Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Jón Ísak Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. febrúar 2025 22:39 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag. „Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann. Í innanhústillögu ríkissáttasemjara fólst að bæði ríki og sveitarfélög féllust á að nauðsynlegt væri að fara í svo kallað virðismat á störfum kennara og gert ráð fyrir að greitt væri inn á það með tilteknum hætti. Síðan hæfist ferli við þetta mat sem ljúka átti á tveimur árum. Sömuleiðis voru uppsagnarákvæði í þeim kjarasamningi sem innanhústillagan fól í sér. Þegar svo langt hefur verið komið til móts við kröfur kennara og viðræður stranda engu að síður, þrengir það þá möguleika sem eftir eru til að aðilar nái saman? „Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta meginúrlausnarefni, langvarandi deila um jöfnun launa milli markaða, verði ekki leyst með öðru en virðismatsaðferðinni og tel að aðilar hafi orðið sammála um það. Það eru hins vegar skilmálar vegferðarinnar sem verða til þess að það næst ekki saman. Þessir aðilar hafa mjög lengi átt í deilum. Stundum þegar þannig er komið verða samskiptin erfið og ekki gott veganesti inn í samninga,“ segir Ástráður. Hann reiknar ekki með að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf ríkissáttasemjari hins vegar að kalla þá til fundar á tveggja vikna fresti. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að slitnað hafi upp úr viðræðunum eftir langan fund í dag. „Við höfðum setið lengi og reynt að finna út úr því hvort við gætum náð saman um þær breytingar sem Kennararsambandið vildi gera á innanhústillögu ríkissáttasemjara. Kennararnir kröfðust frekari launabreytinga en gert var ráð fyrir og viðsemjendur féllust ekki á það,“ segir hann. Í innanhústillögu ríkissáttasemjara fólst að bæði ríki og sveitarfélög féllust á að nauðsynlegt væri að fara í svo kallað virðismat á störfum kennara og gert ráð fyrir að greitt væri inn á það með tilteknum hætti. Síðan hæfist ferli við þetta mat sem ljúka átti á tveimur árum. Sömuleiðis voru uppsagnarákvæði í þeim kjarasamningi sem innanhústillagan fól í sér. Þegar svo langt hefur verið komið til móts við kröfur kennara og viðræður stranda engu að síður, þrengir það þá möguleika sem eftir eru til að aðilar nái saman? „Ég er enn þeirrar skoðunar að þetta meginúrlausnarefni, langvarandi deila um jöfnun launa milli markaða, verði ekki leyst með öðru en virðismatsaðferðinni og tel að aðilar hafi orðið sammála um það. Það eru hins vegar skilmálar vegferðarinnar sem verða til þess að það næst ekki saman. Þessir aðilar hafa mjög lengi átt í deilum. Stundum þegar þannig er komið verða samskiptin erfið og ekki gott veganesti inn í samninga,“ segir Ástráður. Hann reiknar ekki með að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf ríkissáttasemjari hins vegar að kalla þá til fundar á tveggja vikna fresti.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira