Loksins brosti Dagur Sigurðsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 10:01 Króötum þykir Dagur Sigurðsson vera mjög alvörugefinn en hann brosti eftir frábæran sigur á Frökkum í undanúrslitleik HM. Getty/Luka Stanzl Króatískir fjölmiðlamenn hafa saknað þess hversu Dagur Sigurðsson hefur brosað lítið síðan að hann tók við handboltalandsliði þeirra. Dagur hefur verið að gera frábæra hluti með króatíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í ár og hefur hjálpað liðinu að komast upp úr lægð síðustu ára. Fréttamenn króatíska miðilsins 24 Sata eru í hópi þeirra sem vildu sjá landsliðsþjálfarann brosa meira en þeir fögnuðu því sérstaklega að sjá bros íslenska þjálfarans eftir sigur Króatíu á Frakklandi í undanúrslitaleik HM. Króatar bjuggu til ævintýralegt umhverfi í höllinni og liðið þeirra svaraði með því að komast í 18-9 á móti Evrópumeisturum Frakka sem höfðu einnig unnið silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Króatar lönduðu síðan flottum sigri og eru öruggir með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti síðan 2013. „Króatíska geðshræringin fékk hinn kalda Skandinava til að brosa loksins,“ skrifaði blaðamaður 24 Sata. „Við höfðum séð svo lítið af brosi Dags Sigurðssonar en nú fengum við að sjá ósvikið bros, bros sem sendir skilaboðin um að honum líði nú eins og hann sé hluti af þessari þjóð. Að honum líði núna eins og hann sé Hrvatsson.“ Dagur varð auðvitað fyrsti útlendingurinn til að stýra landsliði Króata og það var stórt skrefa að taka fyrir handboltasambandið þar. Það efast enginn um þá ákvörðun í dag og nú er liðið aðeins einum leik frá heimsmeistaratitli. Mótherjinn verður Danmörk á morgun. Danir eru miklu sigurstranglegri í úrslitaleiknum enda hafa þeir verið óstöðvandi á þessu móti og unnu undanúrslitaleikinn sinn á Portúgal með þrettán mörkum. Þeir hafa líka ekki tapað leik á heimsmeistari í átta ár. Við verðum því að sjá til hvort að Hrvatsson ævintýrið fái líka góðan endi eins og þegar Dagur skrifaði ævintýrið með þýska landsliðinu sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016 þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01 „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41 Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51 Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Dagur hefur verið að gera frábæra hluti með króatíska landsliðið á heimsmeistaramótinu í ár og hefur hjálpað liðinu að komast upp úr lægð síðustu ára. Fréttamenn króatíska miðilsins 24 Sata eru í hópi þeirra sem vildu sjá landsliðsþjálfarann brosa meira en þeir fögnuðu því sérstaklega að sjá bros íslenska þjálfarans eftir sigur Króatíu á Frakklandi í undanúrslitaleik HM. Króatar bjuggu til ævintýralegt umhverfi í höllinni og liðið þeirra svaraði með því að komast í 18-9 á móti Evrópumeisturum Frakka sem höfðu einnig unnið silfur á síðasta heimsmeistaramóti. Króatar lönduðu síðan flottum sigri og eru öruggir með sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti síðan 2013. „Króatíska geðshræringin fékk hinn kalda Skandinava til að brosa loksins,“ skrifaði blaðamaður 24 Sata. „Við höfðum séð svo lítið af brosi Dags Sigurðssonar en nú fengum við að sjá ósvikið bros, bros sem sendir skilaboðin um að honum líði nú eins og hann sé hluti af þessari þjóð. Að honum líði núna eins og hann sé Hrvatsson.“ Dagur varð auðvitað fyrsti útlendingurinn til að stýra landsliði Króata og það var stórt skrefa að taka fyrir handboltasambandið þar. Það efast enginn um þá ákvörðun í dag og nú er liðið aðeins einum leik frá heimsmeistaratitli. Mótherjinn verður Danmörk á morgun. Danir eru miklu sigurstranglegri í úrslitaleiknum enda hafa þeir verið óstöðvandi á þessu móti og unnu undanúrslitaleikinn sinn á Portúgal með þrettán mörkum. Þeir hafa líka ekki tapað leik á heimsmeistari í átta ár. Við verðum því að sjá til hvort að Hrvatsson ævintýrið fái líka góðan endi eins og þegar Dagur skrifaði ævintýrið með þýska landsliðinu sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn árið 2016 þrátt fyrir að vera án fjölda lykilmanna.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01 „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41 Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51 Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Dagur Sigurðsson er einum sigri frá sögulegum þjálfarasigri eftir að hann kom króatíska landsliðinu í úrslitaleik HM í gærkvöldi. 31. janúar 2025 10:01
„Ég gæti ekki verið ánægðari“ Dagur Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir frábæran sigur króatíska landsliðsins á því franska í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í gærkvöldi. 31. janúar 2025 06:41
Dagur og lærisveinar hans í úrslit Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu eru komnir í úrslit HM karla í handbolta eftir frækinn sigur á Frökkum. 30. janúar 2025 21:51
Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. 29. janúar 2025 09:33