Greint var frá því í desember að maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en ekki manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið.
Í frétt RÚV segir að verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði því eftir því að málinu yrði vísað frá. Þar segir einnig að dómurinn tekið undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála.
Haft er verjanda mannsins, Elimar Haukssyni, að það sé algert lykilatrið að menn viti hverju þeir eigi að verjast í sakamáli.