Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 16:10 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. AP/Marco Ugarte Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta umfangsmiklum tollum á Mexíkó. Í staðinn munu yfirvöld þar senda tíu þúsund hermenn að landamærum ríkjanna og auka þar eftirlit. Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Sjá meira
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32
Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00
Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47