannsóknargögnum og upptöku úr öryggismyndavél hafi veður verið gott, þurrt og bjart, og ekkert sem hafi hindrað útsýni mannsins úr bifreiðinni þegar slysið varð. Af upptökunni megi ráða að maðurinn hefði getað séð Ibrahim út um hægri hliðarrúðu bifreiðarinnar þegar hann hjólaði við hlið bifreiðarinnar eftir göngustígnum. Þá hafi bifreiðin verið vel búin speglum en það voru fjórir speglar á hægra framhorni hennar. Tæknideild lögreglu hafi sviðsett atvikið og í skýrslu þar um komi fram að Ibrahim hafi átt að vera sýnilegur manninum í hliðarspeglum í um það bil 34 sekúndur áður en hann beygði inn á bifreiðastæðið. Þó sé ekki útilokað að Ibrahim hafi horfið úr sjónsviði spegla í tvær til þrjár sekúndur fyrir slysið en hafi síðan birst aftur í að minnsta kosti tvær sekúndur áður en slysið varð í sjónsviði niðurvísandi spegla. Maðurinn hafi talið að þegar atvikið var sviðsett af lögreglu hafi vörubifreiðin verið lengra frá götukantinum en þegar slysið varð og sjónarhornið úr speglum bifreiðarinnar hafi því ekki verið það sama í bæði skiptin. „Jafnvel þó svo hafi verið getur það ekki breytt því að ákærði hafi átt að geta séð hinn látna áður en bifreiðin lenti á honum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að það væri takmarkað útsýni út úr bifreiðinni til hægri og það hafi gerst að hann hafi „týnt“ heilli bifreið á þeirri hlið. Þessi framburður ákærða staðfestir að það var enn meiri ástæða fyrir hann en ella að gæta sérstaklega að umferð hægra megin við bifreiðina áður en hann beygði inn á bifreiðastæðið þar sem göngustígur var beggja megin við innkeyrsluna.“ Hefði séð Ibrahim hefði hann gætt að sér Af ofanrituðu megi ráða að maðurinn hefði með þeirri aðgæslu sem honum bar að sýna getað séð Ibrahim áður en bifreiðin lenti á honum. Hvað það varðar verði einnig að hafa í huga að maðuinn hafi verið á vörubifreið og á ökumönnum slíkra bifreiða hvíli sérstök skylda um að sýna ýtrustu varkárni og þá ekki síst þegar breyta skal um stefnu, hvað þá þegar von getur verið á gangandi eða hjólandi umferð, en manninum hafi verið kunnugt um að í næsta nágrenni væri sundlaug og íþróttamiðstöð. Dómurinn telji því hægt að fullyrða, sérstaklega með vísan til þess sem sjá megi á myndbandsupptökunni, að maðurinn hafi ekið ógætilega og ekki gætt að því að ganga úr skugga um að hann gæti ekið inn á bifreiðastæðið án hættu fyrir gangandi eða hjólandi umferð. Hefði maðurinn gætt betur að slíkri umferð og ekið vörubifreiðinni í samræmi við ákvæði umferðarlaga hefði hann átt að sjá Ibrahim þar sem hann hjólaði eftir stígnum og ætlaði yfir akbrautina inn á bifreiðastæðið. Er það niðurstaða dómsins að um hafi verið að ræða stórfellt gáleysi af hálfu ákærða sem leiddi til þess að hann ók vörubifreiðinni á drenginn með þeim afleiðingum að hann lést. Tekið skal fram vegna varna ákærða að það getur engu breytt um háttsemi hans þó að varúðarmerkingum eða öðrum merkingum á svæðinu hafi hugsanlega verið ábótavant.“ Átta milljóna miskabætur Í dóminum segir að við ákvörðun refsingar yrði litið til þess hversu alvarlega afleiðingar hlutust af aðgæsluleysi hans. Hins vegar eigi hann ekki sakaferil og fullyrða megi að slysið hafi haft veruleg áhrif á andlega líðan hans til hins verra, eins og hann hafi sjálfur lýst fyrir dómi. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og lögum væri refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá birtingu, haldi maðurinn almennt skilorð. Þess má geta að strætóbílstjóri sem varð konu að bana fyrir gáleysi í nóvember árið 2021 hlaut sama dóm, auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Þá skyldi maðurinn greiða foreldrum Ibrahims fjórar milljónir króna hvorum um sig, alls 1,5 milljónir króna í málskostnað og föður hans um 950 þúsund króna í skaðabætur vegna útfararkostnaðar. Loks skyldi hann greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, tæpa eina milljón króna, og annan sakarkostnað upp á 830 þúsund krónur. Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Foreldrar Ibrahims Shah, átta ára drengs sem lést þegar ekið var á hann á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, krefja ökumann steypubíls um samtals tuttugu milljónir króna í miskabætur, að viðbættum lögmanns- og útfararkostnaði. 8. janúar 2025 16:03 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 30. janúar og birtur í dag. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa ekið vörubifreið með tengivagni suður Ásvelli í Hafnarfirði og beygt til hægri án þess að gefa ljósmerki og án nægjanlegrar aðgæslu inn á bifreiðastæði Ásvallalaugar að Ásvöllum 2 í Hafnarfirði, án þess að virða forgang hjólreiðamanna og víkja greiðlega fyrir þeim þannig að bifreiðin hafnaði á Ibrahim, sem var hjólandi. Hann lést af völdum höfuðáverka. Saksóknari krafðist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá fóru foreldrar hans fram á tíu milljóna króna í miskabætur hvor og faðir hans tæpa milljón vegna útfararkostnaðar. „Ég var búinn að ákveða að hætta“ Maðurinn krafðist sýknu í málinu, til vara að refsingu yrði frestað ef til sakfellingar kæmi og til þrautavara vægustu refsingar sem lög leyfa. Við aðalmeðferð málsins sagði maðurinn að hann hafi ekki séð Ibrahim í aðdraganda slyssins. Hann hefði verið að flytja steypu fyrir vinnusvæði á Ásvöllum í Hafnarfirði. Hann hefði keyrt að röngu vinnusvæði og verkstjórinn komið til hans og útskýrt fyrir honum að steypibíllinn ætti í raun að fara á annan stað. Í kjölfarið hefði hann verið í einhverju brasi með að snúa við, og endað á að bakka bílnum þaðan sem hann var kominn. Síðan hefði hann skyndilega verið búinn að keyra á drenginn. „Ég sá engan mann, eða neitt yfirleitt,“ sagði hann. Vísir greindi frá aðalmeðferð málsins á sínum tíma. Maðurinn sagðist hafa fjörutíu ára reynslu af því að aka ýmsum þungaflutningabílum. Málið hefði haft mikil áhrif á hann. Það hefði truflað svefn hans og hann væri búin að hugsa mikið um atvikið. „Ég var búinn að ákveða að hætta. Það var skelfilegt að enda ferilinn svona.“ Sást á upptöku Í niðurstöðukafla dómsins segir að á upptöku úr eftirlitsmyndavél í nágrenni vettvangsins sjáist slysið og aðdragandinn að því. Þar sjáist að maðurinn stöðvar vörubifreiðina sem hann ók, eftir að hafa bakkað henni, á götunni við hlið gangstígsins sem Ibrahim hjólar eftir. Þegar bifreiðinni hafi verið ekið aftur af stað hafi Ibrahim hjólað á gangstígnum við hægri hlið bifreiðarinnar. Bæði bifreiðin og Ibrahim eigi þá skammt eftir að innkeyrslunni að bifreiðastæðinu við Ásvelli 2. Bifreiðinni hafi síðan verið beygt inn innkeyrsluna og ekið viðstöðulaust áfram án þess að maðurinn gæfi stefnumerki. Í sama mund hafi Ibrahim hjólað út á innkeyrsluna og beygt til hægri eins og hann væri að reyna að komast hjá því að bifreiðin lenti á honum. Þrátt fyrir það hafi bifreiðin lent á hjóli hans með skelfilegum afleiðingum. Þetta sé í samræmi við skýrslur lögreglu um slysið og önnur rannsóknargögn málsins. Braut gegn fjölda varúðarreglna Í dóminum segir að í ákæru hafi brot mannsins verið heimfærð undir ákvæði almennra hegningarlaga þar sem segir að ef mannsbani hlýst af gáleysi annars manns varði það sektum eða fangelsi allt að sex árum. Þá hafi brotið verið heimfært undir brot á fjölda ákvæða umferðarlaga sem fela í sér varúðarreglur, meðal annars um að áður en ökumaður aki af stað frá vegarbrún, skipti um akrein eða aki á annan hátt til hliðar skuli hann ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu eða óþarfa óþæginda fyrir aðra, um að ökumaður skuli hafa sérstaka aðgát við vegamót og um að ökumaður skuli gefa stefnuljós. Ekkert hindraði útsýnið Þá segir að samkvæmt rannsóknargögnum og upptöku úr öryggismyndavél hafi veður verið gott, þurrt og bjart, og ekkert sem hafi hindrað útsýni mannsins úr bifreiðinni þegar slysið varð. Af upptökunni megi ráða að maðurinn hefði getað séð Ibrahim út um hægri hliðarrúðu bifreiðarinnar þegar hann hjólaði við hlið bifreiðarinnar eftir göngustígnum. Þá hafi bifreiðin verið vel búin speglum en það voru fjórir speglar á hægra framhorni hennar. Tæknideild lögreglu hafi sviðsett atvikið og í skýrslu þar um komi fram að Ibrahim hafi átt að vera sýnilegur manninum í hliðarspeglum í um það bil 34 sekúndur áður en hann beygði inn á bifreiðastæðið. Þó sé ekki útilokað að Ibrahim hafi horfið úr sjónsviði spegla í tvær til þrjár sekúndur fyrir slysið en hafi síðan birst aftur í að minnsta kosti tvær sekúndur áður en slysið varð í sjónsviði niðurvísandi spegla. Maðurinn hafi talið að þegar atvikið var sviðsett af lögreglu hafi vörubifreiðin verið lengra frá götukantinum en þegar slysið varð og sjónarhornið úr speglum bifreiðarinnar hafi því ekki verið það sama í bæði skiptin. „Jafnvel þó svo hafi verið getur það ekki breytt því að ákærði hafi átt að geta séð hinn látna áður en bifreiðin lenti á honum. Fyrir dómi lýsti ákærði því að það væri takmarkað útsýni út úr bifreiðinni til hægri og það hafi gerst að hann hafi „týnt“ heilli bifreið á þeirri hlið. Þessi framburður ákærða staðfestir að það var enn meiri ástæða fyrir hann en ella að gæta sérstaklega að umferð hægra megin við bifreiðina áður en hann beygði inn á bifreiðastæðið þar sem göngustígur var beggja megin við innkeyrsluna.“ Hefði séð Ibrahim hefði hann gætt að sér Af ofanrituðu megi ráða að maðurinn hefði með þeirri aðgæslu sem honum bar að sýna getað séð Ibrahim áður en bifreiðin lenti á honum. Hvað það varðar verði einnig að hafa í huga að maðuinn hafi verið á vörubifreið og á ökumönnum slíkra bifreiða hvíli sérstök skylda um að sýna ýtrustu varkárni og þá ekki síst þegar breyta skal um stefnu, hvað þá þegar von getur verið á gangandi eða hjólandi umferð, en manninum hafi verið kunnugt um að í næsta nágrenni væri sundlaug og íþróttamiðstöð. Dómurinn telji því hægt að fullyrða, sérstaklega með vísan til þess sem sjá megi á myndbandsupptökunni, að maðurinn hafi ekið ógætilega og ekki gætt að því að ganga úr skugga um að hann gæti ekið inn á bifreiðastæðið án hættu fyrir gangandi eða hjólandi umferð. Hefði maðurinn gætt betur að slíkri umferð og ekið vörubifreiðinni í samræmi við ákvæði umferðarlaga hefði hann átt að sjá Ibrahim þar sem hann hjólaði eftir stígnum og ætlaði yfir akbrautina inn á bifreiðastæðið. Er það niðurstaða dómsins að um hafi verið að ræða stórfellt gáleysi af hálfu ákærða sem leiddi til þess að hann ók vörubifreiðinni á drenginn með þeim afleiðingum að hann lést. Tekið skal fram vegna varna ákærða að það getur engu breytt um háttsemi hans þó að varúðarmerkingum eða öðrum merkingum á svæðinu hafi hugsanlega verið ábótavant.“ Átta milljóna miskabætur Í dóminum segir að við ákvörðun refsingar yrði litið til þess hversu alvarlega afleiðingar hlutust af aðgæsluleysi hans. Hins vegar eigi hann ekki sakaferil og fullyrða megi að slysið hafi haft veruleg áhrif á andlega líðan hans til hins verra, eins og hann hafi sjálfur lýst fyrir dómi. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og lögum væri refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún falli niður að liðnum tveimur árum frá birtingu, haldi maðurinn almennt skilorð. Þess má geta að strætóbílstjóri sem varð konu að bana fyrir gáleysi í nóvember árið 2021 hlaut sama dóm, auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Þá skyldi maðurinn greiða foreldrum Ibrahims fjórar milljónir króna hvorum um sig, alls 1,5 milljónir króna í málskostnað og föður hans um 950 þúsund króna í skaðabætur vegna útfararkostnaðar. Loks skyldi hann greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, tæpa eina milljón króna, og annan sakarkostnað upp á 830 þúsund krónur.
Banaslys á Ásvöllum Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Foreldrar Ibrahims Shah, átta ára drengs sem lést þegar ekið var á hann á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, krefja ökumann steypubíls um samtals tuttugu milljónir króna í miskabætur, að viðbættum lögmanns- og útfararkostnaði. 8. janúar 2025 16:03 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Foreldrar Ibrahims Shah, átta ára drengs sem lést þegar ekið var á hann á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, krefja ökumann steypubíls um samtals tuttugu milljónir króna í miskabætur, að viðbættum lögmanns- og útfararkostnaði. 8. janúar 2025 16:03