„Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2025 15:44 Hér má sjá umrædd blóm sem var stillt upp við hvíta vegginn og verðlaunahöfum sömuleiðis. Mynd/Arnþór Birkisson Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns. „…ég var svo yfir mig hneyksluð á plastpottaplöntunum sem stillt var upp við afhendingu bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gærkveldi. Þvílíkt metnaðarleysi,“ segir einn í hópnum á meðan annar segir: „Þar er íhaldskerlingunni rétt lýst,“ og á þá við forsetann. Sjá einnig: Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Aðrir lýsa yfir furðu á þessu vali á meðan einn stígur fram til varnar plastblómum. „Hvaða fordómar eru þetta? Plastblóm eru virkilega falleg og eiga fullan rétt á sér á mörgum stöðum. Falleg hönnun á plastjurtum er listgrein sem ber að virða rétt eins og alla aðra sköpun sem fólk gerir. Þetta er bara dónalegt viðhorf til þeirra sem gerðu þessi plastjurtir.“ Annar vísar í áramótaskaup sjónvarpsins þar sem var gert grín að Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og sett út á smekk hennar og jafnvel gefið til kynna að hún hefði lítið álit á íslenskum menningum og listum. Atriðið er hægt að sjá hér á mínútu 27:27. „Þetta er sama lenska og áramótaskaupið gerði svo skemmtilega grín að,“ segir einn í hópnum. Hér má sjá skjáskot af umræðunni í Facebook-hópnum.Facebook Blómin frá leikmunadeild RÚV Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður sá um framleiðslu á sjónvarpsútsendingu verðlaunanna fyrir hönd RÚV. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi beðið leikmunadeild RÚV að finna fyrir hann blóm til að stilla upp við hlið verðlaunahafanna. „Það var til að hylja þennan hvíta vegg sem var þarna. Rýmið er það lítið og það er erfitt að vera með svona mikið af fólki og margar myndavélar. Það þarf að skýla þessu þannig að þetta verði einhvern veginn mannsæmandi útlítandi,“ segir Jón Víðir. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafði ekkert að gera með plastblómin.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa leitað til leikmunadeildar RÚV og þetta sé það sem þau hafi komið með. Það hafi ekkert endilega komið til tals að vera sérstaklega með plastblóm heldur séu þetta blómin sem þau noti reglulega í leikmyndum. Það sem geti skipt máli í þessu tilfelli sé að myndavélarnar hafi verið svo nálægt og þess vegna blómin sést svona vel. „Myndavélarnar eru það nálægt að þá sést þetta kannski meira heldur en ef þetta væri stærri salur. Þá hefði þetta eflaust verið meira í bakgrunn og enginn tekið eftir þessu. Þetta leit betur út svona en að vera með hvítan vegg. Það er ekki flóknara en það. Ég er ekki viss um að fólk hafi tekið sérstaklega eftir því að þetta væru plastblóm. Þetta eru fíkusar sem hafa verið glansandi en gætu allt eins hafa verið alvöru blóm,“ segir Jón Víðir. Hann telur betra að vera með plastblóm en hálfdauð lifandi blóm. „En þetta snýst um það að fá lit í bakgrunn.“ Blóm Tíska og hönnun Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
„…ég var svo yfir mig hneyksluð á plastpottaplöntunum sem stillt var upp við afhendingu bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gærkveldi. Þvílíkt metnaðarleysi,“ segir einn í hópnum á meðan annar segir: „Þar er íhaldskerlingunni rétt lýst,“ og á þá við forsetann. Sjá einnig: Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Aðrir lýsa yfir furðu á þessu vali á meðan einn stígur fram til varnar plastblómum. „Hvaða fordómar eru þetta? Plastblóm eru virkilega falleg og eiga fullan rétt á sér á mörgum stöðum. Falleg hönnun á plastjurtum er listgrein sem ber að virða rétt eins og alla aðra sköpun sem fólk gerir. Þetta er bara dónalegt viðhorf til þeirra sem gerðu þessi plastjurtir.“ Annar vísar í áramótaskaup sjónvarpsins þar sem var gert grín að Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og sett út á smekk hennar og jafnvel gefið til kynna að hún hefði lítið álit á íslenskum menningum og listum. Atriðið er hægt að sjá hér á mínútu 27:27. „Þetta er sama lenska og áramótaskaupið gerði svo skemmtilega grín að,“ segir einn í hópnum. Hér má sjá skjáskot af umræðunni í Facebook-hópnum.Facebook Blómin frá leikmunadeild RÚV Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður sá um framleiðslu á sjónvarpsútsendingu verðlaunanna fyrir hönd RÚV. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi beðið leikmunadeild RÚV að finna fyrir hann blóm til að stilla upp við hlið verðlaunahafanna. „Það var til að hylja þennan hvíta vegg sem var þarna. Rýmið er það lítið og það er erfitt að vera með svona mikið af fólki og margar myndavélar. Það þarf að skýla þessu þannig að þetta verði einhvern veginn mannsæmandi útlítandi,“ segir Jón Víðir. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafði ekkert að gera með plastblómin.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa leitað til leikmunadeildar RÚV og þetta sé það sem þau hafi komið með. Það hafi ekkert endilega komið til tals að vera sérstaklega með plastblóm heldur séu þetta blómin sem þau noti reglulega í leikmyndum. Það sem geti skipt máli í þessu tilfelli sé að myndavélarnar hafi verið svo nálægt og þess vegna blómin sést svona vel. „Myndavélarnar eru það nálægt að þá sést þetta kannski meira heldur en ef þetta væri stærri salur. Þá hefði þetta eflaust verið meira í bakgrunn og enginn tekið eftir þessu. Þetta leit betur út svona en að vera með hvítan vegg. Það er ekki flóknara en það. Ég er ekki viss um að fólk hafi tekið sérstaklega eftir því að þetta væru plastblóm. Þetta eru fíkusar sem hafa verið glansandi en gætu allt eins hafa verið alvöru blóm,“ segir Jón Víðir. Hann telur betra að vera með plastblóm en hálfdauð lifandi blóm. „En þetta snýst um það að fá lit í bakgrunn.“
Blóm Tíska og hönnun Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46