„Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Forystumenn og aðrir frambjóðendur Viðreisnar hafa slegið sér upp á því að þeir treysti þjóðinni til þess að taka ákvörðun um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik eða ekki. Hafa þeir þannig talað á þá leið að það væri þeim mikið hjartans mál að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Það væri þjóðin sem ætti að taka þá ákvörðun. Fyrir vikið vakti athygli þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því yfir í Spursmálum á mbl.is. rétt fyrir þingkosningarnar að ákall flokksins eftir þjóðaratkvæði væri aðeins málamiðlun af hálfu hans. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu.“ Með öðrum orðum fólst í orðum Þorgerðar Katrínar að Viðreisn hefði í raun ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu í þessum efnum. Sé eitthvað markmið er vitanlega engin þörf á málamiðlunum í þeim efnum. Helzt vildi flokkurinn þannig ljóslega að ekki þyrfti að halda þjóðaratkvæði og að farið yrði beint í það að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hugsunin með því að leggja áherzlu á þjóðaratkvæði hefur annars greinilega verið sú að nýta sér þá jákvæðu skírskotun sem slíkar atkvæðagreiðslur allajafna hafa í hugum landsmanna til þess að freista þess að koma málstað Evrópusambandssinna upp úr þeim hjólförum sem hann hefur verið um langt árabil. Með öðrum orðum felst í því ákveðin örvænting. Framganga Viðreisnar í þessum efnum til viðbótar við annað, eins og þá staðreynd að forystumenn og aðrir frambjóðendur flokksins forðuðust að tala um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, er ekki beinlínis til marks um málstað sem stendur styrkum fótum heldur þvert á móti veikan málstað og að helztu talsmenn hans séu vel meðvitaðir um það. Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Forystumenn og aðrir frambjóðendur Viðreisnar hafa slegið sér upp á því að þeir treysti þjóðinni til þess að taka ákvörðun um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik eða ekki. Hafa þeir þannig talað á þá leið að það væri þeim mikið hjartans mál að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Það væri þjóðin sem ætti að taka þá ákvörðun. Fyrir vikið vakti athygli þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því yfir í Spursmálum á mbl.is. rétt fyrir þingkosningarnar að ákall flokksins eftir þjóðaratkvæði væri aðeins málamiðlun af hálfu hans. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu.“ Með öðrum orðum fólst í orðum Þorgerðar Katrínar að Viðreisn hefði í raun ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu í þessum efnum. Sé eitthvað markmið er vitanlega engin þörf á málamiðlunum í þeim efnum. Helzt vildi flokkurinn þannig ljóslega að ekki þyrfti að halda þjóðaratkvæði og að farið yrði beint í það að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hugsunin með því að leggja áherzlu á þjóðaratkvæði hefur annars greinilega verið sú að nýta sér þá jákvæðu skírskotun sem slíkar atkvæðagreiðslur allajafna hafa í hugum landsmanna til þess að freista þess að koma málstað Evrópusambandssinna upp úr þeim hjólförum sem hann hefur verið um langt árabil. Með öðrum orðum felst í því ákveðin örvænting. Framganga Viðreisnar í þessum efnum til viðbótar við annað, eins og þá staðreynd að forystumenn og aðrir frambjóðendur flokksins forðuðust að tala um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, er ekki beinlínis til marks um málstað sem stendur styrkum fótum heldur þvert á móti veikan málstað og að helztu talsmenn hans séu vel meðvitaðir um það. Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar