Mundi loforðið til kennarans Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 16:31 Siguröskur Dominik Kuzmanovic, eftir hverja góða markvörslu, eru orðin einkennistákn hjá honum á HM. Getty/Sanjin Strukic Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf. Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira