Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar 3. febrúar 2025 11:44 Hjá Utanríkisráðuneytinu liggur nú umsókn frá Rannsóknarfyrirtækinu Röst um að losa 20 tonn af vítissóda í Hvalfjörð um miðjan júlí næstkomandi. Slík tilraun gæti endað sem skólabókardæmi um umhverfisslys sem hefði áhrif á umhverfi, dýralíf og mannlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er markmiðið með þessum verknaði að auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Með þessu á að skoða hvaða áhrif slíkt hefur á vistkerfi Hvalfjarðar með það að markmiði að kanna möguleika á niðurdælingu á koldíoxiði úr andrúmsloftinu. Þetta vill fyrirtækið skoða við raunverulegar aðstæður og meta um leið umhverfisáhrifin svo vitnað sé til kynningar fyrirtækisins sjálfs. Þar sem rannsóknin verður framkvæmd á opnu hafssvæði liggur umrædd umsókn Rastar hjá utanríkisráðherra, sem jafnframt hefur óskað eftir umsögnum nokkurra stofnana vegna losunar eitursins. Þeir sem munu veita umsögn um þetta tilraunaleyfi eru matvælaráðuneytið, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæslan. Það stingur vissulega í stúf að ekki hefur verið óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila, s.s. íbúa, ferðaþjónustuaðila eða sveitarfélaga á svæðinu. Rannsóknarfyrirtækið Röst gefur sig út fyrir að vera óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Samkvæmt ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra eru raunverulegir eigendur félagsins þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem líklega mætti telja til helstu auðmanna Íslands. Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri. Sitt sýnist hverjum um þá stjórnsýslu sem þar átti sér stað og virðist sem sú saga geti endurtekið sig nú. Aðkoma opinberra aðila Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum - og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka. Svo mjög að upp á síðkastið hafa nokkrir aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð. Það vekur ekki síður athygli að í aðdraganda verkefnisins var ákveðið að bjóða oddvita Hvalfjarðasveitar stjórnarsetu í Röst, og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið. Ekkert samtal átti sér stað milli sveitarfélaganna í Hvalfirði né var Kjósarhreppur látinn vita um fyrirætlaða eitrun á neinu stigi málsins, kannski vegna þess að kjörnir fulltrúar Kjósarhrepps hefðu ólíklega þegið sæti í stjórn einkafyrirtækis. Vert væri að kanna hvernig umrædd stjórnarseta oddvita Hvalfjarðarsveitar fer saman við þær siðareglur sem sveitarfélög setja sínum fulltrúum, og jafnframt vaknar sú spurning hvort viðkomandi myndi þiggja sæti í stjórn fleiri fyrirtækja sem ásælast Hvalfjörð um þessar mundir. Umrædd aðferðafræði Rastar í aðdraganda verkefnisins er því miður kunnuglegt stef þegar kemur að því að lauma vafasömum málum í gegnum „kerfið“, og ætti ein og sér að nægja til þess að hringja mörgum viðvörunarbjöllum. Kynning og undirbúningur málsins Frá því að málið kom óvænt upp hefur Röst haldið nokkra kynningarfundi að beiðni hagsmunaaðila. Það gerðist ekki fyrr en að umræddir aðilar settu sig í samband við fyrirtækið og óskuðu upplýsinga að fyrra bragði enda verkefnið þá þegar hafið. Í máli forsvarsmanns fyrirtækisins kom fram að Röst hafði ekki áttað sig á því að Kjósarhreppur ætti land að firðinum, og væntanlega talið sig vera búið að friða stjórnsýsluna með stjórnarsetu fulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Ekki verður annað séð en að tilgangurinn með stjórnarsetunni sé einmitt slíkur, enda vandséð að umræddur aðili sé með bakgrunn, menntun né kunnáttu til að hafa nokkra efnislega þekkingu á rannsókninni sjálfri. Í nóvember síðastliðnum var blásið til fundar með veiðifélögum í firðinum að þeirra ósk, en þekktar lax- og silungsveiðiár falla til Hvalfjarðar. Á þeim fundi komu fram miklar áhyggjur af hendi heimamanna því eitrunin á að fara fram í byrjun júlí, á þeim tíma sem Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Botnsá og Kiðafellsá eiga að fá sína heimastofna úr úthöfum til hrygningar. Laxaseiði, nýgengin til sjávar, er enn að finna í Hvalfirði á þessum árstíma auk þess að sjóbirtingsstofn ánna er að stórum hluta enn í firðinum og ekki genginn í ferskvatn. Ekki verður séð að ítarleg athugun hafi átt sér stað á áhrifum vítissódans á villta ferskvatnsstofna fjarðarins, hvorki af hendi Rastar né Hafrannsóknastofnunar. Það er hins vegar á allra vitorði að um er að ræða baneitrað efni, gjarnan notað sem stíflueyðir, og getur haft mikil áhrif á flestar lífverur. Rannsóknir frá Bretlandseyjum gefa til kynna að ungviði fiska eru sérstaklega viðkvæm fyrir slíkum eiturefnum. En af hverju Ísland, og af hverju Hvalfjörður? Það er rétt að geta þess að umsóknir um rannsóknarleyfi, svipaðar þeim sem Röst leggur nú fyrir í Hvalfirði, hafa farið inn á borð annarra Evrópulanda. Þar hefur þeim verið synjað umsvifalaust enda myndu ríki Evrópusambandsins aldrei leyfa slíka eitrun innan sinnar lögsögu samkvæmt þeim lögum sem þar gilda. Því er líklegast rétt að spyrja sig hvort umsókn Rastar brjóti hreinlega í bága við þær reglugerðir sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Það að hella eitri í fjörð er einfaldlega eitthvað sem engin þjóð með þokkalega samvisku vill láta bendla sig við. Eftir því sem næst verður komist er samsvarandi rannsókn fyrirhuguð í einu ríki Bandaríkjanna á svipuðum tíma, og hefur sú rannsókn hlotið harða gagnrýni bæði náttúrverndarsamtaka og aðila sem stunda sjálfærar veiðar á þeim slóðum. Í kynningum Rastar hefur einmitt komið fram á Ísland hafi orðið fyrir valinu vegna þeirra náttúrugæða sem þar er að finna. Meðal annars hreina og kalda firði, góðar náttúrulegar aðstæður og ekki síst hreina ímynd Íslands út á við. Því má segja að rök fyrirtækisins fyrir því að velja Ísland og fremja verknaðinn í Hvalfirði séu einmitt þau sömu og ættu að nægja til að hafna rannsóknarleyfinu frá fyrirtækinu. Á fyrrnefndum kynningarfundi fyrirtækisins með veiðifélögunum talaði meðal annars starfsfólk Hafrannsóknastofunar fyrir hönd Rastar. Þar voru starfsmennirnir spurðir um ástæðuna fyrir því að Hvalfjörður hafi orðið fyrir valinu. Ástæðan sem gefin var einföld: Aðrir firðir sem komu til greina voru einfaldlega orðnir of mengaðir af lífrænum úrgangi vegna sjókvíaeldis. Það er nefnilega það. Af ábyrgð og ímynd Í bréfi frá Veiðifélagi Kjósarhrepps sem sent var Utanríkisráðuneytinu í byrjun desember sl. kemur fram að félagið áskilur sér rétt til málshöfðunar ef neikvæð umhverfisáhrif verða af eitruninni. Slíkar skaðabætur, fyrir utan hið óaftukræfa umhverfistjón, gætu orðið gríðarlega háar, og væntanlega myndu önnur veiðifélög og hagmunaaðilar á svæðinu fylgja í kjölfarið. Í þessu samhengi má geta þess að hlutafé Rastar nemur 500.000 kr, og aðspurður svaraði fulltrúi fyrirtækisins engu um það hvort það hefði burði til að mæta slíkum skaðabótakröfum. Ekki verður betur séð en að fyrirtækið gangi til verks án trygginga, enda vandséð að nokkuð tryggingafélag myndi vilja gangast í ábyrgðir fyrir því að hella 20 tonnum af eitri í íslenskan fjörð til þess eins að kanna afleiðingarnar. Væntanlega myndu því slíkar skaðabótagreiðslur, ef til þeirra kæmi, þá falla á íslenska skattgreiðendur. Samkvæmt heimildum greinahöfundar hefur Sveitarstjórn Kjósarhrepps lýst yfir miklum áhyggjum vegna rannsóknarinnar og hefur fyrirspurnum til Utanríkisráðuneytisins ekki verið svarað. Hvernig sem á það er litið, og burtséð frá því hvort ásetningur tilraunarinnar sé góður eður ei, þá er einfaldlega verið að setja eitur í fjörðinn. Slíkt getur haft mjög neikvæð áhrif á ímynd svæðisins, þá blómlegu ferðaþjónustu sem blómstrar í Kjósinni, og jafnframt er verknaðurinn í hreinni andstöðu við þau sjálfbæru markmið sem sveitarfélagið og íbúarnir í Kjósarhreppi hafa sett sér út á við. Rétt er að geta þess að greinahöfundur er hagsmunaaðili í Hvalfirði og hefur setið kynningarfund á vegum Rastar. Í því samhengi er sanngjarnt að geta þess að Röst hefur svarað fyrirspurnum undirritaðs fljótt og vel eftir að málið kom upp. Markmið rannsóknarinnar er að mati Rastar eflaust göfugt fyrir mannkynið í heild, en það er einfaldlega óásættanlegt að rannsókn sem þessi feli í sér mengun og notkun á eitruðum efnum sem ekki eru æskileg í náttúru landsins. Það er von mín að þær stofnanir sem munu veita umsögn í málinu skoði vel hvort rannsókn Rastar sé í samræmi við þær alþjóðlegu reglur sem hérlend stjórnvöld hafa undirgengist. Jafnframt að Utanríkisráðherra spyrni við fótum og skapi heilbrigt umsagnarferli í málum sem þessum. Mikið fjármagn er í umferð þegar kemur að lausnum í loftlagsmálum en gæta þarf þess að þær rannsóknir sem þarf að framkvæma skaði ekki hagsmuni íbúa og íslenska náttúru. Vandséð er að eitrun á slíkum skala sem hér um ræðir falli í þann flokk. Höfundur er leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hjá Utanríkisráðuneytinu liggur nú umsókn frá Rannsóknarfyrirtækinu Röst um að losa 20 tonn af vítissóda í Hvalfjörð um miðjan júlí næstkomandi. Slík tilraun gæti endað sem skólabókardæmi um umhverfisslys sem hefði áhrif á umhverfi, dýralíf og mannlíf í Hvalfirði, í fjöruborði höfuðborgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er markmiðið með þessum verknaði að auka basavirkni sjávar með vítissóda og með því hækka PH gildi fjarðarins. Með þessu á að skoða hvaða áhrif slíkt hefur á vistkerfi Hvalfjarðar með það að markmiði að kanna möguleika á niðurdælingu á koldíoxiði úr andrúmsloftinu. Þetta vill fyrirtækið skoða við raunverulegar aðstæður og meta um leið umhverfisáhrifin svo vitnað sé til kynningar fyrirtækisins sjálfs. Þar sem rannsóknin verður framkvæmd á opnu hafssvæði liggur umrædd umsókn Rastar hjá utanríkisráðherra, sem jafnframt hefur óskað eftir umsögnum nokkurra stofnana vegna losunar eitursins. Þeir sem munu veita umsögn um þetta tilraunaleyfi eru matvælaráðuneytið, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnun og Landhelgisgæslan. Það stingur vissulega í stúf að ekki hefur verið óskað eftir umsögnum hagsmunaaðila, s.s. íbúa, ferðaþjónustuaðila eða sveitarfélaga á svæðinu. Rannsóknarfyrirtækið Röst gefur sig út fyrir að vera óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Samkvæmt ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra eru raunverulegir eigendur félagsins þeir Davíð Helgason og Kjartan Örn Ólafsson sem líklega mætti telja til helstu auðmanna Íslands. Að baki félaginu standa að hluta til sömu aðilar og sökktu trjákurli innan lögsögunnar fyrir skemmstu, en því máli hafa verið gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum undanfarin misseri. Sitt sýnist hverjum um þá stjórnsýslu sem þar átti sér stað og virðist sem sú saga geti endurtekið sig nú. Aðkoma opinberra aðila Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum - og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka. Svo mjög að upp á síðkastið hafa nokkrir aðilar úr röðum Hafrannsóknastofnunar flutt sig alfarið um set, og einfaldlega hafið störf hjá fyrirtækinu. Aðkoma stofnunarinnar að verkefninu er á margan hátt athygliverð. Ekki síst fyrir þær sakir að stofnunin er einn umsagnaraðila í leyfisveitingu Utanríkisráðuneytisins og situr því beggja vegna borðsins. Út á við er Hafrannsóknastofnun ráðleggjandi í flestu því sem viðkemur bæði hafsjó og ferskvatni innan íslensku lögsögunnar, og það að fara í eitranir á Hvalfirði setur öll verk hennar hreinlega í annað samhengi. Í annan fótinn setur stofnunin aðilum skorður í umgengni sinni um auðlindina, en með hinum ætlar hún að vera milligöngumaður um að hella 20 tonnum af vítissóda í Hvalfjörð. Það vekur ekki síður athygli að í aðdraganda verkefnisins var ákveðið að bjóða oddvita Hvalfjarðasveitar stjórnarsetu í Röst, og eins furðulega og það hljómar, þá þáði viðkomandi boðið. Þetta gerði oddvitinn án þess að gera athugasemd við að fulltrúum Kjósarhrepps væri ekki boðið að borðinu. Kjósarhreppur, sem einnig á strandlengju að Hvalfirði, var ekki upplýstur um rannsóknina og máttu kjörnir fulltrúar þeim megin fjarðarins gera sér að góðu að frétta af verkefninu af tilviljun löngu eftir að það var hafið. Ekkert samtal átti sér stað milli sveitarfélaganna í Hvalfirði né var Kjósarhreppur látinn vita um fyrirætlaða eitrun á neinu stigi málsins, kannski vegna þess að kjörnir fulltrúar Kjósarhrepps hefðu ólíklega þegið sæti í stjórn einkafyrirtækis. Vert væri að kanna hvernig umrædd stjórnarseta oddvita Hvalfjarðarsveitar fer saman við þær siðareglur sem sveitarfélög setja sínum fulltrúum, og jafnframt vaknar sú spurning hvort viðkomandi myndi þiggja sæti í stjórn fleiri fyrirtækja sem ásælast Hvalfjörð um þessar mundir. Umrædd aðferðafræði Rastar í aðdraganda verkefnisins er því miður kunnuglegt stef þegar kemur að því að lauma vafasömum málum í gegnum „kerfið“, og ætti ein og sér að nægja til þess að hringja mörgum viðvörunarbjöllum. Kynning og undirbúningur málsins Frá því að málið kom óvænt upp hefur Röst haldið nokkra kynningarfundi að beiðni hagsmunaaðila. Það gerðist ekki fyrr en að umræddir aðilar settu sig í samband við fyrirtækið og óskuðu upplýsinga að fyrra bragði enda verkefnið þá þegar hafið. Í máli forsvarsmanns fyrirtækisins kom fram að Röst hafði ekki áttað sig á því að Kjósarhreppur ætti land að firðinum, og væntanlega talið sig vera búið að friða stjórnsýsluna með stjórnarsetu fulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Ekki verður annað séð en að tilgangurinn með stjórnarsetunni sé einmitt slíkur, enda vandséð að umræddur aðili sé með bakgrunn, menntun né kunnáttu til að hafa nokkra efnislega þekkingu á rannsókninni sjálfri. Í nóvember síðastliðnum var blásið til fundar með veiðifélögum í firðinum að þeirra ósk, en þekktar lax- og silungsveiðiár falla til Hvalfjarðar. Á þeim fundi komu fram miklar áhyggjur af hendi heimamanna því eitrunin á að fara fram í byrjun júlí, á þeim tíma sem Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Botnsá og Kiðafellsá eiga að fá sína heimastofna úr úthöfum til hrygningar. Laxaseiði, nýgengin til sjávar, er enn að finna í Hvalfirði á þessum árstíma auk þess að sjóbirtingsstofn ánna er að stórum hluta enn í firðinum og ekki genginn í ferskvatn. Ekki verður séð að ítarleg athugun hafi átt sér stað á áhrifum vítissódans á villta ferskvatnsstofna fjarðarins, hvorki af hendi Rastar né Hafrannsóknastofnunar. Það er hins vegar á allra vitorði að um er að ræða baneitrað efni, gjarnan notað sem stíflueyðir, og getur haft mikil áhrif á flestar lífverur. Rannsóknir frá Bretlandseyjum gefa til kynna að ungviði fiska eru sérstaklega viðkvæm fyrir slíkum eiturefnum. En af hverju Ísland, og af hverju Hvalfjörður? Það er rétt að geta þess að umsóknir um rannsóknarleyfi, svipaðar þeim sem Röst leggur nú fyrir í Hvalfirði, hafa farið inn á borð annarra Evrópulanda. Þar hefur þeim verið synjað umsvifalaust enda myndu ríki Evrópusambandsins aldrei leyfa slíka eitrun innan sinnar lögsögu samkvæmt þeim lögum sem þar gilda. Því er líklegast rétt að spyrja sig hvort umsókn Rastar brjóti hreinlega í bága við þær reglugerðir sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Það að hella eitri í fjörð er einfaldlega eitthvað sem engin þjóð með þokkalega samvisku vill láta bendla sig við. Eftir því sem næst verður komist er samsvarandi rannsókn fyrirhuguð í einu ríki Bandaríkjanna á svipuðum tíma, og hefur sú rannsókn hlotið harða gagnrýni bæði náttúrverndarsamtaka og aðila sem stunda sjálfærar veiðar á þeim slóðum. Í kynningum Rastar hefur einmitt komið fram á Ísland hafi orðið fyrir valinu vegna þeirra náttúrugæða sem þar er að finna. Meðal annars hreina og kalda firði, góðar náttúrulegar aðstæður og ekki síst hreina ímynd Íslands út á við. Því má segja að rök fyrirtækisins fyrir því að velja Ísland og fremja verknaðinn í Hvalfirði séu einmitt þau sömu og ættu að nægja til að hafna rannsóknarleyfinu frá fyrirtækinu. Á fyrrnefndum kynningarfundi fyrirtækisins með veiðifélögunum talaði meðal annars starfsfólk Hafrannsóknastofunar fyrir hönd Rastar. Þar voru starfsmennirnir spurðir um ástæðuna fyrir því að Hvalfjörður hafi orðið fyrir valinu. Ástæðan sem gefin var einföld: Aðrir firðir sem komu til greina voru einfaldlega orðnir of mengaðir af lífrænum úrgangi vegna sjókvíaeldis. Það er nefnilega það. Af ábyrgð og ímynd Í bréfi frá Veiðifélagi Kjósarhrepps sem sent var Utanríkisráðuneytinu í byrjun desember sl. kemur fram að félagið áskilur sér rétt til málshöfðunar ef neikvæð umhverfisáhrif verða af eitruninni. Slíkar skaðabætur, fyrir utan hið óaftukræfa umhverfistjón, gætu orðið gríðarlega háar, og væntanlega myndu önnur veiðifélög og hagmunaaðilar á svæðinu fylgja í kjölfarið. Í þessu samhengi má geta þess að hlutafé Rastar nemur 500.000 kr, og aðspurður svaraði fulltrúi fyrirtækisins engu um það hvort það hefði burði til að mæta slíkum skaðabótakröfum. Ekki verður betur séð en að fyrirtækið gangi til verks án trygginga, enda vandséð að nokkuð tryggingafélag myndi vilja gangast í ábyrgðir fyrir því að hella 20 tonnum af eitri í íslenskan fjörð til þess eins að kanna afleiðingarnar. Væntanlega myndu því slíkar skaðabótagreiðslur, ef til þeirra kæmi, þá falla á íslenska skattgreiðendur. Samkvæmt heimildum greinahöfundar hefur Sveitarstjórn Kjósarhrepps lýst yfir miklum áhyggjum vegna rannsóknarinnar og hefur fyrirspurnum til Utanríkisráðuneytisins ekki verið svarað. Hvernig sem á það er litið, og burtséð frá því hvort ásetningur tilraunarinnar sé góður eður ei, þá er einfaldlega verið að setja eitur í fjörðinn. Slíkt getur haft mjög neikvæð áhrif á ímynd svæðisins, þá blómlegu ferðaþjónustu sem blómstrar í Kjósinni, og jafnframt er verknaðurinn í hreinni andstöðu við þau sjálfbæru markmið sem sveitarfélagið og íbúarnir í Kjósarhreppi hafa sett sér út á við. Rétt er að geta þess að greinahöfundur er hagsmunaaðili í Hvalfirði og hefur setið kynningarfund á vegum Rastar. Í því samhengi er sanngjarnt að geta þess að Röst hefur svarað fyrirspurnum undirritaðs fljótt og vel eftir að málið kom upp. Markmið rannsóknarinnar er að mati Rastar eflaust göfugt fyrir mannkynið í heild, en það er einfaldlega óásættanlegt að rannsókn sem þessi feli í sér mengun og notkun á eitruðum efnum sem ekki eru æskileg í náttúru landsins. Það er von mín að þær stofnanir sem munu veita umsögn í málinu skoði vel hvort rannsókn Rastar sé í samræmi við þær alþjóðlegu reglur sem hérlend stjórnvöld hafa undirgengist. Jafnframt að Utanríkisráðherra spyrni við fótum og skapi heilbrigt umsagnarferli í málum sem þessum. Mikið fjármagn er í umferð þegar kemur að lausnum í loftlagsmálum en gæta þarf þess að þær rannsóknir sem þarf að framkvæma skaði ekki hagsmuni íbúa og íslenska náttúru. Vandséð er að eitrun á slíkum skala sem hér um ræðir falli í þann flokk. Höfundur er leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun