Innlent

Ó­skandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag

Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vonast til þess að samninganefnd Kennarasambands Íslands fallist á innanhússtillögu sem lögð var fram í gær. KÍ hafði til klukkan eitt í dag til að taka afstöðu til hennar.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn og gaf Kennarasambandi Íslands til klukkan eitt í dag til að taka afstöðu til hennar. Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti tillöguna einróma í gær.

Inga Rún segir SÍS gera margar athugasemdir við tillöguna sem feli í sér talsverðan kostnað en að mikilvægt sé að sýna sáttavilja og ganga frá samningum.

„Við höfum áhyggjur af ýmsu í þessari tillögu og ýmsar athugasemdir. En virðismatsvegferðin er eitthvað sem okkur þykir mjög nauðsynlegt að fara í og það varð því ofan á eftir mikið samráð við okkar bakland í gær,“ segir Inga Rún.

Ertu bjartsýn á að það náist að binda hnút á þetta í dag?

„Það væri óskandi. Þá eru menn komnir í markaða vegferð að leysa þessa deilu og auðvitað vona ég það,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×