Blátt bann við erlendum fjárframlögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 22:25 Tilefni frumvarpsins er að þingkosningar fara fram í vor en Grænlendingar mega sín lítils andspænis hagsmunum stórveldanna. Getty Grænlenska landsstjórnin hyggst leggja blátt bann við nafnlausum og erlendum fjárhagsstuðningi til stjórnmálasamtaka. Ætlunin er að koma í veg fyrir erlend afskipti af þingkosningum þar í landi í vor. Í dag var grænlenska þingið sett og tilkynnti Mimi Karlsen, forseti þingsins úr röðum stjórnarflokksins Inuit ataqatigiit, að frumvarp verði lagt fram á morgun og fái flýtimerðferð. Frumvarpið kveður á um að fjárframlög erlendra eða ónafngreindra aðila til stjórnmálasamtaka verði með öllu óheimil. Fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq um frumvarpið að það sé lagt fram „í ljósi alþjóðastjórnmálalegs áhuga á Grænlandi og þeirrar stöðu sem upp er komin, þar sem fulltrúar stórveldis sem jafnframt er bandamaður okkar hafa lýst því yfir að þeir vilji taka yfir Grænland.“ Þar er bersýnilega vitnað til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhangenda hans sem hafa valdið miklu fjaðrafoki í grænlenskum stjórnmálum með yfirlýsingagleði sinni undanfarna mánuði. Hann hefur sagt það vera afgerandi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau nái fullum yfirráðum yfir Grænlandi. Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi þeirra Grænlendinga á morgun og gert er ráð fyrir því að það verði fyrirvaralaust að lögum. Bannið gildir líka um staðbundnar og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þá verður það einnig stjórnmálahreyfingum óheimilt að þiggja fjárframlag frá einkaaðilum sem nemur samanlögðum 200 þúsund krónum dönskum, eða tæplega fjórum milljónum íslenskum, eða þá frá tilteknum einstaklingi eða fyrirtæki sem nemur 20 þúsund dönskum krónum, eða 400 þúsund íslenskum. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar á reglum er varða upplýsingarskyldu stjórnmálahreyfinga varðandi fjárframlög. Grænland Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Í dag var grænlenska þingið sett og tilkynnti Mimi Karlsen, forseti þingsins úr röðum stjórnarflokksins Inuit ataqatigiit, að frumvarp verði lagt fram á morgun og fái flýtimerðferð. Frumvarpið kveður á um að fjárframlög erlendra eða ónafngreindra aðila til stjórnmálasamtaka verði með öllu óheimil. Fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq um frumvarpið að það sé lagt fram „í ljósi alþjóðastjórnmálalegs áhuga á Grænlandi og þeirrar stöðu sem upp er komin, þar sem fulltrúar stórveldis sem jafnframt er bandamaður okkar hafa lýst því yfir að þeir vilji taka yfir Grænland.“ Þar er bersýnilega vitnað til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhangenda hans sem hafa valdið miklu fjaðrafoki í grænlenskum stjórnmálum með yfirlýsingagleði sinni undanfarna mánuði. Hann hefur sagt það vera afgerandi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau nái fullum yfirráðum yfir Grænlandi. Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi þeirra Grænlendinga á morgun og gert er ráð fyrir því að það verði fyrirvaralaust að lögum. Bannið gildir líka um staðbundnar og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þá verður það einnig stjórnmálahreyfingum óheimilt að þiggja fjárframlag frá einkaaðilum sem nemur samanlögðum 200 þúsund krónum dönskum, eða tæplega fjórum milljónum íslenskum, eða þá frá tilteknum einstaklingi eða fyrirtæki sem nemur 20 þúsund dönskum krónum, eða 400 þúsund íslenskum. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar á reglum er varða upplýsingarskyldu stjórnmálahreyfinga varðandi fjárframlög.
Grænland Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira