Kennarar óttist vanefndir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 12:00 Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara kvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða. Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira