Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 12:30 Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað? Til að mynda finnast hér sjö tegundir býflugna af ættkvíslinni Bombus, en aðeins tvær í Færeyjum og á Grænlandi, sem er strax áhugavert. Á höfuðborgarsvæðinu sjást þær t.d. í Hljómskálagarðinum, Elliðaárdal og í Fossvoginum, en væri ekki notalegt að sjá þær víðar? Með meiri og þéttari uppbyggingu í borginni þarf náttúran undan að láta og það er hvorki gott fyrir okkur íbúana né býflugurnar. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að lífið í borginni getur haft slæm áhrif á andlega heilsu, t.a.m. aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að fjarlægjast ekki náttúrunni, enda erum við öll hluti af henni. Í staðinn fyrir víðfeðmar grænar grasflatir og unglinga á sláttuvélum, væri ekki upplagt að bjóða velkomnar íslenskar blómategundir sem býflugum finnast ákjósanlegar. Þar má nefna gamla góða túnfífilinn, ætihvönn, sóley, mjaðjurt og bláberjalyng. Einnig mætti hvetja íbúa til að gróðursetja í sínum eigin görðum, blóm sem býflugur sækja í t.d. garðabrúðu, valurt og garðalúpínu. Fjölmargar tegundir eiga undir högg að sækja alls staðar í heiminum vegna samkeppni við okkur mannfólkið en það er okkar hagur að berjast fyrir auknum líffræðilegum fjölbreytileika. Á miðvikudag 5. febrúar kl.12:00-13:30 fer fram málþing í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem meðal annars verður fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika. Ég er viss um að unglingavinnan geti fundið önnur verkefni fyrir ungmenni landsins en að reyta fífla úr sprungum í gangstéttinni, og allir sem eiga aðild að máli yrðu hamingjusamari fyrir vikið. Höfundur er nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Líffræðilegur fjölbreytileiki er hugtak sem lýsir náttúruauð, breytileika tegunda og erfðamengi þeirra. Þessi málaflokkur hefur ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi enda er tegundaauðgin hér á landi ekki til jafns á við frumskóga hitabeltisins, eða hvað? Til að mynda finnast hér sjö tegundir býflugna af ættkvíslinni Bombus, en aðeins tvær í Færeyjum og á Grænlandi, sem er strax áhugavert. Á höfuðborgarsvæðinu sjást þær t.d. í Hljómskálagarðinum, Elliðaárdal og í Fossvoginum, en væri ekki notalegt að sjá þær víðar? Með meiri og þéttari uppbyggingu í borginni þarf náttúran undan að láta og það er hvorki gott fyrir okkur íbúana né býflugurnar. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að lífið í borginni getur haft slæm áhrif á andlega heilsu, t.a.m. aukið líkur á kvíða og þunglyndi. Til að vinna gegn þessu er mikilvægt að fjarlægjast ekki náttúrunni, enda erum við öll hluti af henni. Í staðinn fyrir víðfeðmar grænar grasflatir og unglinga á sláttuvélum, væri ekki upplagt að bjóða velkomnar íslenskar blómategundir sem býflugum finnast ákjósanlegar. Þar má nefna gamla góða túnfífilinn, ætihvönn, sóley, mjaðjurt og bláberjalyng. Einnig mætti hvetja íbúa til að gróðursetja í sínum eigin görðum, blóm sem býflugur sækja í t.d. garðabrúðu, valurt og garðalúpínu. Fjölmargar tegundir eiga undir högg að sækja alls staðar í heiminum vegna samkeppni við okkur mannfólkið en það er okkar hagur að berjast fyrir auknum líffræðilegum fjölbreytileika. Á miðvikudag 5. febrúar kl.12:00-13:30 fer fram málþing í hátíðasal Háskóla Íslands þar sem meðal annars verður fjallað um líffræðilegan fjölbreytileika. Ég er viss um að unglingavinnan geti fundið önnur verkefni fyrir ungmenni landsins en að reyta fífla úr sprungum í gangstéttinni, og allir sem eiga aðild að máli yrðu hamingjusamari fyrir vikið. Höfundur er nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar